Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 130

Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 130
128 það eins þótt hún hefði kannski stundu síðar farið að berja það frá sér af mestu hörku ef það hefði ekki flækst í netinu. Þegar veiðst hafði nóg í bátinn var aflinn fluttur í land og hul- inn undir segli því sól mátti ekki skína á skinnin, þá gátu þau eyðilagst, soðist. Þegar veitt hafði verið í þrjá daga við skerin voru netin flutt upp að ströndinni og lögð þar við tanga, flögur og sker. Var þá oft búið að veiða um 100 kópa sem voru þá oftast sóttir á sexæringnum af heimamönnum. Meðan veitt var við ströndina, oftast í þrjá daga, héldu veiðimenn sig nokkuð heima við milli þess sem þeir vitjuðu um netin. Er veitt hafði verið þessa sex daga voru fyrri lagnir búnar. Í þeim fékkst aðalveiðin, venjulega um eða yfir 200 kópar. Var þá sama umferðin endurtekin, byrjað í útskerjum og endað við ströndina, en þá var veiðin tregari, 50–60 kópar eða svo. Heildarveiðin var á þessum árum um 250–260 kópar og var svo allt til 1918 en seinni hluta sumars á því ári kom einhver drepsótt í selastofninn. Rak þá dauða seli á fjörur kring- um allan Húnaflóa í tugatali. Margir sáust skríða, hóstandi og að dauða komnir, upp á fjörurnar. Næsta sumar var veiðin aðeins 80 kópar og hefur aldrei náð sér síðan, komist mest upp í 160 en nú á seinni árum innan við 130 kópar. Selanetin hnýttum við heima á vetrum úr seglgarni og með heimasmíðuðum nálum og riðlum. Riðillinn var 6 þumlunga og möskvinn því 12 þumlungar teygður. Slangan var höfð 60 faðma löng og felld til helminga, því 30 faðmar á teinum, en dýptin 15– 18 möskvar. Teinar voru úr 4 punda línu en flot 12 þumlunga langar tréflár festar við teininn á báðum endum með um 1,3 álna millibili. Tveggja til þriggja punda steinar voru bundnir við neðri teininn með um faðms millibili. Netin voru lituð í sterkum hellu- lit og entust 3–4 úthöld. Aldrei voru nema þrír menn við veiðarnar og oftast sömu mennirnir ár eftir ár. Frá því að ég fór að muna verulega eftir þessum veiðum var Pétur bróðir minn jafnan fyrirliðinn í lögn- unum. Hann tók ungur að árum við þessu starfi af föður okkar. Var hann sérlega laginn og ötull sjómaður sem ekki var vanþörf á því oft þurfti að tefla á tæpt vað við sker og flögur er veður var þannig að á mörkum var að fært þætti að sinna netunum en grunnenda netanna var alltaf fest eins nærri skerinu eða flögunni og framast var unnt. Er vitjað var um netin eða þau tekin upp
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.