Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 130
128
það eins þótt hún hefði kannski stundu síðar farið að berja það
frá sér af mestu hörku ef það hefði ekki flækst í netinu.
Þegar veiðst hafði nóg í bátinn var aflinn fluttur í land og hul-
inn undir segli því sól mátti ekki skína á skinnin, þá gátu þau
eyðilagst, soðist. Þegar veitt hafði verið í þrjá daga við skerin voru
netin flutt upp að ströndinni og lögð þar við tanga, flögur og sker.
Var þá oft búið að veiða um 100 kópa sem voru þá oftast sóttir á
sexæringnum af heimamönnum. Meðan veitt var við ströndina,
oftast í þrjá daga, héldu veiðimenn sig nokkuð heima við milli
þess sem þeir vitjuðu um netin. Er veitt hafði verið þessa sex daga
voru fyrri lagnir búnar. Í þeim fékkst aðalveiðin, venjulega um
eða yfir 200 kópar. Var þá sama umferðin endurtekin, byrjað í
útskerjum og endað við ströndina, en þá var veiðin tregari, 50–60
kópar eða svo. Heildarveiðin var á þessum árum um 250–260
kópar og var svo allt til 1918 en seinni hluta sumars á því ári kom
einhver drepsótt í selastofninn. Rak þá dauða seli á fjörur kring-
um allan Húnaflóa í tugatali. Margir sáust skríða, hóstandi og að
dauða komnir, upp á fjörurnar. Næsta sumar var veiðin aðeins 80
kópar og hefur aldrei náð sér síðan, komist mest upp í 160 en nú
á seinni árum innan við 130 kópar.
Selanetin hnýttum við heima á vetrum úr seglgarni og með
heimasmíðuðum nálum og riðlum. Riðillinn var 6 þumlunga og
möskvinn því 12 þumlungar teygður. Slangan var höfð 60 faðma
löng og felld til helminga, því 30 faðmar á teinum, en dýptin 15–
18 möskvar. Teinar voru úr 4 punda línu en flot 12 þumlunga
langar tréflár festar við teininn á báðum endum með um 1,3 álna
millibili. Tveggja til þriggja punda steinar voru bundnir við neðri
teininn með um faðms millibili. Netin voru lituð í sterkum hellu-
lit og entust 3–4 úthöld.
Aldrei voru nema þrír menn við veiðarnar og oftast sömu
mennirnir ár eftir ár. Frá því að ég fór að muna verulega eftir
þessum veiðum var Pétur bróðir minn jafnan fyrirliðinn í lögn-
unum. Hann tók ungur að árum við þessu starfi af föður okkar.
Var hann sérlega laginn og ötull sjómaður sem ekki var vanþörf á
því oft þurfti að tefla á tæpt vað við sker og flögur er veður var
þannig að á mörkum var að fært þætti að sinna netunum en
grunnenda netanna var alltaf fest eins nærri skerinu eða flögunni
og framast var unnt. Er vitjað var um netin eða þau tekin upp