Strandapósturinn - 01.06.2013, Qupperneq 133

Strandapósturinn - 01.06.2013, Qupperneq 133
131 sjómál er fjarað hafði út af. Tókst mér með herkjum að rífa vopn- ið úr kjafti kobba og vinna á skepnunni. Höfðum við þá kálað sjö fullorðnum brimlum í förinni og þótti betur farið en heima setið. Ég mun hafa verið á 15. ári þegar ég komst í þetta ævintýri. Það mun hafa verið 1910, á sumardaginn fyrsta, að hafís fyllti alla firði á Ströndum sem oftar. Þá var norðan hvassviðri með frosti og snjókomu. Milli nóns og miðaftans, er við sátum að spil- um í stofunni heima, bar að garði gesti norðan af Ströndum. Þeir sögðu okkur þær fréttir að þeir hefðu séð allmarga hnýðinga eða höfrunga í stórri ísvök í svonefndum Kleifarbás sem er lítil vík er skerst inn í norðanvert Hrúteyjarnes en þangað er um tveggja tíma gangur heiman frá okkur. Þetta þóttu góð tíðindi og var þegar farið að huga að tilfæringum til að geta notað sér þetta. Skutlar, sem pabbi hafði smíðað, voru til á heimilinu en þá þurfti að fægja, smyrja og liðka í fjaðrahjörum. Einnig þurfti að smíða tvær skutulsstengur en ein var til frá fyrri tíð. Þær þurfa að vera úr léttum og góðum efnivið, 5–6 álna langar og aðeins gildari en hrífusköft. Ífærur, skálmir og hákarladrepur voru til reiðu frá há- karlaútgerðinni. Árla næsta dags lögðu fimm menn af stað norður að freista veiðigæfunnar. Veður var þá enn hvasst af norðri með frosti og kafaldshraglanda. Sást þá hvergi í auðan sjó fyrir hafís. Var Pétur fyrirliði flokksins og helsti skutlari. Er á vettvang kom sáu þeir að dýrin voru í alllangri vök, 12–15 faðma breiðri. Syntu þau með stuttum köfum fram og aftur milli enda vakarinnar. Að annarri hlið vakarinnar lá lágur og sléttur jaki og tóku mennirnir sér stöðu á honum því að þar þótti líklegast að draga mætti veiðina, ef fengist, upp á ísinn en dýrin eru mjög þung, geta vegið senni- lega allt að einni lest eða meira. Skemmst er frá að segja að þarna unnu þeir 18 dýr fyrsta dag- inn og gátu dregið þau öll eftir ísnum upp í fjöru. Næsta dag fékk ég að fara með þeim norður, þá komið betra veður. Voru þá með okkur nokkrir utanbæjarmenn, komnir til að ná sér í hval. Þann dag náðust einnig 18 hvalir en þegar náðst höfðu 14 dýr í þriðju ferðinni stungu þau sér undir ísinn sem þá voru eftir í vökinni og voru þar með horfin. Um hálfum mánuði seinna lónaði ísinn frá landinu. Fundust þá sjö hvalir á botni víkurinnar skammt þar frá er vökin hafði verið svo að alls urðu þetta 57 hvalir er þarna komu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.