Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 134

Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 134
132 á land. Margir í sveitinni munu hafa hlotið nokkra matbjörg af þessu hvaladrápi. Ég held að allir hafi fengið ókeypis þvesti eftir óskum en vera má að eitthvað hafi verið tekið fyrir nokkuð af spikinu sem af hendi var látið, ég veit það ekki. Annars var mestur hluti þess bræddur heima til útflutnings. Aðferðin við veiðarnar var sú að tveir menn reyndu að stugga við dýrunum frá gagnstæðum bakka vakarinnar þannig að þau syntu sem næst jakanum er skutlarinn stóð á. Reynt var að skutla dýrið rétt aftan við hausinn því stæði skutullinn aftarlega í því gat orðið mjög erfitt að ná því að jakanum svo að hægt væri að krækja ífærum í það til að unnt væri að draga það upp á jakann. Er dýrið hafði verið dregið vel upp á ísinn var hákarladrepnum lagt í síðu þess og reynt að hitta hjartað. Varð þá að gæta sín vel því tækist ekki að hitta hjartað brást skepnan hart við og snerist kannski nokkra hringi með miklum sporðslætti á jakanum uns af því dró svo hægt væri að koma öðru lagi á það. Veiðiaðferð þessi er þarna var viðhöfð mun varla teljast mann- úðleg en því má til svara að ekki virtist kostur annarrar betri að- ferðar til að ná dýrunum og í öðru lagi var vandséð að nauð þeirra hefði orðið mikið minni þótt þau væru látin kveljast til dauða í vökinni sem stöðugt þrengdist af þrýstingi íssins utan frá. Fyrir mörgum árum skrifaði ég smágrein í Sjómannablaðið Víking undir fyrirsögninni „Hákarlaróður á Ströndum“. Grein þessi hefur verið endurprentuð í bókinni Bára blá. Í greininni reyndi ég að lýsa undirbúningi að hákarlaróðri og sagði þar frá fyrsta róðri mínum á Ófeigi veturinn 1915 en það var síðasti vet- urinn sem því skipi var róið fyrir hákarl og jafnframt síðasti vetur föður míns sem hákarlaformanns, þá 62 ára gamall. Ég læt því hér hjá líða að segja frá hákarlaróðrum en ég var á þeim veiðum á vélskipum með Pétri, bróður mínum, veturna 1916–19. Árið 1915 var hátt verð á lýsinu, fengust þá 250–300 kr. fyrir lýsisfatið (180 lítra) áður en Englendingar fóru að skammta okk- ur verðið (skít úr hnefa) fyrir afurðir okkar en þeir lækkuðu verðið á lýsinu með nauðungarsamningi um meira en helming. Þrátt fyrir lítinn afla 1915, vegna gæftaleysis, fékk ég þó í minn hlut eftir þá vertíð 500 krónur sem þóttu miklir peningar þá. Mér er í barnsminni hve fögnuðurinn heima var mikill þegar sást til Ófeigs koma að landi úr hákarlaróðri og þó sérstaklega ef
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.