Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 135

Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 135
133 skipið var búið að vera óvenjulega lengi úti. Þegar tíð var góð og hákarl genginn á miðin mátti fara að vænta skipsins með lifrar- hleðslu á þriðja sólarhring frá brottför en oft fóru þó 3–5 dagar í róðurinn ef afli var tregur, oft þurfti kannski að breyta um legu- stað á miðum eða veður hamlaði veiðum svo eða svo lengi. Kom og oft fyrir að landtaka varð annars staðar en heima, t.d. Norður- firði, Gjögri eða enn öðrum stöðum eftir veðri og ástæðum. Var þá jafnan, væri þess kostur, sendur maður heim með fréttir af skipi og áhöfn. Þegar skipið kom til heimahafnar með lifrarfarm og veðurútlit var gott var því lagt á fjarðarlegunni en skipverjar gengu til bæjar, þáðu mat og drykk og nokkurra stunda svefn áður en afferming hófst stæði þannig á sjávarfalli að afferming gæti beðið um stund. Það voru oft þreyttir menn sem þá lágu tveir og tveir í hverju rúmi í baðstofunni og nutu þráðrar hvíldar, hendur og ölnliðir bólgnir og blóðrisa og hljómmiklar hrotur í bæ. Þegar menn höfðu hvílst um stund og nærst var farið að af- ferma skipið. Var það nokkuð tafsamt verk ef um fullfermi lifrar var að ræða, um 50 lagartunnur, því að flytja þurfti lifrina í báti úr skipinu til lendingarstaðar og bera hana síðan í trogbörum að lifrarílátunum við bræðslupottana. Var það nokkuð erfið burðar- leið, fyrst um ósléttar flúðir og síðan upp nokkurn bratta upp fyrir túngarðinn. Varð ekki unnið að þessu nema nokkuð lágsjáv- að væri þar eð flúðirnar voru í kafi um flóðið. Lifrarílátin voru nokkrir stórir sáir og tunnur, flestar undan steinolíu. Stærsti sár- inn, er tók 20 tunnur, stóð næst pottunum. Var lögð trérenna af barmi hans og yfir á pottbarmana og lifrin látin renna eftir henni í pottana er hún var færð á milli. Lifrarfötunum og tunnunum var velt eftir trjám upp á pottbarmana er losað var úr þeim í pott- ana en þeir voru tveir og mátti bræða í öðrum þeirra tvær tunnur en í hinum eina að mig minnir. Gott borð varð að vera á pottun- um þegar brætt var því að lifrin vildi ólgra í bræðslunni og varð þá að hræra títt í henni svo að ekki syði upp úr. Ekki var þarna um gufubræðslu að ræða heldur var lifrin steinbrædd sem kallað var. Þegar lifrin var talin fullbrædd var skarað undan pottunum og lýsið látið setjast og kólna. Var því síðan ausið í rennur sem fluttu það í lýsisfötin er áður höfðu verið vegin og þungi þeirra skorinn, í rómverskum tölum, öðru hvoru megin við sponsgatið. Mátti þá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.