Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 136

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 136
134 sjá þyngd innihaldsins er fulla tunnan var vegin en tunnur þessar tóku um 180 lítra. Vanalega fékkst um tunna af lýsi úr tveimur af lifur. Þó gat þetta verið breytilegt eftir fitu lifrarinnar. Þegar bræðslu var lokið var lýsið flutt á Ófeigi til Norðurfjarðar til útflutnings. Venjulega var það ekki fyrri en rúning fjárins var um garð gengin og þvottur og þurrkun ullar einnig lokið svo að hún gæti þá orðið samferða lýsinu í kaupstaðinn. Heim voru svo fluttar ársbirgðir af alls konar matvöru, kaffi, sykri og áfengi, auk járns og annarra nauðsynja til heimilisins er úr kaupstað þurfti að fá. Faðir okkar bræddi lifrina alltaf sjálfur og eftir að ég var kom- inn það á legg að ég gæti orðið honum að einhverju liði til smá snúninga hafði hann mig gjarnan hjá sér við bræðsluna. Lét hann mig bera að eldiviðarsprek, hræra í pottunum o.s.frv. Tjald hafði hann í túninu skammt frá pottunum en brætt var allan sólar- hringinn þegar veður var sæmilegt. Lagði hann sig oft í tjaldinu stund og stund, einkum á nóttunni, og lét mig þá gæta eldanna og pottanna og sagði mér að láta sig strax vita ef ég héldi að eitt- hvað ætlaði að ganga úrskeiðis við bræðsluna, annars eftir ákveð- inn tíma er hann tiltók. Mér þótti alltaf gaman að vera með pabba við bræðsluna, sér- staklega þegar veður var gott, logn og sólskin. Þetta var jafnan á þeim tíma þegar sól var hæst á lofti, fyrir og um sólstöður. Ekki spillti það heldur ánægju minni þarna að pabbi hafði alltaf hjá sér brjóstsykur í boxi og einnig útlent sætabrauð sem við kölluðum „biskuit“ en það voru litlar kökur með allavega litum og löguðum sykurhnúðum á. Hafði hann þetta góðgæti til að hygla með okkur smáfólkinu því ekki bragðaði hann mikið á þessu sjálfur. Nóttin var dásamleg þegar sólin skreið með hafsbrúninni, næturkyrrðin grúfði yfir öllu og geislar miðnætursólarinnar skrýddu fjöll og hlíðar umhverfisins en hljóð engin nema kannski úið í einum og einum æðarfugli úti við flúðirnar að viðbættu suði Húsárfossins með sínum síbreytilega tón og hljómstyrk. Þarna var hin full- komna hljóðláta og hljómþýða náttúrusinfónía í töfraleik sínum. Smiðjuhús var nokkra faðma frá bænum. Stórt hjól var í húsinu er nam við ræfur þess báðum megin. Þegar blásið var að aflinum var hjólið stigið áfram en af því lágu snúrur á trissu sem var áföst fjórum spöðum er blésu lofti í leiðslu er lá að eldinum. Þarna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.