Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 137

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 137
135 smíðaði pabbi flest járnáhöld heimilisins nema katla, potta og pönnur. Hann smíðaði ljábakka, skeifur, skutla og allt til útgerðar Ófeigs og bátanna, t.d. skálmir, hákarlasóknir og ífærur svo eitt- hvað sé nefnt. Sem sagt allt nema sverustu legufæri er skipinu var lagt við í höfnum eða við land. Við smíði Ófeigs smíðaði hann alla nagla og rær er til smíðarinnar fóru ásamt öðru úr járni svo sem stýriskróka, stýrislykkjur og fleira, þá aðeins 22 ára gamall. Fyrstu segl Ófeigs sneið hann úr heimaunnu vaðmáli en konur saum- uðu dúkana saman eftir hans fyrirsögn. Hann var mjög hagur, bæði á járn og tré, af ófaglærðum manni að vera og sérlega vand- virkur. Allflest tréílát heimilisins, þau er ekki voru eldri en frá hans tíð, voru smíðuð af honum, þar á meðal stóri lifrarsárinn er áður gat svo og smærri kirnur og koppar. Ásgeir afi fékkst einnig við smíðar bæði úr tré og járni en aðal- lega voru það heyvinnuverkfæri og skeifur sem hann smíðaði. Ég held þó að smíðisgripir hans hafi ekki þótt eins snoturlega unnir og þeir sem pabbi smíðaði þótt þeir væru vel nothæfir til síns brúks. Þegar ég man fyrst eftir mér voru öll næturgögn heimasmíð- aðar trékollur að undanteknum 3–4 rósóttum leirpottum til notk- unar fyrir heldri gesti og húsbændur. Höfðu eldri bræður mínir gefið hverri kollu sitt sérheiti og hnoðað saman langloku með nöfnum þeirra allra. Ég er löngu búinn að gleyma þessum nöfn- um nema fjórum en þau eru: Háaþóra, Lágaþóra, Laggamóra og Litla-Kurt. Ég nefni þetta hér til að sýna að þá, ekki síður en nú, gerði unga kynslóðin sér ýmislegt til gamans. 1914. Bæjarbruni og fleira Sem fyrr var getið brann bærinn okkar til kaldra kola á hvíta- sunnudag 1914. Þá var vestan rok og fátt fólk heima, flest við kirkju í Árnesi þar eð verið var að ferma yngstu systur mína, Sigríði Þórunni. Við sem heima vorum voru: Ásgeir afi, 79 ára og orðinn alblindur, Guðrún amma, 74 ára, Ásgeir bróðir og ég. Á heimili Péturs og Ingibjargar voru heima vinnustúlkan, Þorbjörg Samúelsdóttir, og systir hennar, Gunnvör Rósa, þá um níu ára aldur, enn fremur fyrstu börn þeirra hjóna, tvíburarnir Ketill og Guðmundur, tveggja ára gamlir. Fleira fólk var ekki heima við en Jón Arngrímsson var að fjárgæslu norður á Strönd.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.