Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 138

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 138
136 Nokkrum árum áður en þetta var höfðu gömlu hjónin, afi og amma, flutt inn í baðstofuna. Þau voru farin að verða kulvís og þótti hlýlegra fyrir þau að sofa í baðstofunni enda hafði þá ka- byssu verið komið þar fyrir svo að nokkuð mátti hita upp í bað- stofunni þegar kalt var í veðri. Reykrörið frá kabyssunni lá upp í gegnum þekjuna rétt hjá uppganginum á baðstofuloftið. Fyrir nokkru var þá búið að setja þakjárn á baðstofuna og hafði þurrt hey verið notað sem millitróð. Þar eð hvassviðri var þennan dag og heldur svalt veður hafði verið kveikt upp í kabyssunni um morguninn. Það mun hafa verið um aflíðandi hádegi að ég sat á rúmi í syðri enda baðstofunnar og var að dunda mér við að fægja skammbyssuna mína, alla sundurskrúfaða. Heyrði ég þá einhvern undarlegan hvin framan úr baðstofunni og gekk fram til að sjá hvað væri um að vera. Varð þá sjón sögu ríkari því að kviknað var í skarsúðinni og logaði glatt hringinn í kringum einangrunar- plötu kabyssurörsins. Þegar var ljóst að eldurinn var kominn í tróðið undir þakjárninu. Ég kallaði niður til Ásgeirs, bróður míns, sem staddur var í eldhúsinu. Sáum við strax að við mundum ekk- ert geta ráðið við eldinn sem óðfluga breiddist út í súðinni og þurru tróðinu enda súgurinn nógur í rokinu sem þá var. Lét ég Þorbjörgu þegar vita hvernig komið var en Ásgeir hjálpaði gömlu hjónunum niður stigann og fram í bæjardyr. Þorbjörg og systir hennar voru í Gömlustofu með börnin en hún hafði verið endur- bætt og var nú íbúð þeirra hjóna, Ingibjargar og Péturs. Við hóf- um nú björgunarstarfið og er skemmst frá því að segja að þær urðu aðeins tvær ferðirnar sem við gátum farið upp í baðstofuna til að ná því sem við gátum af rúmfatnaði, svo fljótur var eldurinn að fylla hana af reyk og hita. Litlu gátum við bjargað úr búri og eldhúsi en nokkru úr stofunni. Úr bæjardyrahúsi og innbúi ungu hjónanna gátum við bjargað töluverðu enda náði eldurinn síðast þangað. Áður en einn tími var liðinn var allt fallið í rúst. Það var heldur kaldranaleg aðkoman hjá kirkjuferðarfólkinu er það loks komst heim þar eð fyrr dró ekki svo úr storminum að það kæmist yfir Ingólfsfjörð en komið var undir lágnætti. Í Norð- urfirði hafði það frétt að bruni mundi hafa orðið í Ófeigsfirði um daginn þar eð frá Munaðarnesi hafði reykjarmökkur sést leggja út fjörðinn. Það hafði því ekki átt von á góðu en brá þó mjög er það sá hvernig komið var. Við höfðum þegar búið um gömlu hjónin í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.