Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 138
136
Nokkrum árum áður en þetta var höfðu gömlu hjónin, afi og
amma, flutt inn í baðstofuna. Þau voru farin að verða kulvís og
þótti hlýlegra fyrir þau að sofa í baðstofunni enda hafði þá ka-
byssu verið komið þar fyrir svo að nokkuð mátti hita upp í bað-
stofunni þegar kalt var í veðri. Reykrörið frá kabyssunni lá upp í
gegnum þekjuna rétt hjá uppganginum á baðstofuloftið. Fyrir
nokkru var þá búið að setja þakjárn á baðstofuna og hafði þurrt
hey verið notað sem millitróð. Þar eð hvassviðri var þennan dag
og heldur svalt veður hafði verið kveikt upp í kabyssunni um
morguninn. Það mun hafa verið um aflíðandi hádegi að ég sat á
rúmi í syðri enda baðstofunnar og var að dunda mér við að fægja
skammbyssuna mína, alla sundurskrúfaða. Heyrði ég þá einhvern
undarlegan hvin framan úr baðstofunni og gekk fram til að sjá
hvað væri um að vera. Varð þá sjón sögu ríkari því að kviknað var
í skarsúðinni og logaði glatt hringinn í kringum einangrunar-
plötu kabyssurörsins. Þegar var ljóst að eldurinn var kominn í
tróðið undir þakjárninu. Ég kallaði niður til Ásgeirs, bróður míns,
sem staddur var í eldhúsinu. Sáum við strax að við mundum ekk-
ert geta ráðið við eldinn sem óðfluga breiddist út í súðinni og
þurru tróðinu enda súgurinn nógur í rokinu sem þá var. Lét ég
Þorbjörgu þegar vita hvernig komið var en Ásgeir hjálpaði gömlu
hjónunum niður stigann og fram í bæjardyr. Þorbjörg og systir
hennar voru í Gömlustofu með börnin en hún hafði verið endur-
bætt og var nú íbúð þeirra hjóna, Ingibjargar og Péturs. Við hóf-
um nú björgunarstarfið og er skemmst frá því að segja að þær
urðu aðeins tvær ferðirnar sem við gátum farið upp í baðstofuna
til að ná því sem við gátum af rúmfatnaði, svo fljótur var eldurinn
að fylla hana af reyk og hita. Litlu gátum við bjargað úr búri og
eldhúsi en nokkru úr stofunni. Úr bæjardyrahúsi og innbúi ungu
hjónanna gátum við bjargað töluverðu enda náði eldurinn síðast
þangað. Áður en einn tími var liðinn var allt fallið í rúst.
Það var heldur kaldranaleg aðkoman hjá kirkjuferðarfólkinu
er það loks komst heim þar eð fyrr dró ekki svo úr storminum að
það kæmist yfir Ingólfsfjörð en komið var undir lágnætti. Í Norð-
urfirði hafði það frétt að bruni mundi hafa orðið í Ófeigsfirði um
daginn þar eð frá Munaðarnesi hafði reykjarmökkur sést leggja út
fjörðinn. Það hafði því ekki átt von á góðu en brá þó mjög er það
sá hvernig komið var. Við höfðum þegar búið um gömlu hjónin í