Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 141

Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 141
139 að Ögmundur bragðaði fyrst á öllum matartegundum, sem voru meðal annars hangiket og slátur, og gaf þeim þýsku síðan úrskurð um hvernig maturinn bragðaðist. Þegar Ögmundur sagði við Paul – en Þjóðverjarnir voru Paul Hermann prófessor og ungur lautinant úr þýska hernum – „udmærket“ um einhverja matarteg- undina bragðaði Paul á henni og endurtók orðið „udmærket“ og útlagði það fyrir samlanda sínum á þýsku sem þá tók til matarins. Þarna við borðið voru sem sé töluð fjögur tungumál. Ögmundur talaði dönsku við Paul en ensku við lautinantinn. Þjóðverjarnir töluðu auðvitað saman á sínu máli og svo var íslenskan okkar mál, heimamanna. Segja má því að smábrot heimsmenningarinnar hafi borist okkur þarna inn í heyhlöðuna þetta sumar. Þessir herrar gistu svo hjá okkur í hlöðunni um nóttina og létu sér vel líka að sofa í bráðabirgðarúmunum okkar. Fóru ekki fyrr en und- ir hádegi næsta dags er þeir höfðu þegið næringu. Frostaveturinn mikli, 1917–1918 Í desember árið 1917 var tíðarfar mjög umhleypingasamt og rysjótt. Um jólin gekk veður mjög til norðlægra átta með all- miklu frosti tíðast. Fór þá að safnast ískrap í sjónum fram af fjörunni svo ófært varð að koma báti á flot heiman frá okkur. Þótti þá sýnt að hafís mundi ekki langt undan. Milli jóla og nýárs náði þetta krap (móður) langleiðina út að hólmanum sem fyrr gat og yrðlingarnir voru í. Var þá ljóst orðið að ekki mætti lengur dragast að ná þeim úr hólmanum ættu þeir ekki að sleppa í land. Fengum við því lánaðan bát á Seljanesi og komumst þaðan í hólmann við illan leik því veður var ekki gott, norðan sveljandi og illt aðstöðu við hólmann. Tókst okkur þó að ná öllum tófunum og þó þetta væri heldur fyrr í tíðinni en ætlað var voru þær orðnar það fallegar að ekki kom að mikilli sök hvað verðmæti skinnanna varðaði. Á þrettándanum var norðan hvass- viðri og hörkufrost, sást ekki nema skammt út á fjörðinn vegna frostmóðu er virtist stíga upp úr sjónum meðan til hans sást. Morguninn eftir var komið bjart veður og 25 stiga frost á C. Sást þá hvergi á auðan sjó fyrir hafís þótt gengið væri á næstu fjöll. Þessi miklu frost, 20–33 stig, stóðu óslitið næstu þrjár vikur að undanskildum einum degi er frostið var ekki nema átta stig og fannst okkur þá, þegar við litum út, að komin væru hlýindi og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.