Bændablaðið - 18.11.2021, Síða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 20212
Vikulega eru mörg tonn af fersku
grænmeti flutt til Danmerkur,
Færeyja og Grænlands í nafni
vörumerkisins Pure Arctic. Að
mati forgöngumanna útflutnings
ins er raunhæfur grundvöllur fyrir
verulegri framleiðsluaukningu á
íslensku grænmeti til útflutnings.
Sverrir Sverrisson, stjórnar
formaður fyrirtækisins Pure Arctic,
og Gunnlaugur Karlsson, fram
kvæmdastjóri Sölufélags garðyrkju
manna, fara fyrir verkefninu Íslenskt
grænmeti á erlenda markaði, sem
hlaut einn hæsta styrk Matvælasjóðs
í ár, rúmar 20 milljónir króna. Um
er að ræða markaðsátak sem miðar
að því að gera íslenskt grænmeti að
framtíðar útflutningsvöru, þar sem
áherslan verður lögð á náttúrulegan
uppruna, sjálfbærni og hreinleika.
Uppgangur Pure Arctic
„Ég var formaður Danskíslenska
viðskiptaráðsins í mörg ár og bjó
lengi í Danmörku og þekki því vel
til. Þeir Danir sem höfðu komið
til Íslands nefndu oft hvað græn
metið okkar væri gott og hvort ekki
væri hægt að nálgast þessar vörur í
Danmörku,“ segir Sverrir, en út frá
því stofnaði hann ásamt Jörgen Peter
Poulsen sprotafyrirtækið Pure Arctic
árið 2016 með það að markmiði að
hefja útflutning á hágæða matvöru
sem síðan þá hefur undið upp á sig.
Fljótlega leituðu þeir samstarfs
við Sölufélag garðyrkjumanna sem
urðu hluthafar og hafa félögin því
unnið saman allar götur síðan. Þá
fór félagið einnig að flytja út íslenskt
lambakjöt í samvinnu við KS sem
einnig komu inn sem hluthafar.
„Hugmyndin er að vörumerkið
Pure Arctic verði samnefnari í augum
markaðsaðila yfir umhverfisvæn
hágæða matvæli frá norðurslóðum,“
segir Sverrir.
Fyrsti vöruútflutningur fyrirtæk
isins átti sér stað árið 2018. „Við
byrjuðum smátt en höfum tvöfaldað
veltuna á hverju einasta ári síðan þá.
Við reiknum með að veltan í ár verði
nálægt 300 milljónum króna.“
Í dag eru reglulegar sendingar
af grænmeti og lambakjöti til
Grænlands, Færeyja og Danmerkur
í nafni Pure Arctic. Ein vörutegund
sem fyrirtækið þróaði í samvinnu við
Esju gæðafæði er Pulled Lamb, tilbú
inn réttur úr íslensku lambakjöti, sem
hefur náð fótfestu á danska markaðn
um og er nú kominn í sölu hérlendis.
Sjá Grænlandi fyrir ferskvöru
Grænland er stærsta útflutningsland
Pure Arctic enn sem komið er, en
þangað fara matvörur vikulega.
„Fyrir einu og hálfu ári síðan
byrjuðu reglulegar siglingar milli
Íslands og Grænlands
og við það jukum við
töluvert við flutning
ferskvöru þangað. Nú
fara vikulega agúrkur,
tómatar, salat, krydd
og lambakjöt auk þess
sem við sjáum þeim
fyrir ávöxtum, mjólk
urvörum og fleiru. Í fyrsta sinn eru
Grænlendingar því að upplifa það
að hafa reglulegan aðgang að fersk
um vörum í miklum gæðum,“ segir
Sverrir.
„Þetta hefur heilmikil áhrif á
Grænland, þetta er tiltölulega lítill
markaður og við erum að flytja mikið
þar inn og erum orðin nokkuð þekkt
stærð þar,“ bætir Gunnlaugur við. Í
pípunum sé matvælakynning þar í
landi sem gæti haft í för með sér enn
frekari aukningu á vörum.
Margföldun á framleiðslu
í framtíðinni
Sverrir bendir á að Grænland, Fær
eyjar og Danmörk séu litlir markaðir
í stóra samhenginu. Hægt sé að vera
afar stórhuga.
„Við erum með augastað á Þýska
landi, enn sem komið er erum við
þó of litlir framleiðendur til að fara
í viðræður við þá. En tæknilega séð
gætum við gert grænmetisfram
leiðslu að stórri útflutningsgrein hér
á landi og rennt þannig stoð undir
efnahagslíf landsins með gjaldeyr
isskapandi, vistvænni framleiðslu
og minnkað áhrif af tekjusveiflum
í öðrum útflutningsgreinum eins og
ferða iðnaði. En við viljum ekki að
menn fari að offjárfesta í framleiðslu
nema við finnum markaðina fyrst,“
segir Sverrir.
Talandi um það, þá er von á full
trúum frá stórri verslunarkeðju, sem
rekur yfir 600 búðir í Danmörku og
Noregi, til landsins í janúar til að
ræða mögulegan viðskiptasamning.
„Þeir eru að kaupa af okkur núna
í tilraunaskyni. Við höfum því miður
ekki átt neitt annað en gúrkur fyrir þá.
Þeir hafa hins vegar lýst yfir áhuga
á ýmsum vörutegundum,“ segir
Gunnlaugur. Ef samningar nást gæti
þurft að tvöfalda, og jafnvel þrefalda,
framleiðslu á gúrkum og það hratt.
„Friðheimar tóku skóflustungu að
nýju húsi og átta mánuðum síðar var
farið að tína tómata úr því. Ef mark
aðirnir skapast getum við brugðist
við, við höfum allt bolmagn til þess.
Þetta snýst einmitt um að finna mark
aði áður en byggt er. Ekki að byggja
og spyrja svo.“ /ghp
Samkvæmt tölum frá Matvæla
stofnun yfir sauðfjárslátrun í
haust, þá hefur sláturlömbum
(dilkum) fækkað um 20.377 frá
sláturtíðinni 2020. Eins hefur
innvegin vigt lækkað á milli ára
um 106,9 tonn, en meðalvigt slát
urlamba hefur hins vegar aukist úr
16,9 kg í 17,4 sem er mesti meðal
fallþungi sem sést hefur.
Hækkandi meðalvigt sláturlamba
er vart skýrð með öðru en góðum
árangri í ræktunarstarfi bænda. Þó
hefur gott tíðarfar í sumar eflaust
hjálpað til við að hífa meðalfallþung
ann upp um hálft kíló á milli ára.
Breyting á meðalvigt vegur þungt
Ef lömbum til slátrunar hefði ekki
fækkað um 20.377 á milli ára hefði
heildarvigtin orðið nærri 355 tonnum
meiri en raunin varð. Að sama skapi
má snúa dæminu við. Ef meðal
fallþunginn í ár hefði verið sá sami
og haustið 2020, þá væri innvigtun
dilka nú rúmum 237 tonnum minni
en raunin er. Þannig er góður rækt
unarárangur og tíðarfar að vega upp
drjúgan hluta fækkunar sláturdilka
milli ára.
Aukinn fallþungi hjá öllum
sláturhúsum landsins
Fallþungi hefur aukist á milli
ára hjá öllum níu sláturhúsum
landsins, sem eru einu færri en í
fyrra þar sem Sláturfélagið Búi
svf. á Hornafirði er ekki lengur
starfandi. Mest meðalþyngd
dilka mældist hjá sláturhúsinu
Seglbúðum, eða 18,49 kg. Hann
var 18,35 kg haustið 2020 þegar
þetta hús var líka með mestan
fallþunga í landinu, en þetta er
jafnframt minnsta sláturhúsið
með 703 dilka. Næstmesti fall
þunginn á þessu hausti mældist
hjá Sláturhúsi Vesturlands, eða
18,19 kg.
Minnsta meðalvigtin var hjá
Sláturfélagi Vopnfirðinga, eða
16,81 kg, sem var 470 grömmum
lægri meðalvigt en hjá Sláturfélagi
Suðurlands sem var með næst lægstu
meðalvigt á þessu hausti.
Greinilegt er að fækkun sauð
fjár á undanförnum árum er nú að
koma fram í umtalsverðri fækk
un dilka sem komu til slátrunar í
haust. Þannig kom 485.701 dilk
ur til slátrunar haustið 2020 en
465.324 nú, sem er eins og fyrr
segir fækkun um 20.377 dilka.
Fullorðið sláturfé nánast
jafnmargt og 2020
Samkvæmt upplýsingum frá
MAST er enn verið að slátra full
orðnu fé en útlit er fyrir að fjöldi
fullorðins fjár sem kemur til slátr
unar í haust verði nánast sá sami
og í fyrra, eða um 51.000. Í byrjun
46. viku var fjöldinn kominn í
um 50.600. Það eru þá tölur með
þeim skrokkum sem eru óhæfir til
vinnslu og fara í úrkast og teljast
ekki með í vigtun. Nettótalan af
fullorðnu fé sem kom til slátr
unar og vinnslu haustið 2020 var
49.237.
Ef gengið er út frá að fallþungi
fullorðins fjár sé óbreyttur á milli
ára, þá verður heildarþungi inn
veginna skrokka í ár um 9.358
tonn á móti 9.465 tonnum á síðasta
ári. /HKr.
FRÉTTIR
Gúrkutíð
Engin varnarefni eru notuð í ylrækt í garðyrkju á Íslandi og því
er gúrkan frá Pure Arctic merkt „pesticidfri“ í dönskum versl-
unum, stimpill sem skapar mikla sérstöðu að sögn Sverris.
Mynd/Nemlig.com
Meðalfallþungi sláturlamba í haust sá mesti í sögunni
– Hins vegar komu 20.377 færri lömb til slátrunar nú en í fyrra en nánast sami fjöldi fullorðins fjár
Sauðfjárslátrun 2021
Fjöldi dilka
Sláturhús 2021 2021 2020
Kaupfélag Skagfirðinga 86.392 17,34 16,90
Sláturfélag Suðurlands 94.800 17,28 16,51
Sláturfélag Vopnfirðinga 26.566 16,81 16,56
Sláturhús Norðlenska 77.188 17,26 16,99
Fjallalamb 20.914 17,35 16,89
Sláturhús KVH ehf. 84.081 17,86 17,37
SAH afurðir ehf. 73.875 17,46 16,81
Sláturhús Vesturlands 805 18,19 17,42
Sláturhús Seglbúðum 703 18,49 18,35
Alls 465.324 17,40 16,89
Heimild. MAST
Meðalvigt
15,97
15,77
16,28
15,99
16,32
16,18
16,70
16,41
16,56 16,52
16,89
17,40
14,5
15
15,5
16
16,5
17
17,5
18
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
Meðalvigt sláturlamba 2010 - 2021Kg Heimild: MAST
Breyting
2020-2021
Heildarfjöldi sláturlamba 465.324 485.701 -20.377
Innvegið (kg) 8.096.632 8.203.490 -106.858
Meðalvigt (kg) 17,40 16,89
2021 2020Fjöldi dilka og vigt
Pure Arctic sér um stóran innflutning á ferskvöru
til Grænlands, sem er stærsta útflutningsland
fyrirtækisins enn sem komið er. Hér má sjá íslenskt
grænmeti í grænlenskri matvörubúð. Mynd/SS
Vikulega fara nokkur vörubretti af
gúrkum til Danmerkur, Grænlands
og Færeyja. Mynd/ghp