Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 4

Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 20214 Línur eru nú að skýrast varðandi afurðir einstakra kúabúa á þessu ári. Enn vantar þó tölur fyrir nóvember og desember en þegar eru samt mjög sterkar líkur á að búið Búrfell í Svarfaðardal verði nythæsta búið í ár eins og 2020. Samkvæmt heimildum Bænda­ blaðsins voru bændur á Búrfelli, þau Guðrún Marinósdóttir og Gunnar Þór Þórisson, í efsta sæti í lok október með 8.873 kg í meðalnyt á hverja árskú. Þau eru með 40,4 árskýr í nýju fjósi sem rúmað getur 64 kýr auk smákálfa. Þá eru þau líka með Lely mjaltaþjón. Ef þeim tekst að halda þessari stöðu þá yrði það nokkur aukning í nyt frá síðasta ári þegar meðalnytin á árskú var 8.579 kg. Miðað við stöðu efstu tíu kúabúa í lok október, þá verður að teljast ólíklegt að nokkurt annað bú geti skákað þeim úr þessu. Öll eru búin samt að ná yfir 8.000 kg í meðalnyt. Hjónin á Hraunhálsi að gera góða hluti ár eftir ár Í öðru sæti í lok október voru líka þekktir afburða kúabændur, en það eru hjónin Guðlaug Sigurðardóttir og Jóhannes Eyberg Ragnarsson á Hraunhálsi í Helgafellssveit. Þau eru með 24,7 árskýr sem hafa skilað að meðaltali 8.634 kg eins og staðan er nú. Þau nota rörmjaltakerfi í sínu fjósi, enda búið varla með það margar kýr að það réttlæti kaup á mjaltaþjóni. Enda hafa þau verið að skila afbragðsútkomu árum saman svipað og í sauðfjárræktinni. Líkt og með búið á Búrfelli þá er harla ólíklegt að önnur bú á topp tíu list­ anum í október takist að skáka þeim Guðlaugu og Jóhannesi Eyberg úr öðru sætinu. Í þriðja sæti í októberlok var búið Syðri­Hamrar 3 í Ásahreppi austan Þjórsár sem er með 43,7 árskýr. Þar eru ábúendur Guðjón Björnsson og Helga Björg Helga­ dóttir. Meðalnytin hjá þeim í októberlok var 8.386 kg sem telst mjög gott. Í fjórða sæti koma svo Stóru­ Reykir þar sem árskýr eru 54,1. Þar var meðalnytin 8.337 kg. Á Stóru­Reykjum búa Gísli Hauks­ son og Jónína Einarsdóttir, en bærinn er í Flóahreppi skammt frá Selfossi. Jörðin tilheyrði áður Hraungerðishreppi. Í fimmta sæti er búið í Skolla­ gróf í Hrunamannahreppi sem er með 36,5 árskýr. Þar eru ábúendur Sigurður Haukur Jónsson og Fjóla Helgadóttir. Þar var meðalnytin í októberlok orðin 8.323 kg. Í sjötta sæti er Grund í Svarfaðar dal sem er með 56,1 árskýr. Þar var meðalnytin 8.288 kg. Þar eru ábúendur þau Friðrik Þórarinsson og Sigurbjörg Karlsdóttir. Í sjöunda sæti voru Ytri­Skógar undir Austur­Eyjafjöllum sem er með 25,4 árskýr. Meðalnytin á þeim bæ var 8.256 kg. Þar er reksturinn í félagsbúi undir nafninu Skógabúið sf. (Bændur, Ingimundur Vilhjálmsson og Margrét H. Jónsdóttir og Sigurður Sigurjónsson og Kristín Elínb. Þorsteinsdóttir) Í áttunda sæti í októberlok var bærinn Votmúlastaðir í Austur­ Landeyjum sem er með 41,2 árskýr. Meðalnytin þar var 8.254 kg. Þar eru ábúendur Hlynur Snær Theodórsson og Guðlaug Björk Guðlaugsdóttir. Í níunda sæti voru Svertingsstaðir 2 í Eyjafjarðarsveit sem er með 62,2 árskýr. Meðalnytin í október­ lok var 8.252 kg. Ábúendur á Svertingsstöðum 2 eru Hákon Bjarki Harðarson og Þorbjörg Helga Konráðsdóttir. Í tíunda sæti var svo bærinn Syðri­Grund í Höfðahverfi skammt frá Grenivík. Þar eru 49,5 árskýr sem skiluðu 8.185 kg í meðalnyt. Ábúendur og skýrsluhaldarar á þeim bæ eru Stefán Rúnar Sævarsson og Steinunn Harpa Jónsdóttir. Lítil munur á mörgum búum Ljóst er af þessari upptalningu sem sett er hér fram til fróðleiks, að ekki munar ýkja miklu í nyt á átta af tíu kúabúum á topp tíu listanum. Vel er því hugsanlegt að röðin í þeim hópi eigi eftir að riðlast eitthvað fram að áramótum. Eins gætu næstu bú þar á eftir blandað sér í leikinn, enda er þeir orðnir margir kúabændurnir á Íslandi sem kalla má afburða bændur. Gælt við 9.000 kílóa markið Það er hreint með ólíkindum hvað nytin hjá þessum smágerða íslenska kúastofni hefur aukist mikið á til­ tölulega fáum árum. Þó fjölmargar kýr hafi verið með mun hærri nyt en meðalnytin segir til um, þá bíða eflaust margir spenntir eftir því að metið í meðalnytinni á einhverju búinu slái 9.000 kílóa markið. Það næst trúlega ekki í ár, en nokkrum sinnum hafa bændur þó komist ná­ lægt því marki. /HKr. FRÉTTIR Þriðji og síðasti tilboðsmarkað­ ur með greiðslumark mjólkur var haldinn 1. nóvember. Fjöldi gildra tilboða um sölu greiðslu­ marks voru 13, eða alls 1.135.858 lítrar mjólkur. Það er mun meira en á síðasta tilboðsmarkaði frá 1. september síðastliðnum þegar fjögur gild sölutilboð bárust fyrir 109 þúsund lítra. Enn er í gildi ákvörðun ráðherra um hámarksverð, sem skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð – en það var við lok tilboðsfrests 305 krónur fyrir hvern lítra sem reynist einnig jafnvægisverð. Viðskipti að andvirði tæpra 350 milljóna króna Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 174 þar sem óskað var eftir 8.565.000 lítrum. Alls áttu sér stað viðskipti með 1.135.725 lítra að andvirði 346.396.125 króna. Samkvæmt reglum er sérstök úthlutun til nýliða fimm prósent af sölutilboðum sem nú reyndist vera 56.784 lítrar. Fjöldi gildra kaup­ tilboða frá nýliðum voru að þessu sinni alls 16. Taka breytingarnar gildi 1. jan­ úar 2022. /smh Staða afurðahæstu kúabúa á Íslandi í lok október 2021 Bú - október 2021 Skýrsluhaldarar Árskýr Afurðir í kg Búrfell í Svarfaðardal Guðrún og Gunnar 40,4 8.873 Hraunháls í Helgafellssveit Guðlaug og Eyberg 24,7 8.634 Syðri-Hamrar 3 í Ásahreppi Guðjón og Helga 43,7 8.386 Stóru-Reykir í Flóahreppi Gísli og Jónína 54,1 8.337 Skollagróf í Hrunamannahreppi Sigurður og Fjóla 36,5 8.323 Grund í Svarfaðardal Friðrik Þórarinsson 56,1 8.288 Ytri-Skógar í Austur-Eyjafjöllum Skógabúið sf. 25,4 8.256 Voðmúlastaðir í Austur-Landeyjum Hlynur og Guðlaug 41,2 8.254 Svertingsstaðir 2 í Eyjafjarðarsveit Hákon og Þorbjörg 62,2 8.252 Syðri-Grund í Höfðahverfi Eyjafirði Stefán og Steinunn 49,5 8.185 Heimild: Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins - RML Miðað við 8.000 kg á árskú í meðalnyt og þar yfir Íslensku kýrnar á afurðahæstu kúabúum landsins standa sig vel: Búrfellsbúið í Svarfaðardal líklegt með að verða nythæsta kúabúið annað árið í röð – Búið á Hraunhálsi í Helgafellssveit með mjög sterka stöðu í annað sætið Gunnar Þór Þórisson og Guðrún Marinósdóttir, bændur á Búrfelli í Svarfaðardal, eru greinilega að ná góðum árangri í mjólkurframleiðslunni i nýja fjósinu sínu. Þau eru búin að vera með mesta meðalnyt eftir hverja árskú nánast allt árið og eru með hæsta meðalnyt allra kúabúa landins eftir að 10 mánuðir voru liðnir af árinu, eða 8.873 kg eftir hverja árskú. Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur: Viðskipti með rúma 1,1 milljón lítra Fjöldi gildra tilboða um sölu greiðslumarks 1. nóvember voru 13, eða alls 1.135.858 lítrar mjólkur. Það er mun meira en á síðasta tilboðsmarkaði frá 1. september síðastliðnum. Hrossabændur samþykktu til­ lögu um að sameinast Bænda­ samtökum Íslands á aðalfundi Félags hrossabænda sem haldinn var 13. nóvember sl. á fjarfunda­ formi. Til stóð að fundurinn yrði haldinn sem staðarfundur en horfið var frá þeim áformum vegna stöðu Covid­ 19 smita á landinu. Fundinum var frestað um 2­3 vikur, þegar fundinum verður fram haldið verða lagðar fram til afgreiðslu breytingar á samþykkt­ um Félags hrossabænda. Félagsgjald í Bændasamtökin er veltutengt búsgjald. Hver félags­ maður þarf að gefa upp veltu af sínum rekstri sem tekur mið af svokallaðri frumframleiðslu, fyr­ irkomulagið var kynnt fyrir félags­ mönnum á fundaferð formanns um landið í síðasta mánuði. „Hagsmunamál hrossabænda eru nú eins og ávallt kynbótastarf­ ið, skýrsluhaldið, WorldFengur sem og það að vera í fararbroddi í ræktun íslenska hestsins á heimsvísu. Þá þarf að leggja áherslu á markaðs­ setningu, bæði með reiðhesta sem og hrossa afurðir, en gaman er að geta sagt frá því að árið í ár stefnir að því að verða algert metár hvað útflutning varðar. Búgreinadeild hrossabænda innan BÍ mun koma til með að fást við öll þessi mál sem og halda utan um eignir og sjóði sem Félag hrossabænda á,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður FHB. Um 630 manns eru skráðir félagar hjá Félagi hrossabænda. „Auðvitað vonast ég til að sem flestir gangi í BÍ en þannig munum við ná slagkrafti í okkar starf,“ segir Sveinn. Félagið hefur ekki verið með starfsmann um nokkurt skeið en Sveinn segir að nú verði ákveðin breyting á þar sem starfsmenn BÍ verði starfsmenn þvert á bú greinar. „Það nýtist jafnt okkur í hrossabú­ skapnum eins og þá öðrum búgrein­ um.“ Nánari upplýsingar varðandi skráningu félagsmanna FHB í BÍ verða sendar félagsmönnum á næstu dögum en sameining félag­ anna er hugsuð frá 1. janúar 2022. Öll búgreinafélög, utan Æðar­ ræktarfélagsins, hafa nú samþykkt samruna í Bændasamtökin en til­ laga þess efnis verður tekin fyrir í Æðarræktarfélaginu á næsta aðal­ fundi. /ghp Félag hrossabænda sameinast Bændasamtökunum: Leggja áherslu á markaðsstarf Félagsgjald verður veltutengt búsgjald. Hver félagsmaður þarf að gefa upp veltu af sínum rekstri sem tekur mið af svokallaðri frumframleiðslu. Mynd/ghp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.