Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 13

Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 13 Aðeins þrír bæir með heimild til að slátra heima samkvæmt reglugerð um lítil sláturhús á lögbýlum: Lindarbrekka í Berufirði komin með leyfi en ætlar ekki að nýta það í ár Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð um lítil slát- urhús á lögbýlum – sem heim- ilar bændum að slátra heima til markaðssetningar afurðanna. Rætt var við bændur á þessum bæjum, Birkihlíð í Skagafirði og Grímsstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði, í síðasta blaði, en þriðji bærinn sem hefur fengið þessa heimild er Lindarbrekka í Berufirði. Þar ætla bændurnir þó ekki að nýta sér heimildina á þessu ári. Aðeins fjórar umsóknir bárust Matvælastofnun eftir að reglu- gerðin var gefin út í maí síðastliðn- um. Fjórði bærinn er Svartárkot í Bárðardal, en þar er enn leyfisferli í gangi, samkvæmt heimildum Matvælastofnunar. Félagsbúið á Lindarbrekku Á Lindarbrekku í Berufirði er rekið félagsbú, Bergþóra Valgeirsdóttir og Eiður Gísli Guðmundsson annars vegar og hins vegar foreldrar hans, þau Guðmundur Valur Gunnarsson og Ragnheiður Margrét Eiðsdóttir. Þau eru með rúmlega fimm hundruð fjár á vetrarfóðrum og hafa lengi haft augastað á því að reka lítið sláturhús á bænum, fengist leyfi fyrir slíkan rekstur. Bergþóra segir eina af ástæð- unum, fyrir því að vilja hafa eigið sláturhús, vera að þannig fái þau stresslaust kjöt. „Við erum komin með bráðabirgðaleyfi núna, en ætlum ekki að nýta leyfið að þessu sinni. Þetta opnar vissulega fyrir okkur möguleika á annars konar fyr- irkomulagi slátrunar en við höfum búið við, til dæmis slátrun á öðrum tímum en hefð er fyrir. Við höfum í sjálfu sér ekki lagt þetta niður fyrir okkur enn, hvernig við viljum sjá þetta fyrir okkur í framtíðinni – enda hefur verið nóg að gera,“ segir Bergþóra. Annir í kjötvinnslunni Bergþóra segir að þau hafi rekið eigin vottaða kjötvinnslu nú í þrjú ár og eru með eigið vörumerki á sínum afurðum, þannig að ekki hafi þurft að gera miklar breytingar á húsakosti til að fá leyfið – aðeins smávægilegar lagfæringar. „Þar sem leyfið kom svo seint þá ákváðum við að taka bara helling heim úr sláturhúsinu og ég hef verið á fullu við að reykja það og grafa. Vörurnar okkar hafa verið mjög vinsælar,“ segir hún. /smh BÆNDUR ERU FREMSTIR Í ENDURVINNSLU Fyrsta skref við endurvinnslu á heyrúlluplasti er að huga að gæðum þess til endurvinnslu við kaup. Þar skiptir litaval máli. Eftir notkun þarf að ganga vel um heyrúlluplastið og sundur- greina það frá öðrum úrgangi. Minnka umfang þess og gæta að geymslu fyrir hirðu. Þessi fyrstu skref við meðhöndlun skipta miklu máli við endurvinnslu á heyrúlluplasti. Hringrásarhagkerfið byrjar á þínu býli. Sláturhúsið tilbúið á Lindarbrekku.Lindarbrekka í Berufirði. Bergþóra Valgeirsdóttir, Eiður Gísli Guðmundsson og dætur þeirra, Að- alheiður Ýr og Valborg Iða. Kemur næst út 2. DESEMBER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.