Bændablaðið - 18.11.2021, Page 18

Bændablaðið - 18.11.2021, Page 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202118 Nýr upplýsingabæklingur um framleiðsluferil íslensks nautakjöts: Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæðin Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. Í bæklingnum er farið yfir allt framleiðsluferli nautakjöts á Íslandi og leið beiningar um hvernig hámarka megi gæðin á öllum stigum. Leiðbeiningarnar eru unnar af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landssambandi kúabænda ásamt fagaðilum úr Hótel- og veitingaskólanum – og byggja á rannsóknum undanfarinna ára. Vörumerkið Íslenskt gæðakjöt er í eigu íslenskra kúabænda. Efni safnað víðs vegar að Höskuldur Sæmundsson, sem starfar nú sem sérfræðingur á markaðssviði nýrra Bændasamtaka Íslands, tók til starfa hjá Landssambandi kúabænda fyrir rúmum tveimur árum. „Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir var að það vantaði einmitt svona rit, því ég hafði þá séð nýútkominn bækling frá Matís og Landssambandi sauðfjárbænda um framleiðslu lambakjöts og spurðist fyrir um það hvort svipaðar upp- lýsingar væru fáanlegar fyrir n a u t a k j ö t . Það reyndist ekki vera og þannig fór boltinn að rúlla,“ segir Höskuldur. „Sótt var um styrk í Framleiðni- sjóð land- b ú n a ð a r i n s til verksins og fékkst styrkur til að búa til þennan bækling sem loksins leit dagsins ljós núna á haust- mánuðum. Við söfnuðum efni víðs vegar að og létum skrifa fyrir okkur nýtt efni líka, en í bæklingnum má finna yfirlit yfir allt ferlið við framleiðslu á gæðakjötvöru,“ segir Höskuldur enn fremur. Þeir sem vilja nálgast bæklinginn geta haft samband við Höskuld í gegnum netfangið hoskuldur@ bondi.is en hann er einnig aðgengi- legur á vefnum naut.is. /smh 3 0 3 1 Ribeye Ribeye er oft grillað í sneiðum en heilt ribeye er afar bragðgott í ofni. Oftast vel fitusprengdur biti og bragðgóður eftir því. Sirloin Mjaðmasteik (e. Sirloin) er skurður sem kemur af miðlæri og eru oft með góðri fiturönd efst sem sumir snyrta af. Góð á grill eða pönnu. Brisket Brisket, eða nautabrjóst, er vöðvi sem þarfnast langrar eldunar. Með tilkomu svokallaðra reykgrilla hefur þessi vöðvi verið meira áberandi en áður. Brisket-hakk í hamborgara þykir einnig herramannsmatur. Tomahawk-steik Tomahawk-steik, eða öxin, er raunar þykk ribeye steik með beini. Þessi steik hefur verið afar vinsæl á grillið sl. ár og hefur átt auknum vinsældum að fagna. Um nautakjöt og einstaka bita Nautakjöt hefur notið vaxandi vinsælda sl. ár, einkum sem grillkjöt. Með betri ræktun og árangri, m.a. af upptöku EUROP matskerfisins líkt og áður nefndi, er íslenskt nautakjöt á pari við það besta sem gerist annars staðar í heiminum. Hreinleiki vatnsins, loftgæði gripanna og ein minnsta sýklalyfjanotkun í heiminum í dag tryggja að það kjöt sem rétt er alið er sannkallað gæðanautakjöt. Nautgripahakk er vissulega vel þekkt á borðum landsmanna, en íslensk nautalund er núna einn vinsælasti maturinn um áramótin sem Beef Wellington. Hér eru nokkrir bitar og hugmyndir að því hvernig hægt væri að matreiða þá: Íslensk nautalund Tilvalin á grill eða í ofninn. Íslenskt nautafilet kemur af lendum nautgripsins. Mjúkur og bragðgóður biti sem oft er notaður í mínútusteik, oft bundinn upp fyrir grillun til að viðhalda jöfnum þykkleika. Framleiðsla og meðhöndlun Íslenskt gæðanaut 1 4 1 5 Hægt er að meta holdfyllingu og fitusöfnun á spjaldhrygg, síðu og mölum. Þessu til viðbótar má meta lærahold á eftirfarandi hátt og nota til viðmiðunar fyrir væntanlega flokkun ásamt öðrum þáttum: Á myndinni má sjá samanburð tveggja gripa. Annars vegar holdablendings sem lenti í U og hins vegar Íslendings. Varla þarf að rýna lengi í myndirnar til að sjá hvor gripurinn er holdmeiri. Færnin að leggja sjónrænt mat á þroska og ástand gripa getur skipt sköpum þegar kemur að hagkvæmni við ræktunina. Að vita hvenær gripur er tilbúinn til slátrunar og geta áttað sig á því ef eitthvað skortir á vaxtarhraðann er mikilvægt afkomunni. Þess vegna er mikilvægt fyrir bændur sem stunda nautgriparækt að þjálfa sjónrænt mat. Nánari upplýsingar er að finna m.a. í kjötkafla bókar Snorra Sigurðssonar, Nautgriparæktun, sem kom út árið 2021. Mat á holdfyllingu 1 Endar háþorna og þverþorna spjaldhryggjar eru hvassir og skaga út án finnanlegs fitulags. Geislungar öftustu rifbeina eru auðsjáanlegir og með greinilegum dældum á milli. Í kringum halarót og setbein strekkist á húðinni og eftirgjöf er lítil ef þrýst er á. Of lítil fitusöfnun. 2 Einstök þverþorn á spjaldhrygg er auðvelt að greina með léttu átaki, þunnt fitulag má finna á yfirborði rifja en þau er samt auðvelt að greina. Húðin kringum halarót og setbein er frekar strekkt, en gefur þó eftir við létt átak. Of lítil fitusöfnun. 3 Þverþornaendar eru ávalir viðkomu vegna fitulags. Rifbein eru þakin þunnu fitulagi og þau er auðvelt að finna. Greina má fitulag við halarót með því að klemma húðina milli þumal- og vísifingurs. Hæfileg fitusöfnun. 4 Þreifa þarf nokkuð fast til að finna endana á einstaka þverþornum. Fitulag á yfirborði rifja er auðfundið. Svæðið kringum halarót er mjúkt og fyllt og húð á setbeinshnúum er mjúk og hreyfanleg. Töluverð fitusöfnun. 5 Endar þverþorna á spjaldhrygg er vart hægt að finna, jafnvel með þéttingsföstu átaki, og sama gildir um rifin. Svæðið kringum halarót er svampkennt viðkomu. Unnt er að greina fitulag undir húð á setbeinshnúum. Of mikil fitusöfnun. 6 Þverþornaendar finnast ekki með átaki. Fitupokar myndast á svæðinu kringum halarót og setbein og þykkt fitulag má greina á krossbeinshnúum og lærleggstoppum. Óhófleg fitusöfnun. 1 Mjög rýrir og innfallnir vöðvar séð aftan frá og frá hlið, ná stutt niður á lærlegginn. Gripur flokkast í P. 2 Frekar rýrir og lítið innfallnir vöðvar á lærlegg. Gripur flokkast í P+. 3 Þokkaleg vöðvafylling í lærum og útlínur nokkuð beinar. Gripur flokkast í O. 4 Góð vöðvafylling í lærum og útlínur sjáanlega kúptar. Gripur flokkast í R. 5 Mjög mikil vöðvafylling og útlínur læra greinilega kúptar. Gripur flokkast í R+ eða betra. Upplýsingar um mat á holdfyllingu. Höskuldur Sæmundsson, sér­ fræðingur á markaðs sviði Bænda­ samtaka Íslands. Um nautakjöt og einstaka bita. Forsíða bæklingsins. FRÉTTIRLANDSJÁ Kofi Annan, friðar verðlaunahafi og fram kvæmdastjóri Sam­ einuðu þjóðanna 1997–2006, sagði eitt sinn: „Ég veit af eigin reynslu að tvennt er það sem fólk lætur síst af hendi, og lætur heldur ekki sannfærast um að það ætti að afsala sér, það eru forréttindi og styrkir.“ Hann bætti svo við: „Við heyrum mikið talað um styrki vegna þess að það er yfirleitt forréttinda­ fólkið sem er að tala um hina fátæku.“ Eins og fjallað var um í grein í þessum dálki í sumar er það nær árlegur viðburður að umræða sé tekin upp um umfang stuðnings við landbúnað. Það gerist yfirleitt í kjölfar birtingar Efnahags- og framfarastofnunarinnar á úttekt sinni á stuðningi við landbún- að. Stundum er látið líta út fyrir að stuðningur við landbúnað sé gamaldags og púkalegur og keyri úr hófi fram á Íslandi. Staðreyndir málsins eru þær að beinn stuðningur við landbúnað á Íslandi er 0,5% af vergri þjóðar- framleiðslu en 0,6% í ríkjum Evrópusambandsins. Við erum á sama stað og aðrar ríkar þjóðir í harðbýlum landbúnaðarlöndum. Grunnhyggni í umfjöllun Ég hef í Vísbendingu (16.07.2021) og á www.visir.is (19.06.2021) gagnrýnt grunnhyggni í þessari umfjöllun. Þannig er til að mynda ekki tekið tillit til eigna og ráð- stöfunartekna fjölskyldubúsins í umfjöllun um tekjur bænda né framlags þeirra til almannagæða. Og það er látið eins og markmið niðurgreiðslna og mat á árangri þeirra hafi ekki breyst gegnum árin þegar hið rétta er að mark- viss umræða hefur skilað sér í ábyrgri stefnumótun. Söguvitund þeirra sem um þessi mál fjalla mætti einnig vera skárri. Til að mynda var því haldið fram af Þórólfi Matthíassyni í svari á Vísindavefnum um daginn (9.11.2021) að ótti við mögu- legan matarskort við upphaf og í kjölfar síðari heimsstyrjaldar hafi verið ástæða þess að þjóðir heims tóku upp þá stefnu að styðja við landbúnað upp úr miðri síðustu öld. Tökum þá fullyrðingu aðeins til bæna. Ástæðan var hreint ekki ótti heldur var um að ræða raun- verulegan matarskort mjög víða. Til að mynda var viðvar- andi matvælaskortur í tæpan áratug í Evrópu, frá upphafi stríðsins fram til 1947. Í lok stríðsins var hitaeiningafjöldi sem hver íbúi í Þýskalandi átti að fá 1400 kaloríur. Það er langt undir þörf, ráðleggingar Landlæknisembættisins í dag eru u.þ.b. 2500 kaloríur fyrir fullorðinn einstakling. Eftir stríðið versnaði staðan talsvert mikið. Um mitt ár 1946 var hitaeiningafjöldi um þúsund kaloríur, bæði í Frakklandi og í Þýskalandi. Staðan var svo mun verri víða í Austur-Evrópu. Þeim löndum sem stóðu utan átakanna var heldur ekki borgið. Í Sviss var meðalhitaeiningafjöldi sem þarlendir neyttu 28% færri í lok stríðsins en við upphaf. Það var því að gefnu tilefni sem Evrópa ákvað að verða sér sjálfri sér nóg um matvæli. Frjálshyggju klisjur duga skammt Í dag er Evrópa stór útflytjandi af mat og ofg óttin er frekar til bölvunar en hitt. Umræðan um vínvötn og smjörfjöll var hávær í Evrópu á níunda áratugnum, rétt eins og umræða kjötfjöll var hérlendis. Áskoranir tím- anna breytast svo nú er stefnt að því að evrópskir bændur dragi úr notkun á áburði og öðrum aðföngum á næstu tíu árum til þess að ná markmiðum í lofts- lagsmálum. Það markmið er mjög mikilvægt. Ef ekki næst að hemja gróðurhúsaáhrifin verða miklar hörmungar. Hins vegar hefur verið bent á að það geti farið svo að Evrópa fari úr því að vera matarútflytjandi í það að vera innflytjandi ef illa tekst til. Það að draga saman landbúnað- arland og minnka notkun áburðar geti ekki haft önnur áhrif en að framleiðslan muni minnka tals- vert. Þannig muni tvennt gerast, annars vegar að útblástur gróð- urhúsalofttegunda lekur burt til annarra landa og að matvælaverð á heimsvísu muni hækka. Hvort tveggja er afleitt. Hinar raunverulegu áskor- anir næstu ára og áratuga eru ekki þær að minnka stuðning við landbúnað. Enda virðast fáir tala um það nema þeir sem lokast hafa inni í sílóum akademíunnar. Framtíðarspurningin er hvernig unnt reynist að framleiða nægj- anlegan mat á viðráðanlegu verði í sátt við loftslagið. Það segir sig sjálft að það hvetur engan til fjárfestinga í umhverfisvænum búnaði að klifa um leið á því að lækka þurfi afurðaverð hérlendis niður í svokallað heimsmarkaðs- verð. Slíkt yrði eingöngu til þess að útblásturinn myndi leka eitt- hvert annað. Niðurstaðan er sú að frjálshyggjuklisjur duga skammt í umræðu um niðurgreiðslur og forréttindi. Í besta falli duga þær í bókhaldsbrellur. Kári Gautason Höfundur er sérfræðingur í úrvinnslu hagtalna hjá Bændasamtökum Íslands. Meira þarf til en bókhaldsbrellur Kári Gautason. Smáauglýsingar 56-30-300 Umhverfisakademía í Húnavallaskóla: Nýr starfshópur að störfum Samstarfsnefnd Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps um sam­ einingu sveitarfélaganna hefur skipað nýjan starfshóp um stofnun umhverfisakademíu á Húnavöllum. Í hópnum eru þau Einar Kristján Jónsson, sem er formaður, Magdalena Berglind Björnsdóttir, Magnús B. Jónsson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir. Samstarfsnefndin ákvað að endurvekja verkefnið um umhverfis- akademíuna en það hófst í tengsl- um við sameiningarviðræður sveitarfélaganna fjögurra í Austur- Húnavatnssýslu. Að mati nefndar- innar er mikilvægt að finna húsnæð- inu á Húnavöllum nýtt hlutverk og gæti umhverfisakademía verið eitt þeirra verkefna. Hugmyndin byggir á því mati að það sé í raun enginn skóli á Íslandi sem marki sér þá sérstöðu að vera umhverfisfræðsluskóli þótt víða sé hægt að finna greinar á sviði umhverfisfræða í námskrám háskól- anna. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.