Bændablaðið - 18.11.2021, Síða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202120
Enn eimir eftir af áróðri í heimin-
um gegn notkun á pappír. Þá virð-
ast fullyrðingar um að pappírs-
framleiðsla valdi skógareyðingu í
stórum stíl vera ansi lífseigar þrátt
fyrri að í langan tíma hafi verið
sýnt fram á hið gagnstæða með
tölfræðilegum gögnum. Líklegt er
að skortur á pappír á heimsmark-
aði um þessar mundir kyndi enn
undir ranghugmyndir um papp-
írsiðnaðinn.
Framþróun tæknimenningar
mannkyns á liðnum öldum hefur að
verulegu leyti byggst á aðgengi að
hráefnum og orku og svo er enn. Þar
hafa skógar verið afar mikilvægir,
bæði til að afla viðar til húsagerð-
ar og húshitunar sem og efniviðar
í skipasmíði, ýmis tól og tæki og í
pappírsgerð.
Offramboð á pappír leiddi til
lokana á verksmiðjum
Skortur á pappír á heimsmarkaði nú í
haust stafar þó ekki af skógareyðingu
heldur vegna heimsfaraldurs og ým-
issa annarra þátta. Prentmiðlar hafa
verið að draga saman seglin á síð-
ustu árum og aukin notkun á plasti
í umbúðir hafði líka um langt árabil
dregið úr eftirspurn eftir pappír. Því
var orðin offramleiðsla á pappír í
heiminum. Til að bregðast við þeirri
stöðu og til að halda uppi pappírs-
verði, fóru pappírsframleiðendur eins
og Stora Enso í Finnlandi út í að loka
pappírsverksmiðjum, en fyrirtækið
framleiddi um 2,6 milljónir tonna af
pappír á ári. Þar var um 15% sam-
dráttur í sölu á síðasta ári.
Stora Enso tilkynnti í apríl á
þessu ári um lokun á tveim papp-
írsverksmiðjum til frambúðar. Þetta
eru verksmiðjurnar Veitsiluoto í
Finnlandi, sem er stærsta einstaka
pappírsverksmiðja Stora Enso, og
Kvarnsveden Mill í Svíþjóð, sem
loka átti endanlega nú á haustdög-
um. Í Kvarnsveden Mill hefur m.a.
verið framleiddur dagblaða- og
tímaritapappír og framleiðslugetan
var um 565.000 tonn á ári. Þar var
líka framleidd pappírskvoða, eða
um 900.000 tonn á ári. Við lokun-
ina í Kvarnsveden tapast um 1.100
störf. Þetta veldur 35% samdrætti
í pappírsframleiðslu fyrirtækisins
sem nemur nærri 900.000 tonnum
samkvæmt frétt Printweek.
Þörf sögð á að loka
15 pappírsverksmiðjum
Annica Bresky, forstjóri Stora Enso,
sagði í viðtali við Printweek í apríl
að offramleiðslan á pappír í Evrópu
næmi um 3,5 milljónum tonna á ári.
Með lokunum á verksmiðjum væri
fyrirtækið einfaldlega að bregðast
við veruleikanum. Sagði hún þá
að það þyrfti að loka 15 pappírs-
verksmiðjum eða vélasamstæðum
af meðalstærð til að ná jafnvægi á
markaðnum.
Snöggur samdráttur
olli pappírsskorti
Snöggur samdráttur í framleiðslu
samfara spákaupmennsku á pappír
virðist hins vegar hafa skapað glund-
roða á markaðinum, sem lýsti sér
m.a. í pappírsskorti þegar kom fram
á haustið.
Vegna vandræða sem skapast
hafa út af Covid-19 varð svo líka
samdráttur hjá sögunarmyllum á síð-
asta ári og það olli skorti á timbri og
hráefni til pappírsverksmiðja sem
starfandi voru. Það bættist við nei-
kvæð áhrif vegna lokunar á pappírs-
verksmiðjum. Pappírsverksmiðjur
hafa þó í stórauknum mæli snúið sér
að nýtingu á trefjum úr öðrum jurt-
um en trjám á síðustu árum þannig
að nýting skóga minnkar enn meira.
Einnig komu upp erfiðleikar vegna
flutninga sem enn er ekki búið að
greiða úr að fullu. Þetta olli svo
skorti á pappír á markaði í haust
og hefur það leitt til ört hækkandi
pappírsverðs.
Lengi var gengið hraustlega á
Evrópska skóga
Allt fram á 20. öld var eik afar eft-
irsótt til skipagerðar og var þá víða
gengið mjög hratt á eikarskóga, enda
viðurinn seinsprottinn. Samfara auk-
inni eftirspurn eftir alls konar timbri,
m.a til pappírsgerðar, og auknu þétt-
býli í Evrópu gekk hratt á frumskóg-
ana sem þar voru.
Fyrir meira en 100 árum síðan
var timbur notað í nánast allt. Það
var notað sem eldsneyti til matar-
gerðar og húshitunar og til málm-
framleiðslu ef kol voru ekki tiltæk.
Fór þá að bera á efasemdaröddum
um ágæti þess að ganga svo hratt
á skóga Evrópu sem raun varð á.
Um aldamótin 1900 átti sú gagn-
rýni fullkomlega rétt á sér og vakti
menn til umhugsunar. Það leiddi
síðan til nýrrar hugsunar um endur-
rækt skóga sem gjörbreytt hefur
landslaginu í bókstaflegum skiln-
ingi. Þar hafa pappírsframleiðendur
leikið stórt hlutverk, m.a. fyrirtæki
eins og Domtar, Verso, Sappi og
International Paper og fleiri, sem öll
hafa rekið virka sjálfbærnistefnu og
hafa hvatt til góðrar umgengni um
náttúruna.
Skógar hafa margfaldast
á einni öld
Sem dæmi um þróunina voru um
aldamótin 1900 einungis eftir um
2-3% af skógum eftir í Bretlandi
og Hollandi. Þetta gjörbreyttist og
var talan komin í 10-12% árið 2010.
Víða í öðrum löndum Evrópu voru
áhrifin mun meiri. Þá hefur land-
búnaður víða gefið eftir og þéttbýlið
eflst og hefur sjálfsáður skógur því
vaxið á ný á fyrrum ræktarlandi,
eins og áberandi er í Rúmeníu og
í Póllandi.
Áróðurinn gegn pappírsnotkun
hélt áfram þrátt fyrir umsnúning
í skógrækt
Þrátt fyrir byltingu í umgengni um
skógana virðist sem sjálfskipaðir
umhverfispostular og aðgerðarsinnar
hafi ekki verið tilbúnir að viðurkenna
umsnúninginn sem varð í skógrækt
í Evrópu og Norður-Ameríku.
Héldu slíkir hópar áfram látlausum
áróðri um að pappírsnotkun væri
að ganga af skógunum dauðum.
Var slíkur málflutningur orðinn
mjög áberandi eftir miðja síðustu
öld. Því til staðfestingar voru birtar
hryllingsmyndir frá skógareyðingu
í Asíu og af Amazon-svæðinu, sem
kom pappírsframleiðslu í Evrópu og
Bandaríkjunum samt nákvæmlega
ekkert við. Slíkur áróður skýtur enn
upp kollinum á samfélagsmiðlum
annað slagið, þrátt fyrir að sýnt hafi
verið fram á með tölulegum stað-
reyndum að hann stenst ekki.
Úr pappír í plastumbúðir
Dropinn holaði samt steininn og
áróðurinn gegn pappírsnotkuninni
hafði þau meðvituðu og ómeðvit-
uðu áhrif að í stað pappírsumbúða
af öllu tagi var farið að snúa um-
búðanotkuninni yfir í plastumbúðir
og olíuframleiðendur kættust. Engin
tré þurfti að höggva fyrir plast-
umbúðaframleiðsluna. Þá var ekki
verra að plastpokar voru ekki nærri
eins orkufrekir í framleiðslu og mun
ódýrari en pappírspokar og tóku
minna pláss í geymslu. Gefnar voru
út lærðar skýrslur um ágæti plasts í
umbúðir og allt var að sjálfsögðu
skreytt með áliti vísindamanna. Nú
vita allir hvert þessar öfgar hafa
leitt jarðarbúa, sem eru hreinlega
að drukkna í plasti. Nú horfa menn
upp á heilu plasteyjarnar fljótandi
um heimshöfin og stórfljót m.a. í
Asíu yfirfull af plastúrgangi.
Úr skógareyðingu í
gríðarlegan skógarvöxt
Ef litið er yfir söguna er það töl-
fræðileg staðreynd að um aldamótin
1900 var búið að eyða stórum hluta
af skóglendi Evrópu. Þegar menn
sáu fram á alvarlegan skort á viði
sem hráefni var farið að huga að
skógrækt. Slíkum hugmyndum óx
mjög ásmegin eftir síðari heims-
styrjöldina 1945. Þá hófu mörg lönd
gríðarmiklar skógræktaráætlanir
sem eru enn í gangi í dag.
Þótt þessi umsnúningur hafi verið
góður, m.a. með tilliti til loftslags,
þá fylgir ræktun nytjaskóga sá galli
að tegundafjölbreytni skóganna
minnkar. Einsleitni í tegundavali
FRÉTTASKÝRING
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Lífseigur áróður um að pappírsnotkun valdi skógareyðingu er ekki á rökum reistur:
Pappírsframleiðendur hafa leitt baráttu
fyrir margföldun nytjaskóga í rúma öld
Þessar myndir eru úr kvikmynd sem sýnir breytingar á þéttleika skóga (dökkgræni liturinn) í Evrópu frá árinu 1900 til 2010.
Myndir / EU27CH - gross land changes processed by HLDA model
Pappírsverksmiðjan Veitsiluoto í Finnlandi, sem nú hefur verið lokað, er
stærsta einstaka pappírsverksmiðja stórfyrirtækisins Stora Enso sem rekur
verksmiðjur víða í Evrópu. Mynd / Stora Enso