Bændablaðið - 18.11.2021, Síða 22

Bændablaðið - 18.11.2021, Síða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202122 UTAN ÚR HEIMI Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega – Íslendingar njóta enn einstakrar stöðu sem mikil ásælni er í Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Eurostat í janúar síðastliðnum sögðust 6,9% íbúa Evrópusambandsins ekki hafa efni á að kynda íbúðir sínar. Það eru um 31 milljón af 447 milljónum íbúa ESB. Þann 5. nóvember síðastliðinn birti Eurostat síðan opinberlega á vef sínum niðurstöður um könnun sem gerð var um þessi mál 2020. Þær sýna enn verri stöðu en þar var greint frá í janúar, en þar sagði m.a.: „Könnun sem gerð var í öllum ríkjum ESB leiddi í ljós að á árinu 2020 sögðust 8% íbúa ESB ekki geta haldið nægum hita á heimilum sínum.“ Það þýðir nær 36 milljónir manna en ekki 31 milljón eins og áður hafði verið greint frá. Milljónir manna í ömurlegri stöðu „Ástandið var mismunandi milli aðildarríkja ESB. Verst var staðan í Búlgaríu þar sem 27% íbúa sögðust ekki geta haldið nægum hita á heimilum sínum. Þar á eftir kom Litháen með 23% íbúa, Kýpur með 21% og Portúgal og Grikkland voru bæði með 17% íbúa í þeirri stöðu.“ Þetta þýðir að nær 1,9 milljónir manna af um 6,9 milljónum íbúa Búlgaríu höfðu ekki tök á að kynda íbúðir sínar svo nægjanlegt þætti. Sömu sögu var að segja af 640 þúsund Litháum, um 252 þúsund Kýpurbúum, um 800 þúsund Portúgölum og 1,8 milljónum Grikkja. Enn búa Íslendingar við einstaka stöðu sem ekki er sjálfgefin Þessar tölur Eurostat og ESB sýna vel í hversu ótrúlega góðri stöðu íslenska þjóðin er með sínum yfirráðum yfir orkulindum á borð við jarðhita og raforku. Miðað við þróunina í Evrópu er það þó síður en svo sjálfgefin staða ef horft er til mikillar ásælni í slík réttindi í gegnum milliríkjasamninga. Þar verður æ torveldara fyrir aðildarríki samninga eins og EES að halda í sameignarrétt íbúa á ákveðnum landsvæðum á slíkum orkulindum. Þar er hvers konar mismunun milli ríkja litin hornauga og taldar viðskiptalegar hindranir. Þetta hefur meðal annars komið fram í aðskilnaði orkuframleiðslu og dreifingar á Íslandi og óttast margir að sala á innviðum í fjarskiptum til erlendra fjárfesta geti verið fordæmisgefandi um framhaldið. /HKr. Norðmenn hafa upplifað spreng­ ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum árum, eða sem nemur 6,1 TWh. Nú er uppsett afl í vindorku í Noregi 4,2 gígawött sem skilaði að meðaltali 14 TWh á þriðja ársfjórðungi. Andstaða við vindmylluskógana fer þó vaxandi í landinu. Í október svipti hæstiréttur Noregs vindorkugarða Storheia og Roan á Fosen svæðinu starfsleyfum. Þessir vindmyllugarðar hafa verið með framleiðslugetu upp á 544 megawött. Brot á mannréttindasáttmála Ástæða sviptingarinnar eru þær að gengið hafi verið á rétt Sama á svæðinu sem valdi truflun á þeirra hreindýraeldi. Er þar vísað til 27. greinar Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um almenn og pólitísk réttindi manna. Vindmyllurnar munu þó fá að snúast eitthvað áfram. Beintenging við Evrópu hefur margfaldar raforkuverð Í Noregi er staðan orðin þannig að raforkuverð hefur margfaldast í takt við beintengingu raforkukerfisins við megin raforkukerfi ESB. Á þriðja ársfjórðungi 2021 framleiddu Norðmenn 32,7 terawattstundir af raforku í sínum vatns- og vindorkuverum. Það er samt 6% minni framleiðsla en á síðasta ári. Koma þessar fréttir í kjölfar frétta af lægstu vatnsstöðu í lónum í vor í 20 ár eftir þurran vetur. Innanlandsnotkun nam alls 27,5 TWh á þriðja ársfjórðungi, sem er nánast óbreytt frá fyrra ári. Norsk orkufyrirtæki sáu samt augljósan kost í því að framleiða eins mikið af raforku með vatnsafli og mögulegt var í sumar þegar orkuverð hafði snarhækkað vegna orkuskorts í Evrópu. Allir voru sagðir græða á stöðunni, líka norskur almenningur. Nýr rafstrengur til Bretlands jók enn á gróðavæntingar Norðmanna vegna raforkuútflutnings. Um leið var gengið snarlega á uppistöðulón í Noregi enda rigndi lítið í Noregi í sumar. Í október var raforkuverð til heimila í sunnanverðum Noregi orðið þrisvar sinum hærra en venjulega. Eru margir Norðmenn því sagðir kvíða komandi vetri. Sumir farnir að efast um ágæti raforkuútflutnings Fullyrt hefur verið að Norðmenn þurfi ekkert að óttast því hægt sé að kaupa inn raforku frá Evrópu þegar verð er hagstætt og nægur vindur blæs til að knýja vindmyllur við Norðursjó. Þá sé hægt að hvíla uppistöðulónin. Sú staða hefur bara ekki komið upp og að sögn fréttastofu Reuters eru sumir þingmenn farnir að efast og telja að best væri fyrir Norðmenn að nýta sína raforku heima fyrir. Nú er veruleikinn sá að við lok september, þegar þriðja ársfjórðungi lauk, mældist fylling uppistöðulóna í landinu 68,4%. Það er lægsta gildi sem sést hefur á þessum árstíma síðan þurrkaárið 2006. Fram undan eru kaldir vetrardagar Enn bætt í orkuframleiðslu til útflutnings Norsk orkuyfirvöld halda samt áfram á sömu braut. Gert er ráð fyrir að lokið verði við að auka raforkuframleiðslu fyrir áramót um sem nemur 4,1 terawattstund (TWh) í vatnsafli og vindorku. Eigi að síður er farið að tala um að þessi áætlun geti tafist fram á næsta ár samkvæmt frétt regluverkseftirlits Norðmanna, NVE, sem er líka undir eftirliti ACER eftir innleiðingu á orkupakka 3 í Noregi. Í heild er verið að tala um raforkuframleiðsluaukningu í Noregi upp á 5,5 TWh í vatns- og vindorku sem á að vera lokið 2025. Þar af eiga vindmyllur á landi að skila 3,7 TWh og 1,7 TWh eru fyrirhuguð í vatnsorku. /HKr. Hæstiréttur Noregs sviptir vindorkugarða starfsleyfi: Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama Samar í Noregi unnu tímamóta­ sigur fyrir hæstarétti Noregs þann 11. október þegar hann svipti vind­ myllugarða Storheia og Roan á Fo­ sen svæðinu starfsleyfum. Ástæðan er brot á mannréttindum Sama til að stunda þar hreindýrarækt sam­ kvæmt 27. grein Mannréttindasátt­ mála Sameinuðu þjóðanna. Mynd / RemoNews Evrópulönd og matvælaöryggi: Hættan eykst á matvælaskorti – Margar þjóðir orðnar of háðar matvælainnflutningi Undanfarin tvö ár hafa sett áður óþekkta pressu á efnahags­ og matvælakerfi heimsins. Það hefur leitt til þess að margir þjást af langvarandi vannæringu og bráðu fæðuóöryggi, að því er fram kemur í nýjustu vísitölu Global Food Security Index (GFSI) 2021 Economist Impact. Mörg svæði í Evrópu, þar á meðal þéttbýl lönd, Þýskaland, Bretland, Ítalía, Spánn og Holland, verða sífellt háðari matvælainnflutningi. Í skýrslunni er varað við því að þessi áhyggjufulla þróun gæti leitt til þess að lönd sem eru háð innflutningi verða viðkvæmari fyrir matvælaskorti þar sem stórir landbúnaðarútflytjendur takmarka útflutning til að fæða eigin íbúa. Tryggja verður að bændur framleiði nægan mat „Það er okkar allra hagur að tryggja að bændur hafi aðgang að tækninni sem þeir þurfa til að auka sína framleiðslu og framleiða nægan mat fyrir borgarana. Það skiptir máli, nú og fyrir komandi kynslóðir,“ segir m.a. í umfjöllun Igor Teslenko, forseta Corteva Agriscience í Evrópu. Þá segir að Covid-19 heims- faraldurinn ásamt öfgum í veðurfari varpi ljósi á nauðsyn þess að tryggja betur evrópskar matvælabirgðakeðj- ur og fram leiðslukerfi. Þó að enn eigi eftir að koma í ljós hvaða áhrif heimsfaraldurinn hefur til lengri tíma litið, sé ljóst að við þurfum að efla nýsköpun í öllu matvælakerfinu ef við ætlum að hemja óstöðugleika í landbúnaði með skilvirkum hætti. Til að skilja betur orsakir viðvarandi alþjóðlegs fæðuóöryggis Þessi árlega rannsókn, sem styrkt er af Corteva Agriscience, er nú opin- beruð í tíunda sinn. Þarna er sagt vera um mikilvægt tæki að ræða til að hjálpa okkur að skilja betur orsakir viðvarandi alþjóðlegs fæðuóöryggis. Einnig að bera kennsl á áhættuþætti og tryggja að stöðugt framboð mat- væla og auðlinda sé mögulegt. Rannsóknin mælir mat á viðráð- anlegu verði, framboði, gæðum og öryggi, ásamt náttúruauðlindum og seiglu í 113 löndum um allan heim. Vísitalan þessa árs kannar einnig hvað menn hafi lært undanfarinn áratug um alþjóðlegt, landsbundið og svæðisbundið fæðuöryggi. Einnig hvað það þýðir fyrir baráttuna gegn hungri og vannæringu. Evrópa stendur einna best á meðal þeirra bestu á heimsvísu hvað varðar fæðuöryggi. Þá standa lönd álfunnar sig vel í flokkum eins og hagkvæmni, gæði og öryggi, þar sem náttúruauð- lindir, seigla og framboð eru oft veik- ustu stoðir samfélagsins. Svæðisvísitala þessa árs beinist að áhrifum Covid-19, loftslags- breytinga, tækni og nýsköpunar, en veitir um leið dýpri innsýn í sérstakar aðstæður í nokkrum áherslulönd- um. Þar er um að ræða Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ítalíu, Pólland, Rúmeníu, Rússland, Spán, Bretland, Úkraínu og Tyrkland. Það mælir nú í annað sinn kynjamisrétti, sem endurspeglar mikilvægi þess að efla konur sem hluta af skrefum í átt að sjálfbærari landbúnaði. Er valdefling kvenna sögð vera lykilatriði er varðar sjálfbærnistefnu Corteva til 2030. Það snýst m.a. um evrópsk verkefni, eins og TalentA áætlunina, fyrir konur á landsbyggðinni sem á að hjálpa til við að gera þessa framtíðarsýn að veruleika. /HKr. Igor Teslenko, forseti Corteva Agri­ science í Evrópu. Margar rannsóknir og hagvísar virðast benda til að fæðuöryggi kunni nú víða að vera ógnað, líka í ríkum Evrópulöndum. Mynd / International Banker Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR gerðir dráttarvéla

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.