Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 23

Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 23 JÓLAGJÖF HESTAMANNSINS 516-2600 vorukaup@vorukaup.is • Loft í loft • Loft í vatn • Vatn í vatn Verulegur áburðarskortur fyrirsjáanlegur í kjölfar hækkunar orkuverðs: „Ég er hræddur um að við stefnum inn í matvælakreppu“ – Spurning um líf eða dauða, segir forstjóri Yara í samtali við Fortune Heimurinn stendur frammi fyrir stórkostlegum skorti á matvæla­ framleiðslu þar sem hækkandi orkuverð hefur áhrif á alþjóð­ legan landbúnað, sagði forstjóri norska áburðarrisans Yara International í samtali við fjár­ málaritið Fortune þann 4. nóv­ ember síðastliðinn. „Ég vil segja þetta hátt og skýrt núna, að við erum að hætta á að fá mjög lélega uppskeru í næsta upp- skerutímabili,“ sagði Svein Tore Holsether, forstjóri fyrirtækisins í Osló. „Ég er hræddur um að við munum lenda í matvælakreppu.“ Holsether ræddi við Fortune á hliðarlínunni á COP26 loftslags- ráðstefnunni í Glasgow og sagði að mikil hækkun á orkuverði í sumar og haust hefði þegar leitt til þess að áburðarverð hefði um það bil þrefaldast. Í Evrópu náði jarðgasviðmiðið sögulegu hámarki í september, þar sem verðið meira en þrefaldaðist frá júní til október eingöngu. Yara er stór framleiðandi á ammoníaki, sem er lykilefni í tilbúnum áburði til að auka uppskeru. Ferlið við að búa til ammoníak byggir nú á vatns- afli eða jarðgasi. „Að framleiða eitt tonn af ammoníaki síðasta sumar kostaði 110 dollara,“ sagði Holsether. „Núna kostar það 1.000 dollara. Svo það er bara ótrúlegt.“ Matarverð hefur einnig hækkað, sem þýðir að sumir bændur hafa efni á dýrari áburði. En Holsether heldur því fram að margir smábændur hafi ekki efni á hærri kostnaði, sem muni draga úr því sem þeir geta framleitt og afraksturinn verður minni. Það mun síðan skaða fæðuöryggi á viðkvæmum svæðum á tímum þegar aðgengi að mat er ógnað af Covid-19 heimsfaraldri og loftslagsbreytingum. Þar á meðal víðtækum þurrkum. Stærsti hluthafinn í Yara er norska ríkið. Það hefur gefið bændum sem átt hafa undir högg að sækja andvirði 25 milljóna dala af áburði, sagði Holsether. Hann segir að Yara sé samt ekki fært um að bera kostnaðinn af svo stórkostlegum hækkunum sem orðið hafa á orkuverði. 40% samdráttur í ammoníakframleiðslu Frá því í september hefur Yara verið að draga úr ammoníakframleiðslu sinni um allt að 40% vegna orkukostnaðar. Aðrir stórir framleiðendur hafa gert slíkt hið sama. Með því að draga úr framleiðslu á ammoníaki mun draga úr framboði áburðar, auk þess sem hann verður dýrari. Það grefur síðan undan matvælaframleiðslu. Matvælaskortur er ekki bara pirrandi, heldur spurning um líf og dauða Seinkuð áhrif orkukreppunnar á fæðuöryggi yrði ekki ósvipað áhrifunum sem orðið hafa á örflöguframleiðsluna, sagði Hol- sether. Þar hafa einmitt orðið víðtæk áhrif sem dregið hefur úr margháttaðri iðnaðarvöruframleiðslu, eins og á raftækjum og bílum. „Þetta er allt tengt því að verksmiðjum var lokað í mars, apríl og maí á síðasta ári og við erum að uppskera afleiðingarnar af því núna,“ sagði hann. „En ef við fáum jafngildi svona ástands inn í matvælakeðjuna ... og fáum ekki mat, þá er það ekki bara pirrandi, heldur spurning um líf eða dauða.“ /HKr. UTAN ÚR HEIMI Svein Tore Holsether, forstjóri Yara. International. Framleiðlsuverð á ammóníaki, sem er uppistaðan í áburðarframleiðslu, hefur nær tífaldast vegna hækkunar á orkuverði. Það hefur leitt til um 40% samdráttar í ammoníaksframleiðslu Yara í haust. FJÓSAINNRÉTTINGAR DSD fjósainnréttingar sem framleiddar eru í Hollandi eru sérsmíðaðar fyrir íslenskar kýr og hafa þegar sannað gildi sitt í íslenskum fjósum. Innréttingarnar eru hannaðar og prófaðar eftir ströngustu gæðakröfum og miða að velferð bæði dýra og manna. Áralöng reynsla hefur leitt af sér innréttingakerfi sem auðvelt er að aðlaga nánast öllum þörfum nútímafjósa. Hafðu samband: bondi@byko.is Til á lager Þar sem allt óvenjulegt er venjulegt og leiðinlegt skemmtilegt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.