Bændablaðið - 18.11.2021, Page 26

Bændablaðið - 18.11.2021, Page 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202126 LÍF&STARF Matarsóun er eins og vitað er ein af löstum þjóðfélaga víðs vegar um heiminn sem taka mat sem sjálfsögðum hlut en gera sér ef til vill ekki grein fyrir þeirri sóun sem á sér stað bæði á heimilum, í verslunum og á veitingastöðum. Í lok júní síðastliðnum stóðu þau Kamila Walijewska og Marco Pizzolato fyrir opnun þess sem kallað er freedge og þau kalla frískáp á íslensku. Freedge er alþjóðleg hreyfing sem stendur fyrir uppsetningu svokallaðra samfélagskæla (frískápa) með það fyrir augum að draga úr matarsóun og byggja upp sterkara samfélag. Við Bergþórugötu 20 í miðbæ Reykjavíkur, á stað sem kallaður er Andrými, hafa þau Kamila og Marco komið fyrir ísskáp, ætlaðan undir þau matvæli sem eru umfram neyslu manns sjálfs eða veitingastaða og aðrir geta nýtt sér. Að sama skapi má taka sér kost úr skápnum ef vill, en hugmyndin er að lifa meðvituðu líferni og deila þeim mat sem annars yrði hent. Ísskápinn fengu þau gefins og skýlið yfir hann byggðu þau úr afgangstimbri, en félagi þeirra leyfði þeim að nota vinnustofuna sína við smíðarnar. Fréttir af samfélagskælinum bárust svo bæði munnlega og með síðu á Facebook, sem nú telur 1.700 manns. Slíkur fjöldi áhugasamra verður til þess að ætíð er eitthvað gómsætt í ísskápnum, allt frá heimalöguðum súpum til drykkjarfanga, ávaxta, grænmetis, brauðmetis og sushi svo eitthvað sé nefnt. Mælst er til þess að mjólk, egg, kjöt eða fiskur séu ekki hluti matargjafa vegna heilsufarsáhættu en öðru er tekið opnum örmum. Bent er á að ávallt skuli merkja þann mat sem er heimatilbúinn með nafni, dagsetningu og mögulegum ofnæmisvöldum. Kamila og Marco, sem koma erlendis frá, eru bæði afar áhugasöm um umhverfisvernd og hvernig hægt sé að sporna við almennri sóun. Fyrir nokkrum mánuðum tóku þau þátt í viðburði sem kallast Hacking Hekla, en samkvæmt vefsíðu þess viðburðar er hann „... nýsköpunarviðburður þar sem áhugasamir aðilar koma saman, deila reynslu og þekkingu og skapa lausnir við vandamálum eða áskorunum. Viðburðurinn, sem vanalega tekur frá 24–48 klst., er frábær leið til að efla sig í að koma góðum hugmyndum í framkvæmd og að vinna gagngert að gera verkefni að veruleika ... Sömuleiðis á verkefnið að virkja skapandi hugsun og nýsköpun og eiga þátt í því að efla svæðin með stuðningi við atvinnu- og verkefnasköpun.“ Þeirra athygli beindist helst að matarsóun og hvernig væri hægt að stemma stigu við henni. Í kjölfarið tóku þau þá ákvörðun að setja á fót samfélagskælinn sem áður var nefndur, enda málefnið þarft og hefur verið ofarlega á baugi. Fyrir þá sem vilja kynna sér málefnið frekar má finna upplýsingar á vefsíðunni www.freedge.org og ef áhugi er á að setja upp slíkan kæli, bjóða þau parið fram aðstoð sína – en erlendis má þá finna víða, til dæmis á bókasöfnum, í háskólum, á veitingastöðum, skrifstofum svo eitthvað sé nefnt. Þau Kamila og Marco vilja hvetja sem flesta til að líta sér nær og deila þeim mat sem umfram er, en næst á dagskrá hjá þeim er að finna staðsetningu fyrir „frískáp“ bæði á Selfossi og á Höfn. /SP Samfélagskælir á Bergþórugötunni: Meðvitað viðnám matarsóunar Við Bergþórugötu 20 stendur ísskápur sem ætti ekki að fara framhjá neinum. Eða enginn ættti að láta framhjá sér fara væri víst réttara orðfæri. Myndir / Aðsendar Kamila Walijewska fyrir framan frískápinn góða. Kamila Walijewska og Marco Pizzolato byggðu sjálf skýlið yfir ísskápinn. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STARTARAR gerðir dráttarvéla Nýlega hafa félagarnir í hljóm- sveitinni Hundur í óskilum, þeir Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen, sett á fjalirnar sýn- inguna „Njála á hundavaði“. Sögusvið sýningarinnar gerist á Suðurlandi í samræmi við sögu Brennu-Njáls, en áður fóru þeir félagar á hundavaði um sögu íslensku þjóðarinnar í þremur brakandi skemmtilegum sýningum – Sögu þjóðar, sem hlaut Grímuverðlaun árið 2012, Öldinni okkar, sem gekk fyrir fullu húsi bæði í Samkomuhúsinu á Akureyri og svo í Borgarleikhúsinu, og Kvenfólki, sem sló í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar og var tilnefnd til þrennra grímuverðlauna. Nú snýr þessi óviðjafnanlegi dúett aftur og ræðst á einn af hornsteinum íslenskrar menningar – sjálfa Njálu – þar sem misjafnlega skrautlegar persónur takast á. Drepfyndin sýning þar sem þeir Hjörleifur og Eiríkur hlaupa meira en hæð sína í öllum herklæðum og við sögu koma m.a. taðskegglingar, hornkerlingar, kinn- hestar, kartneglur og þjófsaugu ... auk stórfenglegra tónlistaratriða sem hrífa án efa áheyrendur upp úr skónum! Ef ekki meiru. Enda félagarnir þekktir fyrir spaugilegar útsetningar og leik á óvenjuleg hljóðfæri. Sýnt verður fram í miðjan desember en miðasölu má finna á tix.is. /SP Borgarleikhúsið: Njála á hundavaði kitlar hláturtaugarnar Dúettinn Hundur í óskilum býður upp á drepfyndna sýningu. Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.