Bændablaðið - 18.11.2021, Page 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202132
HROSS&HESTAMENNSKA
Einstakur hrossastofn í Skaftárhreppi:
Einangruð í sjötíu ár
– Botnahrossin eru menningarleg heimild og erfðafræðileg auðlind
Botnahrossin voru afskaplega róleg og gæf, auk þess að vera litfögur, en flest eru jarpskjótt. Mynd/ghp
Hópur bænda, áhuga- og vís-
indamanna hélt að Botnum í
Meðallandi í byrjun mánaðarins
að sækja átta hross. Væri það
varla í frásögur færandi nema
fyrir þá staðreynd að um einstak-
an hrossahóp er að ræða, stofn
sem hefur verið einangraður frá
öðrum hrossum í landinu í sjötíu
ár.
Botnahrossin svokölluðu eru
bæði menningarleg heimild um
íslenska hestinn og hrossarækt en
einnig eru þau erfðafræðileg auð-
lind að mati doktors í erfðafræði
og einum af hinum nýju eigendum
hrossanna.
Hrossin átta eru, eftir því sem
næst verður komist, út af tveim-
ur hryssum sem komu folöld að
Botnum í kringum 1950. Önnur
þeirra var jarpskjótt frá Bakkakoti í
Meðallandi og hin rauð frá Langholti
í Meðallandi. Þær fyljuðust síðan við
fola frá sömu slóðum og eignuðust
folöld og lögðu þannig grundvöll að
núverandi hópi, en samgangur við
önnur hross hefur ekki átt sér stað,
að því best er vitað. Hafa hrossin
því fjölgað sér og gengið frjáls um
í aflokuðu landi Botna, sem er vin í
Skaftáreldahrauni.
Því er um að ræða erfðafræði-
lega einangraðan hóp, sem í dag
eru sjö hryssur og einn stóðhestur.
Hópurinn er einsleitur, stóðhestur-
inn og sex hryssanna eru jarptopp-
skjótt og ein hryssan rauð.
„Ég hef vitað af þessum hross-
um lengi, fór þangað fyrst fyrir um
12-14 árum síðan, en aldrei gert neitt
í þessu. Páll og Freyja Imsland hafa
einnig haft mikinn áhuga á þeim og
skoðað þau öðru hvoru. En Kjartani
Ólafssyni bónda fannst nú kominn
tími á að losa sig við hrossin og
var tilbúinn til að selja okkur þau,“
segir Kristinn Guðnason frá Skarði,
bóndi í Árbæjarhjáleigu.
Hrossin voru því sótt á dögun-
um en með í för voru Halldór að
Ytri Ásum, Vilhjálmur Svansson
dýralæknir ásamt aðstoðarfólki,
þeim Páli Imsland og Kristni og
aðstoðarfólki hans, auk Ásmundar
Friðrikssonar alþingismanns.
Toppa frá Botnum. Mynd/Páll Imsland
Guðrún Hulda Pálsdóttir
gudrunhulda@bondi.is
Rauða hryssan virðist vera aldursforseti hópsins, önnur hryssa, líklega 7-10
vetra, fær enn sopa frá henni. Mynd/ghp
Nös frá Botnum. Mynd/Páll Imsland
Toppur frá Botnum er stóðhesturinn í hópnum. Mynd/Ásmundur Friðriksson
Hrossin hafa hafa gengið sjálfala í eingangruðu Botnalandi kynslóðum saman. Þrátt fyrir það tóku þau meðhöndlun og flutningum í Árbæjarhjáleigu með stökustu ró og una sér nú vel í beit-
arhólfi við Rangá, þar sem Kristinn getur fylgst með þeim út um stofugluggann hjá sér. Mynd/ghp