Bændablaðið - 18.11.2021, Síða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202140
„Góð veiðiferð á sér jafnan fram-
haldslíf í vel sögðum veiðisögum.
Sumar þeirra verða ódauðlegar
og ganga kynslóða á milli, æ betri
í hvert sinn sem þær eru sagð-
ar. Sögurnar eru stór hluti af
veiðimenningunni og hafa bæði
skemmti- og fræðslugildi,“ segir í
upphafi bókar sem veiðimaðurinn
Dúi J. Landmark ritar og kom út
á dögunum.
Bókin Gengið til rjúpna verður
án efa á náttborði íslenskra rjúpna-
veiðimanna um næstu jól! Í bókinni
eru frásagnir fjölda veiðikarla og
-kvenna en þar er líka fjallað um
undirbúning og útbúnað, hvernig
best er að bera sig að á veiðislóð,
líffræði og lifnaðarhætti rjúpunnar,
skotvopn, skotfæri og veiðar með
hundi. Í bókinni er einnig að finna
sögu rjúpnaveiða og matarhefðir en í
bókinni er að finna rjúpnauppskrift-
ir frá Nönnu Rögnvaldar, Snædísi
Jónsdóttur og Úlfari Finnbjörnssyni.
Höfundur bókarinnar, Dúi
Land mark, er rjúpnaveiðimaður
og hefur um árafjöld framleitt og
stýrt sjónvarpsþáttum um skotveiði
víðs vegar um heiminn og var með-
stjórnandi og formaður SKOTVÍS
frá 2015–2018.
– Er þessi bók fyrst og fremst
fyrir þá sem hafa gengið um árabil
til rjúpna eða ertu líka að tala til
þeirra sem eru að byrja sinn veiði-
skap?
„Ég er að tala til beggja hópa.
Þeir sem eru að stíga sín fyrstu
skref á veiðislóð hafa kannski meiri
áhuga á þeim köflum sem fjalla um
útbúnað og undirbúning og hvernig
skal bera sig að á veiðislóð en þeir
reyndari sem gætu haft meiri áhuga
á köflunum um sögu rjúpnaveiða,
viðhorf og hefðir og fleiru forvitni-
legu um rjúpnaveiðar sem ekki er á
allra vitorði.“
Góður veiðidagur
– Hvað einkennir góðan veiði-
mann? Er það fjöldi rjúpna sem
hann kemur með heim eða er það
eitthvað allt annað?
„Stórt er spurt. En eftirfar-
andi skilgreining sem kemur frá
SKOTVÍS nær vel utan um það sem
veiðimaður þarf að huga að:
„Þá er veiðidagur góður þegar
hóflega er veitt, með talsverðri lík-
amlegri áreynslu, vakandi náttúru-
skyni og sært dýr liggur ekki eftir
að kveldi.“
Sjálfum þykir mér mikilvægt að
njóta stundarinnar og vera þakklátur
fyrir þau forréttindi sem það eru að
fá að veiða í íslenskri náttúru.“
Bábyljan um rjúpu
sem mat fátæklinga
– Hvenær er það sem rjúpan hættir
að vera matur hins fátæka manns og
verður hluti af veisluborði jólanna?
„Þetta er nefnilega ein af mörg-
um bábiljum sem til eru í kringum
rjúpuna. Rjúpan var ekki algengur
jólamatur hjá Íslendingum fyrr en í
kringum aldamótin 1900 þegar þær
fóru að verða eftirsóttar af nýrri og
vaxandi borgarastétt sem vildi hafa
rjúpur á jólum eins og tíðkaðist á
betri heimilum í Kaupmannahöfn
og víðar. Þangað til var hún borðuð
eins og hver annar matur þegar hún
veiddist, þá gjarnan soðin í súpu
eins og svo margt á þeim tíma áður
en eldavélar komu til sögunnar. En
fátæklingar borðuðu hana ekki sem
jólamat frekar en eitthvað annað.“
– Var rjúpan ekki mikilvæg í
mataröflun forfeðra okkar?
„Rjúpa hefur verið veidd á Íslandi
frá landnámi. Sagt er frá rjúpna-
veiðum í Íslendingasögum og lög
um rjúpnaát og veiðar er að finna í
Grágás, elstu lögbók Íslendinga. Þar
sem skotvopn voru sjaldgæf fram
undir aldamótin 1900 var ekki mikið
veitt af rjúpu nema það sem var snar-
að. Það var tímafrekur veiðiskapur
sem krafðist sérstakra aðstæðna og
ekki var alltaf hægt að stunda. Mér
er til efs að rjúpan hafi spilað stærra
hlutverk í fæðuöflun áður fyrr en
aðrar fuglategundir gerðu, það var
borðað sem veiddist og náðist í.“
– Manstu hvenær það var sem þú
skaust þína fyrstu rjúpu?
„Ójá, og man eins og það hefði
gerst rétt áðan þó að nokkrir áratugir
séu liðnir síðan. Man staðinn, veðrið
og spennuna. Og ekki síst hvað faðir
minn varð glaður fyrir mína hönd.
Ég held að allt veiðifólk muni sína
fyrstu rjúpu, það er sterk minning.“
– Fyrir margt löngu kom fram í
viðtali við mývetnskan veiðimann að
hann hefði alltaf skotið rjúpuna með
riffli og helst á milli augna. Líklega
var hann að gera að gamni sínu en
er það ekki svo að veiðimenn beita
mismunandi aðferðum við að fella
bráðina?
„Mývetningar hafa alltaf kunnað
að orða hlutina og kunna enn. En það
hefur alltaf verið eitthvað um að rjúpur
væru veiddar með riffli þó að hagla-
byssan sé langalgengasta vopnið.
Síðustu ár hefur verið vaxandi áhugi
og notkun á riffli við rjúpnaveiðar,
sérstaklega hjá yngra veiðifólki.“
Rjúpnaveiðin tengist
undirbúningi jólanna
– Hvað er það sem dregur menn til
fjalla? Varla er það eingöngu vonin
að ná í rjúpu í jólamatinn.
„Rjúpnaveiðin tengist undir-
búningi jólanna. Inn í það spila
sterkt ýmsar fjölskylduhefðir. Mörg
okkar sem göngum til rjúpna eigum
minningar um veiðar með feðrum
eða öðrum fjölskyldumeðlimum.
Við heiðrum hefðina með því að
endurtaka þessar ferðir árlega. Og að
ganga til rjúpna á fallegum íslensk-
um vetrardegi í skammdeginu inni-
felur í sér galdur sem ekki er auðvelt
að útskýra fyrir þeim sem ekki hafa
reynt. Að ganga um í marrandi snjó
í froststillum að leita rjúpna, einn
með náttúrunni og sjálfum sér, er
gefandi upplifun.“
– Rjúpunni hefur fækkað og
yfirvöld hafa sett nokkuð ákveðn-
ar reglur um það hvað veiðimenn
mega gera. Eru yfirvöld veiðimála
á réttri leið?
„Heilt yfir, já. Mér hefur þótt
sumum umhverfisráðherrum hætt til
að taka lítt ígrundaðar skyndiákvarð-
anir sem oft eru meira byggðar á
tilfinningum en vísindum og faglegri
veiðistjórnun. Mín ósk og ráðlegging
til þeirra er að þeir fari eftir þeim
tillögum sem koma frá þeirri stofnun
sem hefur veiðistjórnun í landinu á
sinni könnu, Umhverfisstofnun. Ef
það er gert tryggjum við sjálfbærar
veiðar til framtíðar.“
– Hvað viltu segja við þá sem eru
að stíga sín fyrstu skref í rjúpna-
veiðum?
„Farið varlega. Undirbúið ykkur
vel, fylgist vel með veðurspá, verið
með síma og GPS tæki. Kynnið
ykkur landsvæðið vel. Sýnið nátt-
úrunni tilhlýðilega virðingu. Njótið.“
/HÁ
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
SÍUR Í
DRÁTTARVÉLAR
Þakklátur fyrir þau forréttindi sem það
eru að fá að veiða í íslenskri náttúru
– segir Dúi Landmark, höfundur bókarinnar Gengið til rjúpna
Rjúpa á steini. Innfellda myndin er af forsíðu bókarinnar Gengið til rjúpna. Í bókinni eru frásagnir fjölda veiðikarla og -kvenna en þar er líka fjallað um
undirbúning og útbúnað, hvernig best er að bera sig að á veiðislóð, líffræði og lifnaðarhætti rjúpunnar, skotvopn, skotfæri og veiðar með hundi.
Mynd / Dúi J. Landmark
Dúi J. Landmark. Mynd / Bernard Laroche
Rjúpur á flugi. Mynd / Pétur Alan Guðmundsson
Rjúpnaskyttan Dúi J. Landmark á
yngri árum. Mynd /Jóhann G. Landmark
BÆKUR& MENNING