Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202142
Bókin Tölum um hesta er
komin út. Í henni er talað
um hesta frá ýmsum sjón
arhornum.
Hjónin Benedikt Líndal
tamningameistari, reið-
kennari og hrossabóndi í
Borgarfirði og Sigríður
Ævarsdóttir, hómópati
manna og hesta, alþýðu-
listakona og jarðarmóðir,
skrifa hér út frá hjartanu um
reynslu sína af hestum og lífi
sínu með þeim.
Sagt er frá eftirminnileg-
um hestum og atvikum þeim
tengdum og inn í frásögnina
flétta þau fræðslu, sögum,
ljóðum og því nýjasta sem
uppgötvað hefur verið um
hesta. Bókin er innihalds-
rík og fallega myndskreytt
og hentar vel öllum þeim
sem áhuga hafa á hestum.
Sigríður Ævarsdóttir, Sigga hefur
stundað búskap með hross, kind-
ur og geitur í meira en 30 ár. Hún
hefur lokið námi í lífrænum land-
búnaði frá Landbúnaðarháskólanum
á Hvanneyri auk kennsluréttinda-
náms í vistrækt (Permaculture
Design). Hún er einnig menntuð sem
hómópati frá College of Practical
Homeopathy í London með viðbót-
arkúrs í hómópatíu fyrir hesta frá
Institut Kappel Wüpperthal.
Síðustu árin hefur hún unnið
sem vöruþróunarstjóri sprotafyr-
irtækisins Pure Natura ehf.
við þróun á bætiefnum úr
íslensku hráefni. Að auki
er Sigga alþýðulistakona og
hannar og framleiðir ýmsar
gjafavörur undir nafninu
Kúnsthandverk – oftast
tengdar hestum eða íslenskri
náttúru.
Benedikt Líndal, Benni,
er með A-reiðkennararéttindi
og meistarapróf í tamningum
frá FT.
Ferill hans sem atvinnu-
manns hófst árið 1973 og
spannar nú rúmlega fjóra ára-
tugi.
Benni vinnur með tamning-
atrippi og þjálfun lengra kom-
inna hrossa auk þess að stunda
kennslu hérlendis og erlendis.
Á ferli sínum hefur hann með
góðum árangri tekið þátt í mörg-
um af stærstu mótunum sem
haldin eru fyrir íslenska hesta á
Íslandi og víðar, s.s. Fjórðungsmót
og Landsmót, Evrópu- og
Heimsmeistaramót. Þá hefur hann
og starfað sem reiðkennari við
Landbúnaðarháskólana bæði á
Hvanneyri og á Hólum. / MÞÞ
...frá heilbrigði til hollustu
Riða – hvað getum við gert?
Riða í sauðfé er langvinnur og
ólæknandi smitsjúkdómur sem
endar alltaf með dauða. Sjúk
dómurinn veldur svampkennd
um hrörnunarskemmdum í heila
og mænu.
Flestar kindur sem sýna einkenni
eru 1½-5 ára. Smitefnið er hvorki
baktería né veira heldur prótín, nefnt
Príon eða PrP sem hefur breytt lögun
og við það orðið sjúklegt. Príon er
fádæma lífseigt, þolir langa suðu
og flest sótthreinsiefni nema helst
klór. Smitefnið getur verið virkt í
umhverfinu í meira en áratug en
veðrun virðist gera það óvirkt með
tímanum. Tíminn sem líður frá
því smitefnið berst í kind þar til
einkenni koma fram telst í mörgum
mánuðum og árum og þess vegna er
smitrakning erfið.
Smitleiðir eru að mestu þekktar,
langoftast smitast lömb á sauðburði.
Fé getur þó smitast síðar og þá með
beinni snertingu við smitefnið
t.d. með því að sleikja hluti sem
riðuveikt fé hefur m.a. nuddað sér
við. Smitefnið getur einnig borist
með tólum svo sem fjárklippum,
burðarhjálpar- eða sæðingarbúnaði.
Rannsóknir hafa sýnt að fé smitast
síður á beitilandi þó þar hafi verið
riðuveikt fé nokkru áður.
Sýnt hefur verið fram á að til-
teknar arfgerðir veita vernd gegn
riðuveiki og aðrar arfgerðir eru
lítið næmar fyrir riðu. Vonandi
munu yfirstandandi og komandi
rannsóknir á arfgerð og stofnum
riðusmitefnisins færa okkur aukin
tól sem nýtast í baráttunni gegn
sjúkdómnum. Með samhentu átaki
er hægt að útrýma riðuveiki hér á
landi. Við þurfum að beita öllum
tiltækum ráðum: smitvörnum, upp-
rætingu smitefnis (niðurskurði og
hreinsunum) og ræktun fjár með til-
liti til arfgerðar. Ræktunarstarf tekur
tíma eins og bændur þekkja manna
best. Mest áríðandi er að varast fé
með áhættuarfgerð (VRQ) en rækta
fram lítið næma arfgerð (AHQ) og
svo verndandi arfgerðir eftir því
sem þekkingu þar að lútandi fleytir
fram. Vonir hafa glæðst með grein-
ingu arfgerðarinnar T137 í fé hér á
landi en það hefur reynst verndandi
í einu sauðfjárkyni á Ítalíu. Nokkur
ár mun taka að rannsaka hvort hið
sama gildir í íslensku fé og fyrir það
riðusmitefni sem hér er. Hægt er að
hefja ræktun á þessari arfgerð í þeirri
von að hún reynist einnig verndandi
í okkar fé.
Eitt getum við gert sem virkar
strax, en það eru smitvarnir. Mikil-
vægast er að verjast smiti á þeim
stöðum sem mestar líkur eru á að
smit berist í fé og muna að ungviði
er móttækilegra en fullorðið fé. Hér
er tæpt á mikilvægum smitvörnum.
Að hausti:
• Ekki taka við fé frá öðrum eða
hýsa aðkomufé á riðu- eða
áhættusvæðum.
• Fanga aðkomufé fjarri heima-
rétt og láta eiganda sækja það
með sínu farartæki.
• Vanda til smölunar að hausti og
fyrirbyggja eftir því sem kostur
er að fé sé að heimtast fram eftir
vetri.
• Ekki leyfa notkun á tækjum
og tólum sem notuð hafa verið
á bæjum á riðu- eða áhættu-
svæðum. Hér er átt við tól
sem koma í beina snertingu
við blóð eða slímhúð, svo sem
fjárklippukambar, markatangir,
fjölnota skeiðarglennur, -rör,
burðarhjálparbúnaður o.fl.
• Ekki fara með hrúta á milli
bæja.
• Ekki fara í fjárhús á öðrum
bæjum nema vera í hreinum
hlífðarfatnaði eða fatnaði sem
tilheyra viðkomandi bæ.
Að vori:
• Ekki fara á milli bæja/fjárhúsa
á sauðburði.
• Viðhafa gott hreinlæti á sauð-
burði.
• Fjarlægja hildir strax og farga
þeim.
• Þvo og sótthreinsa burðarstíur
reglulega með 2% klórblöndu.
Alltaf:
• Girða jörðina af og halda
henni fjárheldri.
• Fjarlægja öll hræ án tafar
og farga þeim í samræmi
við úrræði sveitarfélagsins.
Ef um er að ræða hræ af full
orðnu fé þarf að tilkynna um
þau til MAST og óska eftir
sýnatöku.
Riðuveiki greindist á fimm sauð-
fjárbúum í Skagafirði haustið 2020.
Í kjölfar þess ákvað sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra að ráðast
í endurskoðun á reglum sem varða
viðbrögð við riðuveiki. Sigurborg
Daðadóttir yfirdýralæknir var
fengin til verksins og hefur unnið
að því að útbúa nýtt regluverk, m.a.
með því að eiga samráð við hagað-
ila í greininni og helstu sérfræðinga
á sviðinu.
Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir,
Sérgreinadýralæknir nautgripa-
og sauðfjársjúkdóma.
BÆKUR& MENNING
BÆKUR& MENNING
Í bókinni, Markús, á flótta í 40 ár,
öðruvísi Íslandssaga, segir sagn-
fræðingurinn Jón Hjaltason einstæða
sögu Markúsar Ívarssonar sem andað-
ist 1923 og hafði þá verið eftirlýstur
frá árinu 1881. Völuspá útgáfa gefur
bókina út en nú fyrir jólin sendir Jón
frá sér þrjár bækur.
Jón segir að í bókinni um Markús sé
tekist á við margs konar goðsagnir, eins
og hvort æskilegt væri að fátækir gift-
ust og hvað þá með „falleraðar“ konur.
Fjallað er um alræði bænda og hvort
einstæðar mæður væri réttlausar en
einnig er komið inn á tukthús og böðla,
þungar skyldur presta, hór, legorð og
faðernispróf 19. aldar sem var býsna
magnað. Rauði þráður bókarinnar er
þó ótrúleg ævi Markúsar Ívarssonar
sem átti fimmtán börn með átta konum,
komst upp á kant við lögin, sat þrjú ár
í betrunarhúsi í Kaupmannahöfn og
gerðist seigasti flóttamaður Íslands.
Hann braust úr tukthúsi á Akureyri,
Hörgdælingar földu hann um skamma
hríð, Skagfirðingar lengur.
Úr Skagafirði hvarf Markús suður
á land þar sem hann sigldi undir
fölsku flaggi, kallaði sig Sigurð
Jónsson, og átti börn með ömmu Ástu
Sigurðardóttur skáldkonu. Markús
andaðist árið 1923 á Litla-Hrauni á
Snæfellsnesi og hafði þá verið eftir-
lýstur í rúm 40 ár.
Sumt umdeilanlegt
Saga Akureyrar í öðru ljósi er gefin út í
samvinnu við Minjasafnið á Akureyri.
Hún er þriðja bókin í ljósmyndabóka-
röð um Akureyri, en sú fyrsta var
Þekktu bæinn þinn og þar á eftir kom
Bærinn brennur.
„Ég skal fallast á að sumt í bók-
inni er umdeilanlegt eins og til dæmis
umfjöllun um fyrstu múturnar. Þá er
ekki alveg víst að allir samþykki að
hitaveitan okkar hafi orðið til fyrir
vanþekkingu eða hversu smekklegt
það er að rifja upp formannskjör þar
sem frambjóðandinn var látinn fyrir
nokkru. En þá er bara að reka í mig
hornin,“ segir Jón um bókina. Mikill
fjöldi ljósmynda er í bókinni og er víða
komið við, en hið óvenjulega í sögu
Akureyrar er í sviðsljósinu að þessu
sinni, það sem síður er talað um og
vill verða útundan.
Loks má nefna bók sem hefur að
geyma úrval grínsagna um íbúa bæj-
arins þar sem góða veðrið var fundið
upp, sem sagt Akureyringa. / MÞÞ
Völuspá gefur
út þrjár bækur
Jón Hjaltason sagnfræðingur hefur í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri gefið
út þriðju bókina í ljósmyndabókaröð um Akureyri, Ótrúlegt en satt. Mynd / MÞÞ
Bókin Tölum um hesta er komin út:
Eftirminnilegir hestar,
sögur, ljóð og fleiraSmári Hannesson er ungur og
upprennandi rithöfundur, fermdur
nú í ár sem nýverið gaf út bók sína
Afinn sem æfir fimleika.
Bókina skrifaði hann ellefu
ára að aldrei þegar
óbeislað ímyndunarafl,
óseðjandi forvitni og
bullandi skopskyn
fær að njóta sín í
hugarheimi barna hvað
helst. Bókin sem hann
myndskreytti sjálfur
er ætluð börnum frá
5-12 ára aldurs er
bæði ævintýraleg og
spennandi, en á þeim
aldri sem Smári skrifaði bókina hafði
hann ákveðið að skrifa bók sem hann
myndi sjálfur vilja lesa.
Smári hefur haft unun af að skrifa
frá því að hann man eftir sér, skrifað
smásögur frá unga aldri og því eðlilegt
framhald að skrifa og gefa út heila
bók.
Bókin, sem hefur vakið mikla
athygli og náði 9. sæti á metsölulista
Eymundsson strax fyrstu vikuna í
október, fjallar um hann Tómas sem
fylgir afa sínum eftir á fimleikamót
í Ástralíu og lendir í æsispennandi
og stórhættulegum ævintýrum. Börn
sem hafa lesið bókina gefa henni góða
dóma og segjast þau tengja vel við skrif
höfundarins unga.
Afinn sem æfir fimleika fæst í
verslunum Pennans Eymundsson,
en Smári verður með upplestur í
Eymundsson í Hafnarfirði í nóvember
og desember, auk þess að lesa fyrir
börn í grunnskólum í Hafnarfirði og
víðar. Hvetjum við sem flesta til að fara
og hlýða á þennan glæsilega höfund
sem á örugglega eftir að láta ljós sitt
skína áfram á komandi árum. /SP
Afinn sem æfir
fimleika
Smári hefur haft unun af að skrifa frá
því að hann man eftir sér og skrifað
smásögur frá unga aldri.