Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 45

Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 45 Sauðfjárræktin hefur nú um árabil barist í bökkum vegna afurðaverðs sem er ýmist lægst eða næstlægst í Evrópu, í námunda við afurðaverð rúm- enskra sauðfjárbænda. Ekki þarf flókna hagfræðigreiningu til að sjá skekkjuna í samanburði milli þessara ólíku landa. En sitja íslenskir sauðfjárbænd­ ur kannski bara eftir, með öll ljós slökkt? Án þess að þróa greinina í takt við nútímann, hlusta þeir ekki eftir óskum markaðarins? Eiga þeir einfaldlega ekki innistæðu fyrir betra afurðaverði? Myndin er auðvitað aðeins flóknari, og margir þættir sem hafa áhrif á afleita stöðu. En sauðfjárbændur hafa hið minnsta staðið sig og vel það. Í samanburði við evrópska starfs­ bræður sína eru íslenskir sauðfjár­ bændur framúrskarandi og leiðandi í þróun á sínum búskap. Nútíminn er löngu kominn og honum fagna bændur. Búgreinin hefur aukið framleiðni og gæði af mikilli elju á síðustu áratugum. Lítum á þrjú mikilvæg atriði sem komu fram í skýrslu atvinnuvegaráðuneytisins sem var gefin út í maí sl. 1. Afurðamagn kjöts á hverja kind er hæst á Íslandi í evrópskum samanburði, 30% hærra en hjá þeirri þjóð sem vermir annað sæti. Íslenskir sauðfjárbændur hafa aukið framleiðni kjöts á hverja vetrarfóðraða kind um u.þ.b. 25% á síðustu 20 árum og þannig tekið fram úr öðrum Evrópuþjóðum í samanburðin­ um. Með áherslu á hærra hlut­ fall vöðva og minni fitu, sam­ kvæmt kröfum neytenda. 2. Íslensk sauðfjárrækt skart­ ar hæsta frjósemishlutfalli í Evrópu með einn burð á ári. Á Íslandi fæðast 1,83 lömb á hverja vetrarfóðraða kind á ári. Evrópskt meðaltal er 1,4 lömb á hverja kind. 3. Þátttaka bænda í rafrænu skýrsluhaldi er hæst í íslenskri sauðfjárrækt í evrópskum sam­ anburði með 97% hlutfall af framleiðslu. Framleitt magn kindakjöts á hverja vetrarfóðraða kind í nokkrum Evrópulöndum árið 2019, Afkoma sauðfjárbænda og leiðir til að bæta hana, LBHI fyrir ANR 2021, bls 38. En hverju má þakka þennan árangur? Vilja bænda til að gera sífellt betur, aukinni menntun og þekkingu innan greinarinnar og öfl­ ugri ráðgjöf. Skýrsluhald íslenskr­ ar sauðfjárræktar hefur víðtækustu þátttöku bænda í allri Evrópu með tæp 100% framleiðslunnar. Til sam­ anburðar er þátttakan einungis rúm­ lega 50% framleiðslunnar í Noregi. Árangursríkt kynbótastarf byggir á virkri notkun bænda og ráðgjafa þeirra á bestu fáanlegu gögnum. Kolefnisspor per kg lambakjöts hefur einnig lækkað samhliða auk­ inni framleiðni. Færri gripi þarf nú til að halda uppi framleiðslu, fóður nýtist betur og stýring beitar tekið stórstígum framförum með minnk­ uðu beitarálagi. Við eigum framúrskarandi bænd­ ur sem leita sífellt leiða til frekari úrbóta í sínum búskap, byggt á rann­ sóknum og ráðgjöf og skila afurðum af háum gæðum. Neytendur vilja vita af aðgrein­ andi þáttum og taka upplýstar ákvarðanir í sínum innkaupum og treystir íslenskum landbúnaði. Sköpum tækifæri með stórbættum merkingum íslenskra búvara og auk­ inni upplýsingagjöf. Hafliði Halldórsson. Verkefnastjóri á markaðssviði Bændasamtakanna. Heimildir: Afkoma sauðfjárbænda og leið- ir til að bæta hana. LBHI fyrir ANR 2021. A Wendel ehf. Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík, S:551 5464 - wendel@wendel.is www.wendel.is Hilltip Icestriker 900–1600L Salt og sanddreifari í tveim stærðum fyrir stóra pallbíla og minni vörubíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 380–550L Salt og sanddreifarari í tveim stærðum, fyrir minni pallbíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 600 TR Rafdrifinn kastdreifari fyrir dráttarvélar m/öflugum efnisskömmtunarbúnaði. Hilltip Snowstriker VP Fjölplógur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanlegur í 185–240 cm breidd. Hilltip Snowstriker SP Snjótönn fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanleg í 165–240 cm breidd. Hilltip Fjölplógur MVP Fjölplógur fyrir ameríska pallbíla t.d. RAM 3500, GMC 3500 og FORD 350. LANDBÚNAÐUR&MARKAÐSMÁL Framúrskarandi íslenskir sauðfjárbændur Hafliði Halldórsson. Vestfirðir: Besti áfangastaður í heimi 2022 – að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgef- andans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var nýlega. Val Lonely Planet mun beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum sem mun reyn­ ast mikil lyftistöng fyrir ferða­ þjónustuna á svæðinu og á Íslandi almennt. „Fyrir uppbyggingu ferðaþjón­ ustu á Vestfjörðum fæst ekki jafn glæsileg viðurkenning og Best in Travel hjá Lonely Planet er. Ég hef oft sagt að Vestfirðir eigi mikið inni þegar kemur að ferðaþjónustu og þarna sjáum við það alveg svart á hvítu að þetta einstaka svæði sker sig úr í samkeppni við alla rómuðustu áfangastaði heims­ ins,“ segir Díana Jóhannsdóttir hjá Áfangastaðastofu Vestfjarða. Ferðaþjónusta hefur átt undir högg að sækja vegna Covid­19 síð­ astliðin tvö ár, en sjá mátti viðsnún­ ing í sumar þegar erlendir ferða­ menn ferðuðust í auknum mæli aftur til Íslands og til Vestfjarða þegar létti á ferðatakmörkunum. „Eftir áföll síðustu ára vegna heims­ faraldurs er svona viðurkenning mikið tækifæri fyrir ferðaþjónustu á Vestfjörðum og liður í því að grein­ in taki næsta stóra skref fram á við. Ferðaþjónustan á Vestfjörðum er að koma sterk til baka eftir heims­ faraldurinn og stefnir hratt upp á við. Samhliða uppbyggingu ferða­ þjónustusegla, eins og á Bolafjalli, mun þessi viðurkenning skipta sköpum fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustu á Vestfjörðum,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar. /MHH LÍF&STARF Hjólað niður í Arnarfjörð af gömlu leiðinni yfir Hrafnseyrarheiði. Bíldudalur í fjarska.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.