Bændablaðið - 18.11.2021, Side 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202148
Eins og fram kom í 2. tölublaði
Bændablaðsins 2021 var kynnt
tilraun með tómata sem gerð var
veturinn 2020/2021 í tilrauna-
gróðurhúsi Landbúnaðarháskóla
Íslands á Reykjum undir háþrýsti -
-natríumlömpum (HPS) eða LED
lýsingu í forræktun og mismun-
andi áframhaldandi LED meðferð-
um (topplýsing frá HPS og LED
ljósi og með eða án LED millilýs-
ingar). Þar var einnig fjallað um
uppsetningu tilraunar og sjást
þar myndir frá öllum ljósmeð-
ferðum. Markmiðið í tilrauninni
var að rannsaka áhrif ljósgjafa
í forræktun og lýsingarmeðferð
í áframhaldandi ræktun á upp-
skeru og gæði gróðurhúsatómata
og athuga hvað er hagkvæmast.
Verkefnisstjóri var Christina
Stadler og verkefnið var unnið í sam-
starfi við tómatabændur og styrkt af
Þróunarsjóði garðyrkjunnar.
Tilraunaskipulag
Gerð var tilraun með óágrædda
tómata (Lycopersicon esculentum
Mill., yrki 'Completo') frá byrjum
nóvember 2020 og fram í miðjan
mars 2021 í tilraunagróðurhúsi
Landbúnaðarháskóla Íslands að
Reykjum. Tómatarnir voru ræktaðir
á steinullarmottum í þremur endur-
tekningum með 2,5 plöntum/m2 með
einum toppi á plöntu. Prófaðar voru
fjórar mismunandi ljósmeðferðir að
hámarki í 16 klst. ljós:
1. Forræktun undir topplýs-
ingu frá háþrýsti-natríumlömpum
(HPS), áframhaldandi ræktun undir
Hybrid topplýsingu (238 µmol/
m2/s) og millilýsing frá ljósdíóð-
um (LED) (129 µmol/m2/s) (HPS,
Hybrid+LED; 367 µmol/m2/s),
2. Forræktun undir topplýsingu
frá LED ljósum, áframhaldandi
ræktun undir Hybrid topplýsingu
(249 µmol/m2/s) og LED milli-
lýsing (129 µmol/m2/s) (LED,
Hybrid+LED; 378 µmol/m2/s),
3. Forræktun undir topplýsingu
frá HPS ljósum, áframhaldandi rækt-
un undir Hybrid topplýsingu (HPS,
Hybrid; 365 µmol/m2/s),
4. Forræktun undir topplýsingu
frá LED ljósum, áframhaldandi
ræktun undir Hybrid topplýsingu
(LED, Hybrid; 374 µmol/m2/s).
Daghiti var fyrsta mánuðinn 20°C
og eftir það 22°C. Næturhiti var
fyrsta mánuðinn 17°C og eftir það
20°C. Undirhiti var 35°C í byrjun,
en 40°C í lok nóvember og 50°C í
byrjun febrúar. 800 ppm CO2 var
gefin. Tómatarnir fengu næringu
með dropavökvun. Áhrif ljósgjafa
í forræktun og lýsingarmeðferð í
áframhaldandi ræktun var prófuð
og framlegð reiknuð út.
Niðurstöður og umræða
Lofthitastig og undirhitastig var
eins á milli klefa (tafla 1). CO2
magnið var eitthvað lægra í „HPS,
Hybrid+LED“ þótt að gluggarnir
væru opnir eins oft og í hinum
ljósmeðferðunum (tafla 1). Hiti í
ræktunarefni var eins á milli ljós-
meðferða nema eitthvað lægri
í „HPS, Hybrid“, en laufhiti
var marktækt hærri í ljós-
meðferðum sem fengu LED
ljós í forræktun (tafla 2).
Tómatar sem fengu LED
ljós í forræktun voru um
hálfri viku fyrr þroskaðir en
tómatar sem fengu HPS ljós.
Þetta gæti orsakast af hærri
laufhita plantna sem fengu
LED ljós (tafla 2).
Hins vegar, í lok
uppskerutímabilsins
var heildarupp-
skera, markaðs-
hæfrar uppskeru
(tafla 3) og fjöldi
þeirra (tafla 4)
sambærileg milli
l j ó s m e ð f e r ð a .
Markaðshæfni upp-
skeru var 12,6-14,8
kg/m2 (tafla 3). Þegar
miðað er við söluhæfa
uppskeru á klasa var 0,48-0,60
kg/klasa og höfðu meðferðir sem
fengu LED ljós í forræktun lægra
gildi en plöntur sem fengu HPS
ljós í forræktun (tafla 3).Hlutfall
uppskerunnar sem hægt var að
selja var meiri en 60% fyrir allar
meðferðir (tafla 5), þar sem „LED,
Hybrid+LED“ var með lægra hlut-
fall af 1. flokks aldinum, en hærra
hlutfall af 2. flokks aldinum sam-
anborið við aðrar meðferðir. Þess
vegna leiddi þetta til lægri meðal-
þyngdar (tafla 3).
„Hybrid+LED“ notaði um 21%
m i n n i
orku en
“ H y b r i d ”
(tafla 6).
L j ó s t e n g d u r
kostnaður (orku-
kostnaður + fjárfesting í ljós-
um) var meiri (12%) fyrir „Hybrid“
en fyrir “Hybrid+LED“. Skilvirkni
orkunotkunar var meiri með
„Hybrid+LED“ en með „Hybrid“
og með HPS ljósum í forræktun.
Með HPS ljósi í forræktun
jókst uppskera um 1,1 / 2,0 kg/m2
(„Hybrid+LED“ / „Hybrid“, tafla 3)
og framlegð um 600 / 1.000 ISK/m2
(tafla 6). En vegna lítillar markaðs-
hæfrar uppskeru (tafla 3) var fram-
legð því í öllum ljósmeðferðum
neikvæð (tafla 6). Þegar hluta HPS
toppljósanna var skipt út með LED
ljósum, minnkaði uppskera um 1,0
/ 0,2 kg/m2 (HPS / LED ljós í for-
ræktun, tafla 3), en framlegð jókst
um 300 / 800 ISK/m2 (tafla 6).
Hins vegar, benda útreikn-
ingar í samanburði við fyrri
tilraunir til þess að það sé
hagkvæmara að nota LED
sem topplýsingu í stað
milliljósa, þar sem upp-
skera gæti aukist um meira
en 20%.
Ályktun
Frá hagkvæmnisjónarmiði
er ráðlagt að rækta forrækt-
unarplöntur undir HPS ljósum.
Hins vegar, eftir útplöntun er
mælt með Hybrid lýsingu þar sem
LED ljós er notað sem topplýsing
(en ekki sem millilýsing) til að hafa
jákvæð áhrif á uppskeru.
Það vantar meiri reynslu á ræktun
undir LED ljósi. Þess vegna er ekki
mælt með því að skipta HPS lampa
út fyrir LED að svo stöddu. Áður en
hægt er að ráðleggja að nota LED,
er þörf á fleiri rannsóknum. Meðal
annars þarf:
• að finna út hvaða hlutfall LED
og HPS ljósa sem topplýsingu er
mælt með,
• að finna hvaða litróf fyrir
mismunandi plöntutegundir er mælt
með.
Christina Stadler,
Landbúnaðarháskóla Íslands,
Deild: Ræktun og fæða
Reykjum, 810 Hveragerði
LÍF&STARF
Skiptir ljósgjafi í forræktun máli í áframhaldandi ræktun og hvaða lýsingarmeðferð er þá mælt með?
Nýjustu niðurstöður úr gróðurhúsa-
tómataræktun að vetri
Gögn úr gróðurhúsatölvu HPS, LED, HPS, LED
(meðaltal yfir ræktunartímabil) Hybrid+LED Hybrid+LED Hybrid Hybrid
Lofthiti (C°) 21,6 22,0 22,3 22,2
Undirhiti á daginn (C°) 45,3 44,9 44,8 45,2
CO2 (ppm) 675 713 702 719
Glugga opnun (%) 1,0 1,5 2,1 2,2
Tafla 1: Stillingar í klefum samkvæmt gróðurhúsatölvu í mismunandi
ljósmeðferðum.
HPS, LED, HPS, LED
Hybrid+LED Hybrid+LED Hybrid Hybrid
Ræktunarefni (°C) 21,7 ab 21,8 a 21,4 b 21,8 a
Laufhiti (°C) 20,3 b 20,7 a 20,3 b 20,5
Taflan gefur til kynna marktækan mun (HSD, p ≤ 0,05)
Tafla 2: Mælingar í ræktunarefni og laufhita í mismunandi ljósmeðferðum.
HPS, LED, HPS, LED
Hybrid+LED Hybrid+LED Hybrid Hybrid
Söluhæf uppskera (kg/m2) 13,7 a 12,6 a 14,8 a 12,8 a
Laufhiti (°C) 20,3 b 20,7 a 20,3 b 20,5
Uppskorinn klasi (fjöldi/m2) 23 26 25 25
Söluhæf uppskera (kg/klasa) 0,60 0,48 0,60 0,51
Meðalþyngð söluhæfra 78 ab 74 b 80 a 81 a
uppskeru (g/aldin)
Taflan gefur til kynna marktækan mun (HSD, p ≤ 0,05)
Tafla 3: Uppskera á tómötum árið 2020/2021 í mismunandi ljósmeðferðum.
Meðferð Fjöldi markaðshæfra aldina (fjöldi/m2)
1. flokkur 2. flokkur Samtals (1. fl. + 2. fl.)
HPS, Hybrid+LED 61 ab 115 ab 176 a
LED, Hybrid+LED 34 b 137 a 171 a
HPS, Hybrid 69 a 116 ab 185 a
LED, Hybrid 54 ab 104 b 158 a
Taflan gefur til kynna marktækan mun (HSD, p ≤ 0,05)
Tafla 4: Markaðshæfni uppskeru, fjöldi aldinna eftir mismunandi ljós-
meðferðum.
Tafla 5: Hlutfallsleg skipting söluhæfra og ósöluhæfra tómata eftir
ljósmeðferðum.
Meðferð Söluhæf uppskera Ósöluhæf uppskera
1. flokkur 2. flokkur of smá stilrót illa löguð græn
> 55 mm > 45-55 mm
––––––– % ––––––– ––––––––––––– % –––––––––––––
HPS, Hybrid+LED 25 a 35 ab 14 a 0 a 0 a 26 ab
LED, Hybrid+LED 14 b 43 a 19 a 0 a 0 a 24 b
HPS, Hybrid 27 a 33 b 13 a 0 a 0 a 27 ab
LED, Hybrid 23 ab 33 b 15 a 0 a 0 a 29 a
Taflan gefur til kynna marktækan mun (HSD, p ≤ 0,05)
HPS, LED, HPS, LED
Hybrid+LED Hybrid+LED Hybrid Hybrid
Orkunotkun (kWh) 26.960 26.309 34.036 33.523
Raforkukostnaður (ISK/m2) 3.854 3.761 4.869 4.791
Fjárfestingarkostnaður í ljós (ISK/m2) 3.441 3.744 3.358 3.664
Skilvirkni orkunotkunar (kg/kWh) 0,025 0,024 0,022 0,019
Framlegð (ISK/m2) -4.283 -4.854 -4.615 -5.689
Tafla 6: Hagkvæmnitölur eftir mismunandi ljósmeðferðum.
Bændasamtök Íslands
leita að öflugum starfskrafti
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
og rökstuðningur um hæfni viðkomandi í starfið.
Upplýsingar um starfið veitir Vigdís Häsler
framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Umsóknir, merktar Umsókn um starf sérfræðings, berist eigi
síðar en 22. nóvember nk. á netfangið vigdis@bondi.is.
Vakin er athygli á því að þeir sem ráðnir verða geta
haft starfsstöð utan höfuðborgarsvæðisins.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem
reynir á frumkvæði og úthald í áhugaverðum
verkefnum á fagsviði nautgriparæktar.
Sérfræðingur á fagsviði nautgriparæktar
ber m.a. ábyrgð á:
▶ Faglegum og félagslegum verkefnum
viðkomandi búgreinar.
▶ Úrvinnslu gagna og miðlun upplýsinga um mjólkur-
og kjötframleiðslu.
▶ Ytra umhverfi greinarinnar og hagsmunagæslu.
▶ Þjónustu, ráðgjöf og miðlun upplýsinga til félagsmanna.
▶ Aðkoma og undirbúningur að endurskoðun
búvörusamnings.
Menntunar- og hæfniskröfur:
▶ Menntun sem nýtist í starfi.
▶ Þekking á starfsemi félagasamtaka.
▶ Gott vald á úrvinnslu og framsetningu
tölulegra upplýsinga.
▶ Hæfileiki til að starfa í teymi og færni í samskiptum.
▶ Hæfileiki til að vinna sjálfstætt.
▶ Frumkvæði og metnaður.
▶ Færni til að vinna í hópi og hæfni til að
leiða mál til lykta.
▶ Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Bændahöllin Hagatorgi 1, 107 Reykjavík