Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 49
LCI Lely Center Ísland
Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 // Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 – lci.is
KEÐJUR OG KEÐJUEFNI
GOTT ÚRVAL
30 % AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM HEILUM KEÐJUM Á LAGER
ÚT OKTÓBER
LESENDARÝNI
Hin skítugu leyndarmál
jarðefnaeldsneytis
Í þessu blaði hafa komið innlegg í
gegnum tíðina um einhver meint
og skítug leyndarmál lausna
í umhverfismálum. Þar hefur
t.d. verið bent á ýmsa vankanta
varðandi bæði rafbílarafhlöður
og vindmyllur. Mikil þróun er
reyndar í gangi í tengslum við
bæði endurvinnslu rafhlaðna og
vindmylluspaða, þannig að þetta
horfir sem betur fer til betri vegar.
Hafa ber þó í huga að enn er ekk
ert að frétta varðandi endurvinnslu á
jarðefnaeldsneyti og að því ég best
veit, hefur ekki enn tekist að endur
vinna brennt jarðefnaeldsneyti, þrátt
fyrir rúmlega hundrað ára sögu. Það
er mikilvægt að benda á ýmsa van
kanta sem fylgja nýjum orkulausnum
en það er líka gott að muna að notkun
jarðefnaeldsneytis er alltaf mun verri.
Það er því kannski við hæfi að rifja
aðeins upp hin skítugu leyndarmál
jarðefnaeldsneytis til að gæta sam
ræmis í umræðunni.
Jarðefnaeldsneyti er
óendurnýjanlegt
Kol og olía eru ekki endurnýjanleg
auðlind og bruni þeirra því ósjálfbær
í sinni tærustu mynd. Bruninn er ein
skiptis aðgerð. Við erum sem sagt að
tæma auðlind og þannig ræna henni
frá næstu kynslóðum. Það má líkja
jarðefnaeldsneytisauðlindinni við
risastóran bankareikning sem hefur
þann galla að hann er algerlega vaxta
laus og það verður aldrei lagt inn á
hann. Það þarf engan fjármálasnill
ing til að átta sig á að gegndarlausar
úttektir, úr jafn aumum bankareikn
ingi, munu á endanum koma okkur
í vandræði.
Heilsuvandamál
Bruni jarðefnaeldsneytis veldur mjög
heilsuspillandi mengun. Þetta er
alvöru mál sem allt of lítið er fjallað
um. Í nýlegri rannsókn frá Harvard
háskóla er áætlað að bruni jarðefna
eldsneytis valdi ótímabærum dauða
yfir 8 milljón jarðarbúa á ári hverju.
Miklu fleiri verða svo fyrir óþarfa
heilsubresti þó að bruninn komi þeim
kannski ekki algerlega í gröfina. Hafa
ber þetta í huga þegar talað er gegn
innleiðingu á hreinni orku.
Ójöfn skipting auðlinda
Eitt af vandamálum jarðefnaeldsneytis
er að auðlindin skiptist svo sannarlega
ekki jafnt á milli jarðarbúa. Þessi
staðreynd hefur valdið miklum óróa í
gegnum tíðina og stundum hafa stríð,
með tilheyrandi mannfalli, hreinlega
snúist um olíuauðlindir. Raforka á
rafbíla er að mestu framleidd í hverju
landi fyrir sig og því mun minni hætta
á alvarlegum átökum.
Losun við framleiðslu og flutning
Eitt af skítugu leyndarmálum olí
unnar er sú staðreynd að olía verður
ekki til á bensínstöðvum. Það þarf að
bora eftir olíu erlendis, flytja hana í
olíuhreinsistöðvar, dæla á skip, flytja
til landsins, koma henni á flutninga
bíla, keyra hana á stöðvarnar og dæla
síðan í geymslutanka. Allt þetta bras
kallar á orkunotkun og losun gróð
urhúsalofttegunda. Bruni eldsneytis
í bílnum þínum segir því ekki alla
söguna þegar kemur að losun gróður
húsalofttegunda og hluti losunar sem
bíllinn þinn veldur verður til erlendis.
Þó svo að sú losun lendi í loftslags
bókhaldi annarra landa þá er hún á
þinni ábyrgð og skilar sér í sameig
inlegan lofthjúp okkar heimsborgar
anna. Sama á við um rafbíla en öll
framleiðsla raforkunnar á sér stað
hér á landi og íslensk raforka losar
þar að auki nánast ekkert.
Mengun jarðvegs, sjávar og vatns
Olía getur lekið og mengað vistkerfi.
Einn lítri af olíu getur eyðilagt milljón
lítra af drykkjarvatni. Ótal stór olíu
slys hafa orðið í gegnum tíðina en
minni lekar geta líka skemmt veru
lega eins og nýlegt dæmi frá Hofsósi
sýnir. Þar var íbúðarhús dæmt óí
búðarhæft eftir leka frá nærliggjandi
olíutanki. Eitthvað minna er t.d. um
slíka leka frá hraðhleðslustöðvum.
Olía er eldfim
Það vita flestir að olía er eldfim en
oft gleymist hversu alvarleg slys
verða stundum við olíuflutninga,
sérstaklega í þróunarlöndunum. Nú
nýverið lést 131 í slíku slysi í Síerra
Leóne en 85 létust í svipuðu slysi
í Tansaníu árið 2019 og fimmtíu
í Kongó árið 2018. Flutningur á
raforku veldur sjaldnast slíkum
slysum.
Jarðefnaeldsneyti hefur lengi verið
lykilþáttur í efnahags uppbyggingu
þjóða síðustu hundrað ár enda lengi
vel nánast eini orkukosturinn í boði.
Nú eru hins vegar breyttir tímar með
fjölbreyttum grænum orkulausnum.
Margt þarf vissulega að bæta þegar
kemur að grænum lausnum og sem
betur fer er verið að vinna að því. Við
hljótum þó að vera sammála um að
þessar lausnir eru að lágmarki tals
vert skárri kostur en ósjálfbær bruni
jarðefnaeldsneytis.
Sigurður Ingi Friðleifsson,
framkvæmdastjóri Orkuseturs
Sigurður Ingi Friðleifsson.
Frá Bændasamtökum Íslands:
Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt
15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð
fer, meðal annarra verkefna, með stjórn
Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er
samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og
reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni.
Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna
í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í
eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt
auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar.
Fagráð í hrossarækt
Bændahöllinni v/Hagatorg
107 Reykjavík.
Fagráð í hrossarækt.
Fagráð tekur ákvörðun um styrkveitingar í desember 2020. Nánari upplýs-
ingar fást hjá Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins (elsa@rml.is). Frestur til að
skila inn umsóknum er til 5. desember 2021 og skal umsóknum skilað til:
Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is
Vertu vinur okkar á Facebook
Sæti og varahlutir í
- Lyftara
- Vinnuvélar
- Vörubíla
- Báta
Bænda
2. desember