Bændablaðið - 18.11.2021, Side 56

Bændablaðið - 18.11.2021, Side 56
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202156 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Jörðin Arnþórsholt hefur verið í eigu og ábúð sömu fjöl- skyldu síðan 1919 þegar hjónin Magnús Sigurðsson og Jórunn Guðmundsdóttir fluttust þangað búferlum frá Vilmundarstöðum í Reykholtsdal. Jónmundur Magnús er barnabarn þeirra hjóna og varð þriðji ættliður sem stundar búskap í Arnþórsholti þegar hann og kona hans tóku við búi af foreldrum Jónmundar árið 2015. Býli: Arnþórsholt. Staðsett í sveit: Arnþórsholt er í Lundar reykjadal, hjarta Borgar­ fjarðar. Ábúendur: Hjónin Jónmundur Magnús Guðmundsson (Mangi) og Ragnhildur Eva Jónsdóttir. Einnig búa á bænum foreldrar Jónmundar, hjónin Guðmundur Magnússon (Dúddi) og Elva Björk Jónmundsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Í Arnþórsholti búa hjónin Jónmundur og Ragnhildur ásamt börnum sínum þrem, Skarhéðni Jóni, níu ára, Ellý Stefaníu, sjö ára og óskírðri Jónmundsdóttur, tæplega tveggja mánaða. Hundurinn Gáta og kisan Lísa. Stærð jarðar? 356 ha. Gerð bús? Sauðfjárbú, taðhús og öllu gefið á garða. Fjöldi búfjár og tegundir? Á fóðrum í vetur verða um 190 eldri ær, um 50 gemlingar og 10 hrútar. Því til viðbótar eru 7 hross og 2 folöld. Einnig bættist í hópinn 2 geitur þegar húsfreyjan varð þrítug í haust. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn vinnudagur, eftir að kindurnar eru komnar á gjöf, hefst stundvíslega kl. 7. Þá hendir Mangi sér út í hús að gefa og Ragnhildur fer í að vekja krakkana og koma þeim í skólabíl. Eftir gjöf er tekinn morgunmatur og kaffibolli. Eftir það er farið í vinnu utan bús, Mangi er húsasmiður svo hann er oftast nær að smíða fram til um fimm á daginn. Ragnhildur er lögfræðingur svo hún tekur að sér verkefni sjálfstætt og starfar í hlutastarfi hjá Búhag ehf. sem bókari. Ragnhildur er komin heim fyrir skólabíl, þegar börnin koma heim með bílnum, til að taka á móti þeim. Aðra daga er hún að sækja á æfingar seinnipartinn. Að vinnu lokinni hjá Manga, um fimm, þá taka við seinni gjafir og vinnudagurinn er að klárast upp úr sex. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörf­ in í huga bóndans eru leitir, réttir og fjárrag að hausti. Leiðinlegustu bústörfin eru tiltekt og hreingerning eftir sauðburð. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Mjög líklegt er að búskapurinn verði í sömu mynd eftir 5 ár en vonir standa til að hagur sauðfjárbænda fari að vænkast og hægt verði að byggja og bæta aðstöðu samhliða því að fjölga í stofninum. Draumurinn er að Mangi geti haft sauðfjárrækt að fullu starfi. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Helsta tækifærið er að fá neytendur til að átta sig betur á því hversu mikla gæðavöru íslenskir bændur eru að framleiða. Einnig væri gott að sjá innfluttar búvörur standast sömu kröfur og vera í sama gæðaflokki og framleiðslan hér innanlands. Þó það sé dýrt að framleiða matvöru á Íslandi þá myndi þetta skapa réttlátari samkeppnisstöðu gagnvart innflutt­ um matvælum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör og sulta. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimatilbúið slátur með íslenskum rófum og íslenskum kart­ öflum slær alltaf í gegn. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það vekur alltaf gleði að sjá kindurnar koma niður í rétt á hverju hausti og þar standa upp úr fyrstu réttirnar eftir að við fórum að reka upp á Oddstaðaafrétt og áttum fé að ráði í réttum. Kryddjurtahjúpaður lambahryggvöðvi – með grænkáli, brokkolí og ratatouille Kryddjurtahjúpaður lamba- hryggvöðvi › 1-2 stk. lambafille › Marinering: › 1 stk. sítrónubörkur af einni sítrónu › 2 stk. grein rósmarín › nokkrar greinar timian › 3 g geirar hvítlaukur › 50 ml olía › smá pipar › hunang og sinnep eftir smekk Aðferð Vinnið saman kryddið í mat­ vinnsluvél eða mortéli og krydd­ leggið kjötið í allt að 24 klst. Brúnað 70 prósent á fituhliðinni á pönnu, kryddað með salti og pipar. Penslið með hunangi og sinnepi. Bakið í ofni í 90 gráður eða þar til kjötið nær 55 í kjarna, svo skotið á kjötið í þrjár mínútur á hærri hita (130 gráður) – eða þar til kjötið nær 60 gráðum í kjarna. Setjið svo fullt af íslensku grænmeti og notið tækifærið á meðan það er enn til í verslunum. Grænkál og brokkolí gefa fallegan lit, eða notið grænmeti úr gróðurhúsum sem hægt er að fá íslenskt allt árið. Til dæmis er ratatouille mjög gott sem meðlæti. Ratatouille: › ½ stk. grænn kúrbítur › ½ stk. gulur kúrbítur › ½ stk. eggaldin › 3 stk. paprika blandaðir litir › Tómatmauk eða niðursoðnir tómatar › salt og pipar › 1 búnt basil Aðferð Paprikan smurð með olíu og ristuð í ofni á 230 gráðum í um 10 mínútur eða þangað til hún verður vel gullbrúnuð að utan. Þá er hún sett í dall og lokað með plastfilmu, skræld og skorin í teninga – um tvo sentímetra á kant. Allt grænmetið er skorið í eins ten­ inga og paprikan, svo er það létt­ steikt, hver tegund sér til að halda litnum, á pönnu í olíu þar til það verður al dente, því haldið aðskildu og snöggkælt á bakka og látið leka allan umfram safa úr. Rétt áður en leggja á upp þá er grænmetinu blandað og kryddað til með tómat purra, basil, salti og pipar. Og setjið fallega á diska. Superfood blá spirulina smoothie- skál Hlaðin ofurfæði og ávöxtum, skál sem er ljúffeng og orkuhlaðin, hollur morgunverður sem er mjög auðvelt að búa til sjálfur. Hollir bláþörungar gefa fallegan lit og fullt af næringarefnum, fæst í heilsubúðum og á netinu. › 1 bolli bananar, frosnir, skornir í bita › 2 bollar mangó, frosið, skorið í bita › 1/2 tsk. blátt spirulina duft › 3/4 bolli möndlumjólk, ósykruð, óbragðbætt (meira ef þörf krefur til að fá þá þykkt sem þú vilt.) › Möndlur, granóla, jarðarber, bláber, hindber, kókos, hampfræ og ögn af hunangi til að nota sem álegg ef vill. Bætið öllu hráefninu í matvinnsluvél eða öflugan blandara. Púlsið þar til það er blandað og slétt. Hellið í skál og toppið ef vill með áleggi að eigin vali. Til dæmis eru möndlur, granóla, jarðarber, bláber, hindber, kókos, hampfræ og ögn af hunangi. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari bjarnigk@gmail.com Arnþórsholt

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.