Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Síða 8

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Síða 8
GYLFI GUÐJÓNSSON, arkitekt: BYGGJUM FYKIK ALLA í tilefni alþjóðadags fatlaðra. Bæjarskipulag og hönnun íbúða með tilliti til fatlaðra. Að undanförnu hafa umhverfis- og skipulagsmál verið mjög til umræðu hér- lendis. Áhugi almennings á umhverfinu hefur farið vaxandi í seinni tíð, enda mörgum orðið ljóst, að umhverfisleg áhrif ýmiss konar eru snar þáttur í lífi hvers einstaklings. Áhugamannafélög og íbúasamtök hafa verið stofnuð, sem ætlað er það hlutverk að gæta hagsmuna almennra borgara í umhverfis- og skipulagsmálum. Til þessa hafa slík samtök einkum stað- ið vörð um nokkuð afmörkuð verkefni, svo sem gamla miðbæinn í Reykjavík, endur- nýjun hans og einstakar framkvæmdir í Kvosinni. Skemmst er að minnast f jölmennra mót- mælafunda vegna staðsetningar Seðla- banka, skipulags Grjótaþorps og fyrir- hugaðra byggingaframkvæmda við Aðal- stræti. GYLFI GUÐJÓNSSON Hart hefur verið deilt um þessi mál- efni, enda hagsmunir ólíkir og viðhorfin misjöfn. Það er ekki ætlun mín í þessu erindi að gera neina úttekt á stöðu eða starfsemi áhugamannasamtaka um umhverfismál. Hins vegar vildi ég í þessu sambandi í til- efni alþjóðadags fatlaðra vekja sérstaka athygli á málefni, sem algjörlega hefur orðið útundan í umhverfismálaumræðu síðastliðinna ára. Hér á ég við skipulags- og byggingamál með tilliti til sérþarfa hreyfiskertra. Alþjóðasamband fatlaðra hefur allt frá árinu 1960 valið þriðja sunnudag í mars, ár hvert, til þess að kynna og berjast fyrir ýmsum sérhagsmunamálum fatlaðs fólks. Eitt málefni hefur verið tekið fyrir í senn og í ár er sjónum almennings einkum beint að umhverfissköpun og hönnun bygginga. Hér er um að ræða baráttumál, sem tví- 6 sjálfsbjurg

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.