Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Síða 11

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Síða 11
syn, að hérlendis verði settar hið fyrsta formlegar sérsamþykktir og tilmæli um slíkar íbúðir, staðsetningu þeirra, gerð, lágmarksstærðir, búnað og innréttingar. Einnig er nauðsynlegt, að bæjar- og sveit- arstjórnir marki ákveðnari stefnu en hing- að til, hvað varðar fjölda og staðsetningu sérhannaðs húsnæðis til handa hreyfi- skertu fólki. Þá er ég kominn að því fatlaða fólki, sem búið gæti í almennu íbúðarhúsnæði, hvar sem væri, lifað sjálfstæðu lífi með sér og sínum, ef bæjarskipulag og hönn- un almennra íbúða miðaðist meir við sér- þarfir þess. Hér er, eins og ég gat um áðan, um að ræða stærsta hópinn meðal fatlaðra. Það er einkum í málefnum þessa fólks, sem hægt er að gera stórvirki, og jafnvel án þess að kosta neinu verulegu til fjárhagslega. Að mestu er það spurning um skilning á málefninu, raunsæi gagnvart lögmálum lífsins, framsýni til óþekktra tíma og breytilegra aðstæðna og síðast en ekki síst fyrirhyggju fyrir sér og öðrum. Ég gat þess í upphafi erindisins, að í það minnsta 10% landsmanna byggju ein- hvern tíma ævi sinnar við skert ferðafrelsi sökum fötlunar. Hjólastóllinn er aðalfarartæki margra þeirra. En hvað hefur verið gert til þess að þetta fólk komist leiðar sinnar? Næstum allt virðist sjálfsagt til þess að fullfrískt fólk komist um í bifreiðum sínum. Akvegir eru lagðir svo að segja um allar jarðir og brýr byggðar næstum yfir hvað sem er. Hins vegar heyrist fátt eitt um aðal- farartæki margra hreyfiskertra, né áform um, að þeir komist betur leiðar sinnar í framtíðinni en hingað til. Svo til hver einasta lóðarinnkeyrsla í Reykjavík er þannig úr garði gerð, að bifreiðar geti farið þar mjúklega um. Hins vegar fyrirfinnst vart sú sebragang- braut í borginni, þar sem hægt er að kom- ast hjálparlaust yfir götu í hjólastól. Brýna nauðsyn ber til, að hið allra fyrsta verði gerðar nauðsynlegar breyt- ingar á gildandi byggingarsamþykktum og skipulagslögum með sérþarfir hreyfi- skertra í huga. — En það er ekki nóg, því að auk þess þarf að koma til veru- leg hugarfarsbreyting okkar meðborgar- Skábrautir eiga ekki að vera Iengri en 6 m, þegar þœr eru brattari en 1:20. Mesta hœkkun, sem hœgt er að leyfa er 1:12, en það krefst að hœðarmunur sé ekki meiri en 0.5 m og þœgilegt hand- rið sé beggja vegna við skábrautina. — Sé hœðarmunur meiri en 0.5 m, verður að skipta skábraut- inni með láréttum hvíldarstöðum, sem eru minnst 1.5 m langir. SJÁLFSBJÖRG 9

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.