Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Qupperneq 17

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Qupperneq 17
SVERRIR BERGMANN lœknir: UM FATLANIR SVERRIR BERGMANN Maður fer um í hjólastól, annar á hækj- um eða við staf og hinn þriðji riðar eða gengur skjögrandi. Þetta er fatlað fólk. Vandamál þess eru í eðli sínu hin sömu, þótt auðvitað séu þau mismikil. Sá, sem álengdar stendur, skynjar vandann, að þvi leyti sem hann veltir honum fyrir sér, en þó aldrei til fulls. Það getur sá einn, sem reynir. Fyrir hinn utanaðkomandi er fötl- unin ein og hin sama, þrátt fyrir breyti- lega mynd og kannski skiptir það ekki svo miklu máli, þótt menn hugsi svo, en til- gangur þessarar greinar er þó að vekja athygli á því, hversu margar orsakir liggja til bæklunar og gera stuttlega grein fyrir þeim helstu, aðeins svo að við áttum okkur á, hversu mörgu geti verið til að dreifa, hve margt sé að varast og að hve mörgu að gá, enda þótt fötlunin sýnist oft annarri keimlik, aðeins á misháu stigi. Hér verður aðeins rætt um líkamlegar bæklanir en hinum andlegu sleppt. Þær sjást og ekki ávallt á ytra borði. Hvaðan kemur okkur afl og hreyfing? Áður en lengra er haldið, er nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir vissum grund- vallaratriðum. Allt afl og eðlileg hreyfing á upptök sín í heila. Þar eru stöðvar sem gefa okkur mátt, samræma hreyfingar og gera okkur kleift að skvnja með eðlilegum hætti snertingu, sársauka og stöðu á limum og bol. Við hugsum oft um þessar stöðvar sem væru þær aðskildar vegna þeirra sér- stöku verkefna sem þær annast, en við vit- um hinsvegar vel að þær vinna saman í flóknu og margbreytilegu samhengi. En allar verða þessar stöðvar að senda boð sín um heilann sjálfan og eftir heilastofn- inum og mænunni út í taugarnar, til vöðv- anna og húðarinnar. Þá má ekki gleyma þætti hinna ýmsu skynfæra og kannski byggist allt okkar sjálf á því sem við skynj- um, heili okkar vinnur síðan úr og kemur síðan fram í tjáningu okkar, hreyfingum og athöfnum, eða því sem einu nafni má kalla framkomu. Hvar sem sjúkdómur eða slys valda skemmdum í einstökum stöðv- um heilans eða í brautum þeim sem flytja boð hans um heilastofn, mænu og taugar, eða þá að skemmdir eru í vöðvunum sjálf- um, verða af bæklanir, sem eru í raun tals- vert ólíkar, eftir því hvar meinsemdin er staðsett, enda þótt oft fari sá munur fram hjá mörgum. Hér eftir mun ég nota orðið meinsemd og geri þá ekki upp á milli, hvort að baki er sjúkdómur eða slys nema þegar sérstaklega á við. SJÁLFSBJÖRG 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.