Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Qupperneq 20

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Qupperneq 20
taugum. Þessir sjúkdómar lýsa sér með slöppu máttleysi í höndum og fótum. Mátt- leysið vill breiðast upp eftir handleggjum og upp eftir kálfum og jafnvel lærum. Gíf- urleg rýrnun fylgir jafnan og raunar einn- ig oft skyntruflanir, þar sem taugarnar flytja ekki aðeins aflboð heldur og skyn- boð. Fólk sem af þessum sjúkdómum þjá- ist, vill sletta fótum þegar það gengur og er óstöðugt í göngulagi, klaufskt í höndum jafnvel oft meira en svarar til máttleysis- ins og valda þá um skyntruflanirnar. Marg- ar orsakir eru þekktar fyrir taugabólgum og er jafnan léitað þeirra. Þar er éinna algengust sykursýki, einnig óhófleg vín- drykkja og skortur á vissum bætiefnum. Finnist þessar orsakir má að vonum oft ráða bót á þessum sjúkdómum og draga úr áhrifum þeirra á taugakerfið, en ella hafa flestar þessar taugabólgur tilhneig- ingu til að fara heldur versnandi þótt oft sé það mjög hægt og raunar í flestum til- fellum sem betur fer aðeins upp að vissu marki. Loks skulu svo sjúkdómar í vöðvunum sjálfum nefndir sem dæmi um meinsemdir í neðri hluta aflkerfisins. Flestir eru þessir sjúkdómar sjaldgæfir, því miður oft al- varlegs eðlis hjá ungviði, en ganga hægt fyrir sig ef þeir byrja á fullorðinsárum. Það er hins vegar sameiginlegt einkenni vöðvasjúkdóma, að máttleysið kemur fyrst og fremst fram í vöðvum þeim, sem mynda axlargrindina annars vegar og mjaðmar- grindina hins vegar. Af þessu leiðir sér- stakt vaggandi göngulag, vegna þess hve vöðvar mjaðmargrindarinnar eru slakir. Þeir sjúklingar sem þjást af sjúkdómum í vöðvunum sjálfum eins og fyrr er lýst, eiga erfitt með að ganga upp í móti, einnig upp stiga eða jafnvel að reisa sig úr stól. Þeir hafa hins vegar oft ágætt afl í kálfum og fótunum sjálfum. Með sama hætti eiga þeir erfitt með að vinna allt sem heitir upp fyr- ir sig og gerir þetta þeim jafnvel stundum erfitt með að klæðast. Þeir eru hins vegar oft sterkir í höndum og framhandleggjum. Yfirleitt eru engar orsakir nægjanlega vel þekktar fyrir þessum vöðvasjúkdómum og því upp á litla lækningu að bjóða. Sjálf- sagt er að viðhafa æfingameðferð eins og unnt er og nota þann útbúnað sem að gagni má koma til að vinna gegn því sem af bækluninni leiðir fyrst og fremst. Meinsemdir í litla heila og brautum hans. Til þess að hreyfing okkar sé eðlileg er ekki nægjanlegt, að aflið eitt sé óskert. Ýmsir aðrir hlutar heilans taka þátt í því að gera hreyfinguna alla í heild eðlilega. Best þekkt í því sambandi er starfsemi litla heilans og þeirra brauta, sem frá hon- um ganga um heilastofn og mænu og það- an út til líkamans. Hlutverk litla heilans er fyrst og fremst að samræma hreyfingar, skapa þeim eðli- legan takt og leggja sitt af mörkum til þess að viðnám í vöðvum sé sem heilbrigð- ast. Sjúkdómar, sem leggjast á litla heil- ann, hvort heldur eru blóðrásartruflanir, æxli, slys eða sjaldgæfir meðfæddir og eða arfgengir sjúkdómar lýsa sér allir í því, að sjúklingar verða mjög óstöðugir í gangi. Þeir þurfa að ganga breiðspora, hættir við að taka mislöng skref og leita á víxl til vinstri eða hægri, þótt stundum sé öllu meira út á aðra hvora hliðina og eiga þannig í öllum tilvikum erfitt með að ganga beint. Þeim hættir að sjálfsögðu til að detta og við þetta bætist síðan að allar fínar hreyfingar verða klaufskar og rykkj- óttar og getur það háð fólki mjög við ein- földustu hluti eins og að matast, klæða sig og sinna einfaldasta hreinlæti. Því miður er það allt of algengt, þegar þetta fólk fer leiðar sinnar, að vegfarendur telja það vera drukkið, svo keimlíkt sem göngu- lag þess er oft drukkins manns. 18 SJÁLFS fíJÖRG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.