Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Side 28

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Side 28
Lyftu- búnaður á hlið. nefnd. Margt af þessu fólki á í erfiðleikum eða getur ekki notfært sér venjulega þjón- ustu almenningsvagna, sem yfirleitt er sniðin að þörfum heilþrigðra. Gönguleiðir að og frá viðkomustöðum eru of langar fyrir þetta fólk, inn- og útstig í vagnana of hátt o. s. frv. 1 þessu sambandi skal þess getið, að úr síðara atriðinu hefur að nokkru verið bætt með því að lækka inn- og útstigshæð á neðsta þrep í tröppum um 10-15 sm, eða úr 40 sm í 25-30 sm. Við íslenskar aðstæður fylgir þessari breyt- ingu þó sá galli, að í snjóþyngslum er örð- ugra fyrir strætisvagna að komast leiðar sinnar. Skipting eftir eðli hreyfihömlunar. 1 opinberum rannsóknum, sem fram- kvæmdar hafa verið í Svíþjóð, Kanada, Bandaríkjunum og Bretlandi, kemur fram, að allt að 12,5% íbúa þessara landa eru á einn eða annan hátt hreyfihamlaðir, í mis- munandi mæli þó, svo sem fram kemur í niðurstöðum sænskrar rannsóknar, sem gerð var á árinu 1975 (HAKU-utredning) og áður er vikið að. Þar kemur fram, að u. þ. b. 0,25% allra íbúa Svíþjóðar séu það alvarlega hreyfihamlaðir, að ekki verði komist af án sérhannaðra bifreiða og aðstoðar hjálparmanna við flutningana. Til þessa hóps teljast þeir, sem háðir eru hjólastólum, þ. e. lamaðir, fólk með fasta liði og blindir. 2,75% geta ekið bíl eða með miklum erfiðismunum notað strætis- vagna. 3% geta notað strætisvagna með nokkrum erfiðismunum, en þarfnast á eng- an hátt sérhannaðra bifreiða. Þau 6%, sem þá eru eftir, eru á einhvem hátt hreyfihamlaðir, en þó ekki svo alvarlega, að tilefni sé til sérstaklega skipulagðra samgangna. Væru sænsku hlutfallstölurn- ar heimfærðar á Reykjavík og þar byggju 84 þúsund manns, lítur dæmið þannig út: 210 einstaklingar væru í 0,25%-hópnum, 2310 í 2,75%-hópnum, 2520 í 3%-hópnum og 5040 í 6%-hópnum eða alls 10080 manns. Sambærilegar rannsóknir eru ekki fyrir hendi hér á landi. Hins vegar hefur könnun Jóns Björnssonar, sálfræðings, um atvinnumöguleika öryrkja í Reykjavík leitt 26 SJALFS BJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.