Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 32

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 32
„ . . . sem mér kunnugt, að ekki muni margir vera á landinu, sem eigi geti lesið og skrifað móðurmál sitt. Þetta er mátt- ugur og dýrlegur hlutur . . .“ Þannig komst Pétur Palladius, Sjálands- biskup að orði í bréfi til íslendinga árið 1546. Þetta var svo máttugur og dýrlegur hlutur, að hvorki Palladiusi biskupi né öðrum kom til hugar að senda út hingað danskar guðsorðabækur, sem á sama tíma flæddu yfir Noreg og Færeyjar og vitan- lega ekki án afleiðinga fyrir mál og menn- ingu. Um þetta leyti urðu mikil og merk tíma- mót í íslenskri bókagerð: Prentlistin var að nema hér land. Faðir prentlistarinnar, Jón biskup Arason, fékk prentsmiðju til Hóla um 1530. Það er til marks um duttl- unga sögunnar, að ekki er vitað með vissu hvenær þetta gerðist, en fyrsta bókin var prentuð á Hólum fyrir 1535. Fyrsti prent- arinn var sænskur prestur, Jón Matthías- son, talinn lærður vel. Árið 1535 varð hann prestur að Breiðabólsstað í Vesturhópi og flutti prentsmiðjuna með sér þangað. Fyrsta bókin, sem prentuð var, Breviarium Holense, var handbók fyrir presta, á latínu. Síðasta heila eintakið, sem vitað er um, lenti í eigu Árna Magnússonar og brann ásamt fleiri kjörgripum í Kaup- mannahöfn 1728. Tvö blöð úr þessari merku bók eru þó enn til — í Konungs- bókhlöðu í Stokkhólmi. Þess má geta að Norðmenn fengu ekki sína fyrstu prent- smiðju fyrr en um 120 árum síðar en Is- lendingar. Allt fram að þessum tímamótum höfðu fróðleiksfúsir Islendingar lært að lesa á handrit. Af því leiddi að lestrar- og skrift- arnám var í nánari tengslum en síðar varð. Áður en pappírinn kom til sögunnar var bókagerð alíslenskur iðnaður. Húsdýrin lögðu til skinnið, „blekið“ fékkst úr jurta- 30 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.