Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Qupperneq 33

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Qupperneq 33
og steinaríkinu og pennarnir frá fuglun- um. En hverjir beittu pennunum? Enginn veit hvenær bókagerð hófst á íslandi. Ef til vill voru allra fyrstu land- nemarnir læsir og skrifandi, þó engar sög- ur fari af lestrar- og skriftarkunnáttu Ingólfs Arnar- eða Björnólfssonar. — „Norsku víkingarnir“ — landnemarnir eða innrásarliðið — fundu „bækur írskar“ í nýja landinu. Skrift er höfundi Völuspár ekki framandi: „skáru á skíði“ stendur þar. Gísli Súrsson gat „hripað orðsend- ingu á miða“, ef á lá. Höfundur Egils- sögu gerir ráð fyrir að Þorgerður Egils- dóttir Skalla-Grímssonar hafi kunnað að skrifa. Mætur maður og margfróður hef- ur sagt eitthvað á þá leið, að „sér kæmi ekki á óvart, þó Egill Skalla-Grímsson hefði lært eins og eitt eða tvö orð í latínu, á öllu þessu flandri sínu“, og svo má lengi telja. Islendingar hafa aldrei getað lifað af brauði einu saman, án viðbits og viðbitið hefur lengst af verið bœkur, enda sagt að betra sé berfættum en bókarlausum og blindur sé bókarlaus maður. Islendingar hafa á öllum öldum orðið að vinna sér og sínum til lífs, enda sagt að þeir eigi ekki mat að fá, sem ekki nenni að vinna. En þrátt fyrir allt hefur miklum tíma og verðmætum verið varið til bókagerðar og afköstin við skriftirnar verið með ólík- indum. Sagt hefur verið, að á blómaskeiði sagnaritunarinnar, sé engu líkara, en annarhver maður hafi verið önnum kaf- inn við skriftir og eru þá mörg handtök ótalin. Þegar haft er í huga, að í Flateyjar- bók eina fóru meira en 100 skinn, hlýtur að vakna ljós grunur um hvílík óhemju vinna hefur verið lögð í gerð hverrar skinnbókar. Enn er þó ótalin vinna við efnisöflun og úrvinnslu. Ætli „þeir gömlu“ hafi komist af án þess að „gera uppkast"? Ætli álíka snilldarverk og Njála hafi fæðst án þrauta, án fyrirhafnar? Það sakar ekki að spyrja prentarana — svartlistar- mennina — hvernig a.m.k. fyrsta próförk lítur út, þegar þeir endurheimta hana úr höndum höfundar og prófarkalesara. Þá er víst stundum búið að „leiðrétta“ fleira en prentvillur, jafnvel þó þokkalega hafi verið frá handritinu gengið og það í engu borið svip af flausturslegu uppkasti. Óhætt mun að hafa fyrir satt, að Is- lendingar hafi ávallt litið á bókagerð sem nauðsynlega vinnu. Bókin var og er von- andi enn, hluti af daglegu viðurværi þjóð- arinnar. Af þessu leiddi, að svo gífurleg- ur fjöldi handrita varð lestrarfýsninni að bráð, að það, sem varðveist hefur er naumast nema sýnishorn. Skrifararnir, þó margir væru, höfðu vart undan að fylla í skörðin. Og svo kom prentlistin og þar með var fjöldaframleiðslan komin til sög- unnar, en því miður voru þessi tæki á fárra höndum. Bein og óbein ritskoðun hlaut að verða á næsta leiti og miklu auð- veldari í framkvæmd, en áður var. Af þeim sýnishornum, sem varðveist hafa er ljóst, að mörg handritanna hafa verið og eru hrein listaverk. Til að gera slík listaverk hefur þurft að fara saman agaður andi, traust og lipur hönd og ekki síst, skörp sjón. Það er almenn regla, að sjón manna fer að daprast milli fer- tugs og fimmtugs, en með aukinni og bættri lýsingu er unnt að hamla gegn af- leiðingunum — í bili. Það er undantekn- ing en alls ekki regla, að fólk haldi skarpri sjón fram á elliár. Það mun engin ástæða vera til að ætla að þessu hafi verið annan veg farið fyrr á öldum, en þá voru „skrif- borðslamparnir" vægast sagt af allt ann- arri gerð en nú tíðkast. Á myndum, sem eiga að sýna skrifara, jafnvel sögualdarskrifara, sést oftast síð- skeggjaður öldungur, með skrifpúlt á FRAMHALD á bls. 14. SJÁLFSBJÖRG 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.