Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Síða 35

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Síða 35
Mér varð það að sjálfsögðu ljóst, er ég fór að kynna mér hestana, að ekki voru þeir allir þeim kostum búnir að geta veitt börnum það öryggi, sem af þeim yrði kraf- ist og einsetti mér það markmið að taka einungis þá hesta, sem þægilegastir voru í umgengni og það rólegir að fara á bak þeim, að kallast mætti allt að því barna- hestar. Nokkrar breytingar voru því óum- flýjanlegar þegar þetta var haft í huga. Um hálfan mánuð eða meira var ég við þjálfun þessara hesta og taldi loks að nú væri hægt að fara með þá, þannig að ekki þyrfti lengur að reikna með neinu óvæntu. Hestarnir lentu svo í New York þann 7. júní í sumar og fóru strax í sóttkví. Þar var meiningin að þeir dveldu í 4—5 daga, en á öðrum degi var hringt og mér tjáð, að þeir mættu fara úr sóttkvínni hvert sem væri. Þessir hestar væru al- gerlega heilbrigðir og útlit þeirra í besta lagi. Þegar ég sótti þá, sagði einn dýra- læknanna, að þessir hestar væru einhverjir þeir heilbrigðustu sem hann hefði séð. Varð hann ákaflega undrandi er ég sagði honum frá íslenskum aðstæðum og höml- um varðandi innflutning dýra og öllum sóttvörnum gegn ýmsum kvillum, sem herjuðu Evrópu. Hestarnir 30 komu til Glen Cove og voru strax settir í hús, sem var ætlað fyrir þá ásamt þrem hestum íslenskum, sem voru keyptir eftir Ameríku-reiðina miklu í fyrra. Á næstu dögum var hafist handa við að járna og láta þá venjast umhverfinu, sem er mest skógi vaxið og sér hvergi í næsta nágrenni. Hestarnir voru hafðir í hólfum, sem voru höggvin í skóginn, svo að þau mynduðu rjóður, en girt var í kring með trönum. Gras var lítið sem ekk- ert, en hestunum gefið hey tvisvar á dag. Hestarnir voru líka hýstir yfir nóttina, og reknir inn um stundu fyrir sólarlag. Þótt segja mætti að svæðið sem þeir höfðu væri þröngt, sættu þeir sig alveg ágætlega við allar aðstæður og varla kom fyrir að hestur færi út úr hólfi eða nokk- ur ágangur væri á girðingunni eða trön- unum. Ekki varð vart neinna sjúkdóma þann tíma, sem ég dvaldi þar ytra, og kannski mætti segja að full snemmt væri að hest- arnir næðu smiti eða fengju einhverja kvilla, þar sem þeir voru næstum alltaf á sama svæði og umgengust ekki neina út- lenda hesta. Næstum daglega skoðuðum við hestana með tilliti til þess, ef þeir fengju útbrot vegna sólarhitans, sem eina vikuna var samfellt um 40 stig. C. En hvorki þá né síðar varð nokkurra ein- kenna vart, og aldrei þurfti að kalla til dýralækni vegna þessarra hesta. Hestunum var riðið eftir því sem við varð komið hvern dag, misjafnlega mikið eftir ástæðum. Suma þurfti að þjálfa næst- um daglega, einkum þá sem viðkvæmastir voru. Aðrir voru vandir á að hlýða þeim reglum sem endurhæfingartímarnir kröfð- ust af þeim, og þeir hestar sem skyldu verða sporthestar voru þjálfaðir jafnhliða þessu og þá riðið mest á tölti, auk þess leyft að fara frjálst á hringvelli eða eftir skógarstígnum. Þegar ég kom út skýrðist myndin að sjálfsögðu fyrir öllum aðstæðum og þeim kröfum, sem gera þurfti til hestanna eftir atvikum. Endurþjálfun á hestbaki er alveg nýtt fyrirbæri í Ameríku í þeirri mynd, sem þarna fór fram. Til þessa hefur verið það sjónarmið ríkjandi að gera reiðmenn úr hinum fötluðu og veita þeim á þann hátt þann munað til jafns við heilbrigða að fara á hestbak. Nú hefur hinsvegar verið snúið frá þessu að nokkru leyti og barnið eða sá sem þjálf- unar þarf við er settur á hestbak til þess að árangur líkamsþjálfunar verði sem mestur. Það hefur sýnt sig að börn sem SJÁLFSBJÖRG 33

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.