Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Síða 38

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Síða 38
Vinirnir Ylur, Brúsi og Oddný. ara. Þegar börnin gera þessar æfingar sem miða að því að veita þeim líkamlegan styrk og byggja upp hreyfingasamband við hest- inn má oft sjá á svip þeirra og fasi, hversu vel þeim líður að geta teygt úr sér við mjúkar hreyfingar hestsins, sem þolin- móður býður sinn mýksta gang til þess að árangur verði sem mestur. Þegar þau, sem við hreyfingar- eða taugaerfiðleika eiga að stríða, hafa náð fullu jafnvægi yfir sínum eigin líkama á hestbaki við fjaðurmagnaðar hreyfingar hestsins má segja að þá stundum veiti það þeim meiri lækningu og styrk en nokkurt annað lyf getur veitt og hafa endurhæf- ingarlæknar og jafnvel sálfræðingar veitt þessu athygli í æ ríkara mæli. íslenski hesturinn hefur þegar hlotið viðurkenningu sem hentugur hestur í þessu skyni, þar sem mýkt hans, stærð og geðs- lag hefur þótt öðrum hestum fremra. Rannsóknir vísindamanna á tölthreyf- ingu hafa sýnt að það kemst næst því að vera eins og hreyfingar gangandi manns og hesturinn því sérstaklega mikilvægur á sviði endurhæfingar. En verður þá íslenski hesturinn ein- göngu notaður erlendis í þessu skyni í f ramtíðinni ? Ég álít að svo verði ekki. Hann er hinn ákjósanlegasti fjölskylduhestur, þar sem allir eiga með honum ánægjustundir. Tím- inn mun líka leiða það í ljós að með vax- andi áliti verður hann líka metinn sem reiðhestur þegar fólk fer að geta riðið meira sjálfstætt. Eins og ég sagði áður voru sumir hestar flokkaðir sem reiðhestar eingöngu og 8 hestar voru sendir til Kanada (Toronto), þar sem ég dvaldi í 2 vikur og leiðbeindi um meðferð hesta og reiðmennsku. Þar sýndi sig að íslenski hesturinn nýtur vax- andi álits og án þess þó að fullyrða um of, held ég að hann nái fyrr vinsældum þar sem reiðhestur, enda fjöldi fólks sem sæk- ist eftir hestum af hans stærð og hæfi- leikum fyrir hina ýmsu fjölskyldumeð- limi. FRAMHALD á bls. 47. 36 SJ/ÍLFS BJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.