Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Side 40

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Side 40
ar og hentugar til íbúðar fyrir fatlað fólk. 4. Þingið beinir þeim tilmælum til bæj- ar- og sveitarfélaga, að jafnhliða framkvæmdum og áætlanagerð vegna aldraðra, varðandi félagslega þjón- ustu og húsnæðismál, verði einnig tekið tillit til fatlaðra, eftir því sem hagsmunir þessara hópa falla saman. 5. Settar verði reglur um lágmarksstærð á fólkslyftum og aðkomu að þeim, þannig að fólk í hjólastólum geti hindrunarlaust komist að þeim og með þeim. 6. Þingið skorar á þá aðila, sem reka leiguíbúðir á félagslegum grundvelli að koma þar upp „vernduðum íbúð- um“. 7. Þingið skorar á Húsnæðismálastofn- un ríkisins að kynna starfsemi sína og þá lánamöguleika, sem fólk hefur við kaup á íbúðarhúsnæði. 8. Þar sem ný húsnæðismálalöggjöf er nú í undirbúningi, telur þingið mikil- vægt, að fulltrúar Sjálfsbjargar fái að fylgjast með samningu hennar. 9. Með tilvísun til nýrra bygginga- og skipulagslaga, skorar þingið á Fé- lagsmálaráðuneytið að setja nú þegar ákvæði í byggingareglugerð varðandi umbúnað bygginga, til þess að auðvelda fötluðu fólki að komast leiðar sinnar. 10. Almenningssalerni og salerni í opin- berum byggingum séu þannig, að mikið fatlað fólk eigi auðvelt með að nota þau. 11. Þar sem eru almenningssímar, séu þeir staðsettir þannig, að fatlaðir eigi greiðan aðgang að þeim og auðvelt með að nota þá. 12. Stigahandrið séu með góðum gripum. Úr ályktun um tryggingamál. 1. Örorkulífeyrir einstaklings, að við- bættri tekjutryggingu, verði ekki lægri en almennt dagvinnukaup. 2. Örorkulífeyrir einstaklings án tekju- tryggingar, verði ekki lægri en sem svarar 60% af almennu dagvinnu- kaupi. 3. Þingið skorar á Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið að hlutast til um að niðurlag 50. greinar laga um al- mannatryggingar breytist á þann veg, að öryrkjar sem dveljast á sjúkrahúsum og dvalarheimilum skuli fá greidd 50% af lágmarksbótum til persónulegra þarfa og skulu bætur þessar hækka samtímis öðrum bótum almannatrygginga. 4. Þingið skorar á Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið að hlutast til um, að sjúkratryggingar greiði að fullu læknishjálp lífeyrisþega, sem dvelja í heimahúsum. 5. Þingið telur nauðsynlegt að allir þjóð- félagsþegnar verði slysatryggðir, hvort heldur þeir eru í starfi eða ekki og án tillits til aldurs. 6. Þingið skorar á Alþingi að hraða setningu löggjafar um sérstakan tryggingadómstól, samkvæmt 6. grein almannatrygginga. 7. Þingið beinir þeirri áskorun til fjár- málaráðherra, að hann beiti sér fyrir því, að ekki verði lögð opinber gjöld á bætur almannatrygginga. Einnig mótmælir þingið því harð- lega, að lífeyrisþegar skuli samkvæmt lögum þurfa að greiða sjúkratrygg- ingagjald. 8. Sjúkradagpeningar séu greiddir án tillits til annarra bóta. 9. Þingið lítur svo á, að hjón eigi að fá 38 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.