Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Síða 42

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Síða 42
Ferdinand Róbert Eiríksson heitir orto- pediskur skósmiður, sem opnaði vinnu- stofu í Hafnarfirði fyrir hálfu öðru ári. Ferdinand Róbert byrjaði ungur að læra skóviðgerðir hér heima, en að hálfnuðum námstímanum loknum venti hann sínu kvæði í kross, fór til Kaupmannahafnar og hóf þar nám í ortopediskri skósmíði, þ.e. sérsmíði skófatnaðar. Að því loknu starfaði hann um tveggja ára skeið hjá Ortopædisk Hospital, þar sem hann hafði stundað námið. Þar stóð Ferdinand Róbert til boða verkstjórastaða, en heimþráin var öllum freistingum yfirsterkari, og hann kaus að koma til starfa á Fróni. Ferdinand Róbert hefur einn mann sér til aðstoðar á vinnustofunni og eru verk- efnin óþrjótandi. Ortopediskur skósmiður Það er seinlegt verk að sérsmíða skó, en margir þurfa á slíkum skófatnaði að halda. Afgreiðslutími er því langur enn sem komið er. Það var gaman að sjá gömlu handverk- færin á verkstæðinu hjá Ferdinand Róbert, handsmíðuð verkfæri, sem eru gjöf frá gömlum dönskum skósmið. Þau eru enn í fullu gildi og notuð jafnhliða nýtísku vél- um. Og ennþá er notaður bikþráður og svínsburstir við saumaskapinn. Verkstæði Ferdinands Róberts er að Dalshrauni 5 í Hafnarfirði. Tímapantanir eru mánudaga, miðvikudaga og föstudaga milli kl. 13 og 14 í síma 52716. Ó. R. 40 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.