Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Síða 46

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Síða 46
Handknúinn hjólastóll, 8 UM 250-76. Þetta finnst mér þvílík ósanngirni að ég á tæpast orð yfir. Hjálpartækjabankinn hefur nokkuð reynt að fá lækkaða tolla af hjálpartækjum og gengið misjafnlega. Því starfi verður haldið áfram og ekki hætt fyrr en viðunandi lausn fæst. Ný hjálpartæki. Jafnan koma fram á hverju ári ein- hver ný hjálpartæki. Hjálpartækjabank- inn reynir eins og hægt er að fylgjast með þeim nýjungum sem fram koma. Nú skal gerð grein fyrir nokkrum nýjum hjóla- stólum frá Ortopedia: TE 902, rafknúinn fyrirferðarlítill hjóla- stóll, einkum ætlaður til innanhússnotk- unar. Hjólastóll þessi hefur tvo 12 volta rafgeyma sem eru þurrir, sem kallað er. Það þýðir, að ekki er sýra á þeim, en það hefur einmitt verið nokkurt vandamál innanhúss, þar sem hún hefur oft valdið miklum skemmdum á gólfteppum. — Þenn- an stól er mjög auðvelt að leggja saman og taka með sér hvert sem er. Rafhjólastóllinn UVE 904 er nýr raf- stóll, einkum ætlaður til notkunar utan- húss. Þessi stóll er útbúinn ljósum fyrir akstur í umferð. Stóllinn er orkumikill og hefur drif á framhjólum en afturhjólin eru stýrishjól. Honum er mjög auðvelt að stjórna og ætti að geta uppfyllt óskir þeirra, sem vilja ferðast á eigin spýtur í hjólastólum utan dyra. Hjólastóllinn 8 U 256 60-774 er endur- bætt gerð af hjólastólnum 8 U 2541. Á þessum stólum er hægt að halla bak- inu um allt að 60° og getur sá, sem í stóln- um situr, gert það sjálfur, en áður þurfti hann að fá aðstoð við það. Að lokum vil ég nefna hjólastól af gerð- inni 8 UM 250-76. Þessi hjólastóll leysir vandamál varð- andi breidd, en það er oft nokkurt vanda- mál í þröngu húsnæði. Hjólastóllinn er um það bil 5 cm mjórri en aðrir stólar með sömu sætisbreidd. 44 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.