Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 48

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 48
í bílinn stendur hann andartak framan við vélahlífina, sem glitrar í sólskininu, og hann nýtur gljáans og anganar af benzíni og hafi. Enginn skuggi leggst yfir bílinn og á gljáfægðum höggvaranum eru engar dældir og hann er ekki heldur rauður af blóði. En jafnframt því að maðurinn í fyrsta bænum skellir aftur hurðinni vinstra meg- in við sig og ræsir bílinn, opnar konan í þriðja bænum skápinn sinn í eldhúsinu og finnur ekki sykur. Barnið, sem komið er í fötin og hefur bundið skóreimarnar, liggur á hnjánum í sófanum og horfir á ána, sem hlykkjast milli trjánna og á svarta bátinn, sem dreginn hefur verið upp á bakkann. Maðurinn, sem á að missa barnið sitt, er búinn að raka sig og geng- ur frá rakspeglinum. Á borðinu eru kaffi- bollarnir, brauðið, rjóminn og flugurnar. Það vantar bara sykur og móðirin biður barnið að hlaupa til Larssons og fá lán- aða nokkra mola. Og þegar barnið opnar dyrnar hrópar móðirin að það verði að flýta sér, báturinn liggi á bakkanum og þau ætli að róa lengra en nokkru sinni fyrr. Þegar barnið hleypur gegnum blóma- garðinn, hugsar það stöðugt um ána og bátinn og fiskana, sem vaka þar, og eng- inn hvíslar að því, að það eigi aðeins eftir að lifa í átta mínútur og að báturinn muni liggja kyrr í allan dag og marga aðra daga. Það er ekki langt til Larssons, það er bara þvert yfir götuna og þegar barnið hleypur yfir götuna, þýtur Iitli, ljósi bíll- inn inn í annan bæinn. Það er lítill bær með litlum, hvítum húsum og nývöknuðu fólki, sem situr í eldhúsum sínum með kaffibollana á lofti og sér bílinn æða fram- hjá úti á veginum. Hann fer mjög hratt og maðurinn í bílnum sér trén og síma- staurana fljúga hjá eins og gráa skugga. Sumarilminn leggur inn um gluggann, þau þjóta út úr bænum, bíllinn liggur vel og örugglega á miðjum veginum og þau eru ein á veginum — ennþá. Það er skemmtilegt að ferðast svona alein á mjúkum, breiðum vegi og úti á sléttunni er það ennþá betra. Maðurinn er hamingjusamur og sterkur og með hægri olnboganum finnur hann fyrir lík- ama stúlkunnar sinnar. Þetta er alls ekki slæmur maður, honum liggur bara á að komast niður að hafinu. Hann myndi alls ekki geta látið sér það til hugar koma, en samt mun hann bráðlega deyða barn. Meðan hann þýtur í átt að þriðja bænum, lokar stúlkan aftur augunum og hugsar sér að hún muni ekki geta opnað þau fyrr en hún hafi séð hafið, og hún lætur sig dreyma í samræmi við mjúkar sveigjur bílsins, um hve sléttur sjórinn verði. Því svo miskunnarlaust hafa örlögin hagað því, að mínútu áður en hamingju- samur maður deyðir barn, er hann ham- ingjusamur, og mínútu áður en kona æpir af skelfingu, getur hún lokað augunum og látið sig dreyma um hafið, og síðustu mínútu í lífi barns geta foreldrar þess setið í eldhúsi sínu og beðið eftir sykur- molum og barnið sjálft getur lokað hliði og lagt af stað yfir götuna með fáeina syk- urmola vafða innan í hvítan pappír og alla þessa síðustu mínútu ekki séð annað en langa, spegilslétta á með stórum fiskum og nýtjargaðan bát með hreyfingarlausum árum. Á eftir er allt um seinan. Á eftir stend- ur bíll þversum á veginum og æpandi kona tekur hendina frá munninum og sér, að það blæðir úr henni. Á eftir opnar maður bíldyrnar og reynir að standa á fótunum, enda þótt hryllingurinn umljúki hann og barn liggur hreyfingarlaust á grúfu með andlitið þrýst niður í götuna. Eftirá koma tvær náfölar manneskjur, sem enn eru ekki búnar að drekka morgunkaffið sitt, 46 SJÁLFSHJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.