Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2022, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 12.02.2022, Qupperneq 18
Við reyndum að end- urspegla fjölbreytni við valið á konunum og fannst til dæmis mikilvægt að í hópn- um væri fulltrúi Pól- verja á Íslandi. Ljósmyndasýningin Er komið að skimun hjá þér? hefur vakið mikla athygli í Kringlunni þar sem má njóta hennar út mánuðinn. Mál- efnið er sannarlega verðugt og fyrirsæturnar glæsilegar. bjork@frettabladid.is Tólf konur leggja hvatningarátakinu lið og segja frá eigin reynslu af leghálsskimunum. Ásta Kristjánsdóttir er ljósmyndari sýningarinnar og Ragnheiður Þorgrímsdóttir mynd- listarkona hannaði sérstakt merki sem minnir konur á mikilvægi þess að taka þátt í leghálsskimun. Bolir með merkinu eru svo til sölu í versluninni 38 þrepum, en ágóði af sölu þeirra rennur til Samhæf- ingarstöðvarinnar. Fulltrúi Pólverja mikilvægur „Við reyndum að endurspegla fjöl- breytni við valið á konunum og fannst til dæmis mikilvægt að í hópnum væri fulltrúi Pólverja á Íslandi. Fjölmenning á því sína full- trúa, viðskiptalífið, Alþingi, lista- geirinn og svo framvegis. Ein konan kemur frá Akureyri og svo má auð- vitað segja að Eliza Reid forsetafrú sé fulltrúi okkar allra,“ segir Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, verkefna- stjóri sýningarinnar. Kostar aðeins 500 krónur Rúmlega 40 heilsugæslustöðvar um allt land sinna skimun fyrir legháls- krabbameini. Á Heilsuveru er hægt að panta tíma í leghálsskimun á eigin heilsugæslustöð. Hægt er að panta tíma hjá hvaða stöð sem er með því að hringja í viðkomandi heilsugæslustöð. Skimunin kostar 500 krónur. Konur geta séð skim- unarsögu sína á „mínum síðum“ á Heilsuveru. Þar er að finna upplýs- ingar um boð og þátttöku í skimun. Nánari upplýsingar á íslensku, ensku og pólsku er að finna á síðu Samhæfingarstöðvar krabbameins- skimana, á íslensku og ensku í síma 513-6700 frá klukkan 8.30-12.00 alla virka daga eða með því að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@ heilsugaeslan.is. Sýningin verður uppi í Kringl- unni út febrúarmánuð en hana er einnig að finna á heimasíðu Heilsu- gæslu höf uðborgarsvæðisins, heilsugaeslan.is. n Hvetja konur í skimun Brynhildur Guðjónsdóttir, Eliza Reid, Þuríður Sigurðardóttir, Sigrún Waage, Agneszka Ewa Ziótkowska og Ebba Katrín eru hluti þeirra tólf kvenna sem sitja fyrir á ljósmyndasýningunni og segja frá sinni reynslu. MYNDIR/ÁSTA KRISTJÁNS n Í vikulokin Ólafur Arnarson Við mælum með Innan um þessa fegurð læra nemendur svo hand- bragð gamla tímans í bland við nýjungar. Síðustu kjarasamningar urðu fyrirtækjum og opinberum aðilum þungir í skauti. Erfitt er að átta sig á því hvað vakti fyrir forystumönnum Sam- taka atvinnulífsins þegar þeir skrifuðu undir samningana. Launa- hækkanir voru verulegar, og ofan á þær var samið um sérstakan „hag- vaxtaauka“ án nokkurra fyrirvara. Mesta hækkun launa hefur hins vegar orðið hjá hinu opinbera. Þessu til viðbótar hafa umsvif ríkis og sveitarfélaga á vinnumarkaði þanist út. Fullkomlega óeðlilegt er að hið opinbera leiði launaskrið og sogi til sín starfsfólk af almennum vinnumarkaði. Verkalýðsleiðtogar hafa boðað höfrungahlaup. Þarf það í sjálfu sér ekki að koma á óvart þegar horft er til þess hve skart laun hafa hækkað hjá hinu opinbera. Einnig er ljóst að örar vaxtahækkanir Seðlabankans munu skerpa kröfugerð í komandi kjarasamningum. Bersýnilegt er að sveitarfélögin ráða engan veginn við þá launaþró- un sem þau leiða og stefnir í óefni. Ríkið þenst einnig út og ræður sífellt verr við þunga launakostn- aðarins. Mikill hallarekstur vegna Covid dregur athyglina frá undir- liggjandi ósjálf bærni ríkissjóðs en svo tekur Covid enda. Fæst fyrirtæki í atvinnulífinu ráða við núverandi ástand – og hvað þá frekari hækkanir. Venjuleg fyrirtæki, lítil og meðalstór, geta ekki tekist á við hækkanir öðruvísi en að hleypa þeim beint út í verðlag. Einungis bankar, tryggingafélög og allra stærstu fyrirtæki, ásamt sjávarútvegi, eru fær um að bæta við launakostnað. Eflaust munu þau Kvíðvænlegir kjarasamningar á þessu ári engu að síður velta kostnaðarauka út í verðlag. Seðlabankinn hækkar vexti, hótar frekari vaxtahækkunum og berst við innflutta verðbólgu eins og Don Kíkóti við vindmyllur. Stjórnvöld aðhafast ekkert gagnvart verðbólgu, beita ekki þeim tækjum sem þau hafa. Þetta gerir stöðuna á vinnu- markaði enn verri. Heyra ráðherrar ekki hinn þunga tón verkalýðshreyfingarinnar? Springur hér allt næsta haust? Þola fyrirtækin og heimilin það? Lifir ríkisstjórnin það af? n BJORK@FRETTABLADID.IS Covid-halli dregur athygli frá undir- liggjandi ósjálfbærni ríkissjóðs. Ástarjátningum Á mánudaginn er dagur heilags Valentínusar, ástardagurinn mikli. Nei, þetta er ekkert mjög íslensk hefð, en hverju skiptir það? Fögnum ástinni með kossi, korti, blómum eða hverju sem er. Nú ef það er ekki einhver einn sem á hjarta þitt allt – segðu þá bara öllum sem þú elskar að þú gerir einmitt það! Vetrargöngu Nú er einmitt veðrið til að dúða sig og njóta þess að ganga í þessu fallega vetrarríki. Hvort sem þú velur að vera innan bæjar- eða borgarmarka eða fara aðeins út fyrir troðnar slóð- ir, er líklega fátt betra fyrir andlega og líkamlega heilsu þessa helgina. Góð hljóðbók eða hlaðvarp í eyrun er svo auðvitað kirsuberið á topp- inn! n Forsíðu þessa tölublaðs prýðir Mar- grét Sigfúsdóttir, fráfarandi skóla- stýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík. Margrét hefur, eins og hún segir frá í viðtalinu, sagt starfi sínu lausu og eftirmanns hennar er nú leitað. Það er vissulega djúp spor að fylla að taka við af Margréti, en sjálf segist hún ekki ætla að vera með puttana í neinu, hún einfaldlega hætti og snúi sér að öðru, til dæmis prjónunum. Það er yndislegt að heimsækja Hússtjórnar- skólann við Sólvallagötu þar sem engu er líkara en tíminn hafi staðið í stað. Húsið sjálft er orðið yfir aldargamalt og innanstokksmunir eru flestir í takti við gamla tíma og gardínur sem vegglitir sérvaldir af starfsfólki Húsafriðunar- nefndar. Borðstofan státar af sérsmíðuðum húsgögnum, á veggjum hanga verk eftir látna meistara og máltíðirnar eru útbúnar í friðuðu eldhúsi. Innan um þessa fegurð læra nem- endur svo handbragð gamla tímans í bland við nýjungar. Það verður spennandi að sjá hver arftaki Margrétar verður og vonandi fær Hús- stjórnarskólinn að lifa um ókomna tíð. Þarna er lifandi sagan iðkuð og kennd! n Lifandi sagan kennd 18 Helgin 12. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 12. febrúar 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.