Fréttablaðið - 12.02.2022, Síða 22

Fréttablaðið - 12.02.2022, Síða 22
Í vor mun Margrét Sigfúsdóttir skólastýra loka dyrunum að Sól valla götu 12 í hinsta sinn. Eftir að hafa stýrt Hús stjórnar­ skól anum í Reykjavík í nánast aldarfjórðung afhendir hún eftirmanni sínum keflið og er ákveðin í að anda ekki ofan í hálsmál hans. Nýju fólki fylgja nýjar áherslur og það vill Margrét, þó sjálf hefði hún treyst sér til að vinna lengur, orðin 75 ára gömul. Nafn Margrétar hefur verið samofið skólanum frá því hún tók þar við stjórn árið 1989 en Margrét menntaði sig í hússtjórnar­ fræðum við Hússtjórnarkennara­ skóla Íslands, sem þá var og hét. Margrét ólst upp á Selfossi, næst­ elst í sex systkina hópi og segir að aldrei hafi neitt annað komið til greina en að ganga menntaveginn og það hafi þau öll systkinin gert. Faðir Margrétar, Sigfús Sigurðsson, var deildarstjóri í Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi og móðir hennar, Ragn­ heiður Esther Einarsdóttir, rak hár­ greiðslustofu. Árið sem Margrét var 17 ára fór hún í Húsmæðraskólann á Laugarvatni og var þar einn vetur. „Þar lærði ég margt og kynntist stórum hóp af stelpum sem hittast á hverju ári nema núna í Covid, en það fer nú að lagast. Haustið eftir fór ég sem „au­pair“ til Scarsdale í New York og var þar í eitt ár. Þar eldaði maður mat fyrir alla fjölskylduna sem voru hjónin ásamt sjö börnum. Þetta var skemmtilegur tími og flest öll kvöld sátum við stelpurnar og horfðum á framhaldsþætti í sjón­ varpinu sem var mikil upplifun fyrir stelpu frá Selfossi, þar sem eina sjónvarpsefnið var Kanasjónvarpið í eilífri snjókomu. Á hverjum þriðju­ degi átti ég frí og fór f lesta dagana með lestinni niður á Manhattan þar sem ég þvældist um og skoðaði.“ Ekki bara skúrað og eldað Margrét f lutti fyrir tvítugt úr for­ eldrahúsum til Reykjavíkur til að ganga í skóla, hún leigði þá herbergi í Hlíðahverfi, en dagarnir voru lang­ ir í skólanum auk þess sem kennt var alla laugardaga. „Ég útskrifaðist sem hússtjórnar­ kennari vorið 1969 frá Hússtjórnar­ kennaraskóla Íslands við Háuhlíð,“ segir Margrét, námið var þrír vetur og eitt sumar við æfingakennslu á Laugarvatni, þar sem nemendur lærðu bæði garðyrkju og grasa­ fræði, sem Margréti fannst virkilega fræðandi. „Þangaði kom líka Baldvin Hall­ dórsson leikari og kenndi okkur framsögn. Við lærðum ekki bara að skúra og elda heldur heilmikið af bóklegum fögum, eins og stærð­ fræði, bókfærslu, hagfræði, líffæra­ fræði, sálarfræði, kennslufræði, uppeldisfræði, næringar fræði, örverufræði, efnafræði, íslensku og fleira, en við vorum alltaf með frá­ bæra kennara. Þetta var heilmikið nám og manni þótti þetta nokkuð erfitt fyrst, kannski þar sem margar kennslubækurnar voru á sænsku eða dönsku, en svo kom metnaður­ inn og skilningur á námsefninu og þá varð gaman.“ Þó að mikið hafi verið um bókleg fög voru þau auðvitað líka verkleg og segir Margrét töluvert hafa verið um æfingar og sýnikennslu. „Þá þurfti maður til að mynda að baka fyrir framan prófdómara og tala um það sem maður var að gera í svona 45 mínútur. Ég gleymi því til dæmis aldrei þegar við áttum að læra að f laka fisk. Þá byrjaði kennarinn rólega á að sýna hand­ tökin en svo tók einn nemenda við, Hjördís Stefánsdóttir, ungur nem­ andi frá Húsavík sem skellti fiskn­ um á borðið og f lakaði á tveimur mínútum. Hún hafði flakað fisk frá barnsaldri og það var gaman að sjá vinnubrögðin,“ rifjar Margrét upp. Boðið dús eftir útskrift „Í skólanum var þérað, ég var ung­ Námið snýst um að geta bjargað sér sjálfur frú Margrét enda ógift og skóla­ stjórinn var fröken Vigdís og kenn­ ararnir voru líka kallaðir fröken. Þegar við útskrifuðumst var okkur boðið dús, en þegar ég tala um þessa kennara tala ég enn um þær sem fröken.“ Þegar Margrét útskrifaðist árið 1969 gerðist hún ráðskona á sjúkra­ húsinu á Selfossi og var þar í þrjú ár. „Þar lærði ég rosalega mikið af góðum konum eins og Aðalheiði Waage sem hafði rekið mötuneyti í verbúð og kunni svo sannarlega til verka. Mikil lifandis reiðinnar býsn lærði ég af henni, til dæmis að úrbeina læri hratt og örugglega. Það er svo gaman að fylgjast með svona handbrögðum og maður lærði mörg trikk.“ Eftir árin þrjú á Selfossi lá leiðin aftur til Reykjavíkur þar sem Mar­ grét réði sig sem ráðskonu og næring­ arfræðikennara við Hjúkrunarskól­ ann sem þá var við Eiríksgötu. „Þar kom maður í nýtískueldhús enda að elda fyrir mikið fleiri. Þar var bæði gaman og gefandi að vinna.“ Örlögin ráðin um borð í Gullfossi Það var í vorferð með Gullfossi, fyrsta skipi Eimskipafélagsins, að Margrét kynntist eiginmanni sínum. „Ég fór í ferðina með sam­ starfskonu minni, ljósmóðurinni Magnesínu, blessuð sé minning hennar, en hún var jörðuð bara í síðustu viku,“ rifjar Margrét upp. Skipið sigldi frá Reykjavíkurhöfn til Edinborgar með þó nokkrum stoppum og var mikið um dýrðir um borð. „Boðið var upp á morgunverð og stórt f lott hlaðborð í hádeginu, eftirmiðdagskaffi og svo á kvöldin var þrírétta kvöldverður þar sem þjónar gengu um beina. Allir far­ þegar voru uppáklæddir og svo var dansað hvert kvöld.“ Margrét rifjar það upp að um borð hafi verið ungir menn sem voru að enda loðnuvertíð og voru þarna í fríi. „Fyrsta kvöldið er ball um borð og þegar það er dömufrí býð ég einum þeirra upp og hann er bara enn að dansa við mig,“ segir hún og hlær. Um var að ræða Sigurð Petersen, eiginmann Margrétar, en í ljós kom að um var að ræða bróður­ son ljósmóðurinnar sem var sam­ ferðakona hennar í vorferðinni. Dóttirin rekin úr leikskólanum Margrét var áfram ráðskona á Sel­ fossi og Sigurður til sjós en keyrði austur fyrir fjall þegar hann var í landi. Dóttir Margrétar, Esther Ágústa, kom í heiminn árið 1970 og árið 1972 flutti fjölskyldan í bæinn og festu þau Sigurður kaup á íbúð í Þingholtunum. „Esther fór á Laufásborg, ég hafði ekki skráð okkur í sambúð, enda verið ein með hana fram að þessu. Svo eftir tvö ár þar var hún rekin, enda leikskólar á þeim tíma aðeins ætlaðir fyrir einstæðar mæður og háskólanema. Hún fór þá á Grænu­ borg þar sem börn fengu aðeins pláss hálfan daginn, svo ég þurfti að sækja hana í hádeginu til að koma henni í pössun annað. Þetta var oft mikið vesen auk þess að ég átti ekki bíl og fór því allra ferða í strætó.“ Þetta var í upphafi áttunda ára­ tugarins og augljóslega þurftu mæður að hafa mikið fyrir því að halda sér á vinnumarkaðnum. „Þetta var ekkert auðvelt. Sig­ urður var mikið úti á sjó og ég orðin ófrísk að Sigfúsi syni okkar, en hann fæddist árið 1975. Þetta gerði maður allan veturinn og engum þótti merkilegt eða mikið,“ segir Mar­ grét. „Maður vann svo fram á síðasta dag og barneignarleyfið var bara þrír mánuðir,“ segir hún, en þegar sonurinn fæddist gat hún verið heima í fjóra mánuði með því að bæta sumarfríi við. Þá tók við gæsla hjá konu í götunni. „Maður varð því að hætta að gefa brjóst snemma. Ég setti hann bara í vagninn á morgn­ ana og gekk yfir til konunnar sem gætti hans, bankaði á gluggann hjá henni og skildi vagninn eftir. Esther Ágústa var svo samferða hennar börnum í skólann. Nemandi tók allt upp á segulband Þegar ákveðið var að leggja niður eldhúsið í hjúkrunarskólanum fór Margrét að kenna á kvöldnám­ skeiðum við Hússtjórnarskólann í Reykjavík. „Þá var Jakobína Guðmunds­ dóttir skólastjóri. Þetta var ofboðs­ lega gaman enda fjölbreyttur og skemmtilegur hópur sem sótti þessi námskeið. Á eitt námskeiðið komu fjórir menn á besta aldri saman, þeir voru allir templarar og voru að styðja við bakið á einum þeirra sem ég held að hafi verið að skilja. Þeir gáfu mér og einnig skólanum spegil sem einn þeirra smíðaði og hangir minn alltaf í borðstofunni hjá mér.“ Margréti er einnig minnisstæður annar nemandi. „Það var fullorðinn maður sem var nýbúinn að missa konuna sína og vildi læra að elda. Hann tók allt sem ég sagði á nám­ skeiðinu upp á segulband og spilaði á kvöldin fyrir svefninn því hann ætlaði að læra. Hólmfríður Karls­ dóttir, fyrrverandi ungfrú Alheimur var hérna hjá mér, svo góð stúlka og mikill karakter. Hún var alltaf jafn falleg hvort sem hún var ómáluð með fléttur eða tilhöfð. Ég man líka eftir Sigríði Snævarr sendiherra, yndisleg kona. Það hentaði mér vel að vinna á kvöldin. Þá var ég heima yfir daginn og gat útbúið kvöld­ matinn fyrir börnin, og var síðan með stúlku sem gaf þeim að borða og kom þeim í rúmið. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Fyrsta kvöldið er ball um borð og þegar það er dömufrí býð ég einum þeirra upp og hann er bara enn að dansa við mig. Svo eftir tvö ár þar var hún rekin, enda leik- skólar á þeim tíma aðeins ætlaðir fyrir ein- stæðar mæður og háskólanema. Margrét fyrir utan Hússtjórnarskólann að Sólvallagötu 12. Húsið var upphaflega byggt sem einbýlishús en keypt árið 1942 undir Húsmæðraskóla sem svo síðar var breytt í Hússtjórnarskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 22 Helgin 12. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.