Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 24
Næst var það Menntaskólinn við Hamrahlíð sem naut krafta Mar- grétar en þar kenndi hún matreiðslu í tólf ár. „Krakkarnir greiddu nám- skeiðið sjálf og maður var að reyna að láta peninginn duga í allt. Það gat verið áskorun þegar maður var með blandaða hópa, enda borð- uðu strákarnir svo mikið. Það var aldrei afgangur. Þau máttu velja máltíð í lokin og þá var oft beðið um piparsteik sem var nú ekki ódýrasta hráefnið. Eitt sinn vildu þau endilega flambera steikina en ég sagðist ekki eiga neitt vín til þess og ekki mátti hafa vín innan veggja skólans. Einn brá þá á það ráð að fá smávegis í f lösku frá afa sínum. Ég man að hann sagði þegar hann mætti klukkan fjögur: „Guð, hvað ég er feginn að losna við þetta úr töskunni, ég er búinn að þvælast með þetta í allan dag í skólanum.“ Margrét segir þetta hafa verið ánægjulegan tíma og að hún hafi notið sín vel í kringum bæði unga fólkið og kennarahópinn. „Þar var líka mikið selskapslíf og við gerðum mikið saman, það voru töluverð við- brigði að fara úr þeim stóra hóp og hingað í Hússtjórnarskólann.“ Tók við Hússtjórnarskólanum Árið 1998 var staða skólastjóra Hús- stjórnarskólans í Reykjavík auglýst. Margrét sótti um ásamt fleirum og fékk starfið. „Ég tók við af Ingibjörgu Þórar- insdóttur sem var búin að falast eftir viðgerð á húsinu árum saman og þegar hún er að hætta fara við- gerðir af stað. Þegar ég tók við var húsið ekki félegt að utan, enda búið að þrífa alla málningu af því og verið að gera við sprungur enda lak allt húsið. Það var einnig sett nýtt gler og gluggar, allt málað að innan og þrætt nýtt rafmagn. Það lak úr miðju loftinu hér inni á skrifstofu hjá mér og stóð fata á gólfinu,“ segir Margrét og bendir á loftið á skrif- stofunni, sem er inn af anddyri hússins. „Hér var allt grámálað og ég fékk Húsafriðunarnefnd til að velja litina að innan og utan í takti við það sem var í gamla daga. Það er miklu betra að hafa þá í liði með sér enda vita þeir hvað þeir eru að gera. Þeir völdu jafnframt gardínurnar og stangirn- ar svo gluggarnir sjálfir fengju að njóta sín.“ Óttaðist að sjá slökkviliðið Eitt þeirra atriða sem Margrét lagði áherslu á þegar hún tók við var að brunavarnir yrðu bættar. „Þegar ég var komin með lykla- völdin og kom hingað til að sýna manninum mínum húsið, vildi hann skoða slökkvitækin sem hann sá að voru öll útrunnin, auk þess sem aðeins einn reykskynjara var að finna í öllu húsinu.“ Á efstu hæð hússins er heima- vist nemenda og segir Margrét eina brunaútganginn þar hafa verið gluggana, enda búið að loka fyrir aðra neyðarútganga af hæðinni. „Hvernig áttu nemendurnir að fara út um gluggana og sveifla sér eins og Tarsan í köðlum niður þrjár hæðir?“ Margrét bjó á þeim tíma ásamt fjölskyldu sinni í Hlíðunum og segir alltaf hafa farið um sig hroll þegar hún sá slökkviliðið fara í útkall frá Skógarhlíðinni. „Ég fylgdist þá með hvort þeir færu vestur í bæ. Ég var með fulla heimavist af ungu fólki og nemend- ur sofa svo fast. Ég hef alltaf bannað þeim að læsa að sér á næturnar, ef eitthvað gerist verður að vera hægt að komast inn til þeirra.“ Það var því þungu fargi af Mar- gréti létt þegar framkvæmdum lauk og sett var upp bruna- og þjófavarn- arkerfi. En gamalt og stórt hús krefst reglulegs viðhalds og er Margrét ósátt yfir því að hafa ekki fengið fjármagn til þess frá árinu 2003. Þetta er eins og heimili Skólinn tekur alls 24 nemendur á önn og geta 15 þeirra búið á heima- vistinni. Leigan er ekki há en reglur eru skýrar og engin einstaklingsher- bergi í boði. „Þetta er eins og heimili, nem- endur hafa lykla og það eru alltaf afgangar í ísskápnum. Það er eðli- legt að ungt fólk fari og skemmti sér þó ég mæli ekki með því að það drekki áfengi. Áfengisneysla er bönnuð í skólanum eins og í öðrum framhaldsskólum og ekki er leyfi- legt að það sé geymt hér innanhúss. Aftur á móti segi ég við þau að ef þau fara út að skemmta sér og drekka áfengi, þá eiga þau heima hér og þau eigi að koma heim til sín. Maður verður að hafa þetta svona og hugsa um öryggi nemendanna.“ Þó að flestir nemendur séu ungir að árum segir Margrét allan aldur sækja um í skólann. „Við fengum til dæmis eina fimmtuga utan af landi, dóttir hennar hafði verið hér árið áður. Hún bjó á heimavistinni og var svo ánægð þar sem hún naut þess að hafa engar skyldur utan skóla og geta saumað og prjónað í rólegheitunum, auk þess sem hún var stelpunum innan handar með að leysa ýmis vandamál sem ungar stelpur eru að glíma við.“ Á meðan á spjalli okkar stendur hringir ein stúlkan af heimavistinni í farsíma Margrétar. Hana vantar verkjatöflur enda liggur hún í rúm- inu og bíður niðurstöðu úr Covid- prófi. Margrét leitar að lyfjum fyrir hana í skúffum og finnur loks í veski sínu. Segist setja þær á borðið fyrir framan skrifstofuna. Blaðamaður hefur á orði að það myndi ekki tíðkast í öllum skólum að hringja beint í skólastjórann með slíka bón. Henni þyki augljóslega vænt um nemendur sína. „Auðvitað þykir manni vænt um þau og finnst þau á manns ábyrgð þó allir séu komnir yfir 18 ára,“ segir hún. Aðspurð segist hún ekki hafa töluna á þeim nemendum sem hún hefur útskrifað en þeir séu orðnir ansi margir. Hún er þakklát fyrir kennarana sem nú í dag eru þrír. „Ég hef verið óheyrilega heppin með kennara,“ segir hún, en sjálf kennir hún ræstingu og vörufræði en í því síðarnefnda er farið yfir uppruna vörunnar. Unga fólkið farið að taka slátur Í Hússtjórnarskólanum er kennt gamalt handverk sem annars gæti mögulega orðið gleymskunni að bráð. „Unga fólkið er farið að taka slátur, ég sé það þegar ég versla í það. Mat- vinnsluvélin og gervivambirnar gera þetta svo einfalt. Þetta er svo hollur matur sem er mikilvægt að gleymist ekki, en það er svo sem ekkert sérís- lenskt við slátur, þetta er matur sem er borðaður um allan heim.“ Margrét hefur stýrt Hússtjórnar- skólanum í 24 ár og spurð út í helstu breytingar er hún f ljót að svara: „Tækjakosturinn og tölvurnar. Að geta greitt reikninga í tölvunni en þurfa ekki að labba niður í bæ og standa þar tímunum saman, og að geta skilað öllu til skattsins á sama hátt.“ Þegar kemur að nemendunum segist hún ekki finna miklar breyt- ingar, nema þá helst snjallsíma- notkunina. „Þau eru svo hrædd um að missa af einhverju, en ég banna alfarið síma í kennslu enda gengur ekkert að reyna að fylgjast með í verklegum tímum þegar síminn truflar. Þau tala meira um depurð og þunglyndi og óánægju með sjálf sig, enda alltaf að fylgjast með hvað allir aðrir gera.“ Ragnar Kjartansson listamaður var fyrsti karlkynsnemandinn, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fylgdi honum á eftir en það var fyrir tíð Margrétar. „Karlarnir eru vissulega í minni- hluta en fyrirtaksnemendur, það eru tveir núna þessa önn og voru tveir önnina á undan.“ Alþjóðleg fjölskylda Margrét sem verður 75 ára gömul á árinu hefði vel getað hugsað sér að vinna lengur en fannst rétt að hleypa nýju blóði að. „Mér finnst gaman að mæta í vinnuna og ekki skemmir að maður fær alltaf svo góðan mat,“ segir hún, en nemendur bjóða allt- af upp á tveggja rétta hádegismat og nýbakað í kaffitímanum. „Það eru komin níu ár síðan maðurinn minn hætti að vinna,“ segir Mar- grét og segir hann duglegan að sinna áhugamálum. „Ég er ekkert búin að ákveða hvað ég ætla að gera en ég ætla að prjóna og lesa og svo njóta lífsins í sumarbústaðnum með fjöl- skyldunni,“ segir Margrét sem á tvö börn: Esther Ágústu, yfirverkefna- stjóra hjá Ernst & Young, EY, og Sig- fús Sigurðsson, fyrrverandi lands- liðsmann í handbolta og fisksala, og barnabörnin eru fjögur. Fjölskyldan er sannarlega alþjóð- leg, en dótturdæturnar, 19 og sex ára, eru hálfindverskar því Esther er gift fjárfestinum Bala Kamallak- haran og börn Sigfúsar eru hálfrúss- nesk og brasilísk. Stoltið leynir sér ekki hjá Margréti þegar hún talar um barnabörnin sem hún er í nánu sambandi við. Nýverið er búið að auglýsa eftir arftaka Margrétar en ekki hefur verið ráðið í starfið. Margrét er ákveðin í að leyfa viðkomandi að móta starfið eftir eigin höfði og segist ekki ætla að anda ofan í háls- mál neins. „Hún Ingibjörg hefði aldrei skipt sér af mér og ég mun ekki gera það við þann sem tekur við af mér. Ég myndi ekki gera neinum það. Það eina sem ég vil er að húsið haldi sér í útliti en það er að detta inn í friðun,“ segir Margrét, sem þykir vænt um skólann og húsnæði hans. „Þetta var fyrst einbýlishús svo gekk þetta kaupum og sölum og um tíma var þetta skrifstofuhúsnæði þýska sendiráðsins og hér blakti fáni með hakakrossinum. Þegar húsið var keypt fyrir fyrir skólann var búið að innrétta hér fjórar íbúðir.“ Konurnar í Bandalagi kvenna í Reykjavík voru helstu hvatamenn að stofnun skólans. Hann tók til starfa 7. febrúar 1942 og hét þá Hús- mæðraskóli Reykjavíkur. Borgin bar ábyrgð á 25% rekstrarins og ríkið 75%. Árið 1977 var nafninu breytt í Hússtjórnarskólinn í Reykjavík og ríkið tók alfarið yfir reksturinn. „Margir hópar kvenna, til dæmis rauðsokkur, töldu það hallæris- legt að ætla sér að verða húsmóðir en þetta nám snýst ekki um það heldur að geta bjargað sér sjálfur. Geta eldað góðan og hollan mat, saumað sér föt og þrifið í kring um sig og svo framvegis,“ segir Margrét að lokum, handviss um að skólinn eigi sér bjarta framtíð í síbreyti- legum heimi. n Ég fylgdist þá með hvort þeir færu vestur í bæ. Ég var með fulla heimavist af ungu fólki og nemendur sofa svo fast. Margir hópar kvenna, til dæmis rauðsokkur, töldu það hallærislegt að ætla sér að verða húsmóðir en þetta nám snýst ekki um það heldur að geta bjargað sér sjálfur. Margrét, sem senn mun láta af störfum sem skólastjóri, segist munu sakna matarins, en á hverjum degi dekka nem- endur borð og bjóða upp á tvíréttaðan hádegisverð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 24 Helgin 12. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.