Fréttablaðið - 12.02.2022, Page 29

Fréttablaðið - 12.02.2022, Page 29
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 12. febrúar 2022 Leikfimikennarinn Ellen Elsa Sigurðardóttir finnur mikinn mun á meltingunni eftir að hún fór að taka inn Stronger Liver frá Eylíf. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI  Heilbrigð melting og vellíðan Líkamsræktarþjálfarinn Ellen Elsa Sigurðardóttir segist handviss um að fæðubótarefnin frá Eylíf eigi eftir að vinna til verðlauna; svo hrein, náttúruleg og áhrifarík séu þau. 2 starri@frettabladid.is Í tilefni af Valentínusardeginum næsta mánudag, 14. febrúar, verður efnt til kaffikviss, eða barsvars, í Borgarbókasafninu í Árbæ, með Valentínus og ýmislegt honum tengt sem þema. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur viðburður er skipulagður af safn- inu og má búast við skemmtilegri stemningu meðal þátttakenda. Valentínusar barsvarinu er stýrt af spurninganirðinum og bókaverðinum Guttormi Þor- steinssyni, sem gegnir hlutverki dómara, spyrils og stigavarðar. Skipuleggjendur lofa temmilega erfiðri, skemmtilegri, en þó alls ekki væminni spurningakeppni á Valentínusardaginn, en hún hefst kl. 17 og stendur til kl. 18. Bannað að svindla Reglurnar eru með hefðbundnu sniði. Fjórir eða færri eru í hverju í liði og eru þátttakendur hvattir til að finna skemmtileg nöfn á liðin. Boðið er upp á fimmtán spurningar, bannað er að svindla og dómarinn ræður. Verðlaun eru í boði fyrir sigurvegara og kannski fleiri. Kærleiksríkar sóttvarnir að hætti safnsins. Nánari upplýsingar á borgar- bokasafn.is og á Facebook-síðu Borgarbókasafnsins. ■ Valentínusar kaffikviss Guttormur Þorsteinsson gegnir hlutverki dómara, spyrils og stiga- varðar. MYND/BORGARBÓKASAFN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.