Fréttablaðið - 12.02.2022, Side 36

Fréttablaðið - 12.02.2022, Side 36
Hagar leita að talnaglöggum og áreiðanlegum aðalbókara. Viðkomandi heyrir undir framkvæmdastjóra fjármálasviðs og hefur yfirumsjón með uppgjörum, árshlutareikningum og skattframtölum samstæðunnar. Helstu verkefni: • Mánaðarleg uppgjör, árshlutauppgjör og ársuppgjör samstæðu. • Gerð skattframtala dótturfélaga. • Samskipti við endurskoðendur félagsins. • Ráðgjöf í bókhalds- og uppgjörsmálum við dótturfélög Haga. • Almenn bókhaldsstörf og afstemmingar. Menntunar- og hæfniskröfur: • Viðskiptamenntun af fjármála- eða endurskoðunarsviði eða sambærileg menntun. • Framhaldsmenntun í reikningsskilum er kostur. • Reynsla og sérþekking á reikningsskilum og uppgjörsvinnu er skilyrði. • Reynsla af samstæðuuppgjörum er mikill kostur. • Góð þekking af notkun fjárhagskerfisins Navision er kostur. • Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum. • Metnaður og áreiðanleiki. • Góð íslensku- og enskukunnátta. Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar næstkomandi. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsjón með starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Hildur Jóna Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is). Aðalbókari Hagar hf. er leiðandi verslunarfyrirtæki á íslenskum smásölumarkaði. Meginstarfsemi Haga er á sviði smásölu með mat-, sérvöru og eldsneyti og tengdum rekstri vöruhúsa. Hagar starfrækja samtals 38 matvöruverslanir undir vörumerkjum Bónus og Hagkaups, 26 Olís þjónustustöðvar, 43 ÓB-stöðvar, umfangsmikla vöruhúsastarfsemi, birgðaverslun auk verslunar með sérvöru. Hjá Högum og dótturfélögum starfa um 2.500 manns sem hafa það að markmiði að stuðla að bættum lífskjörum viðskiptavina í gegnum framúrskarandi verslun. Þjóðminjasafn Íslands leitar eftir mannauðsstjóra. Starfið er bæði umfangsmikið og krefjandi og hentar einstaklingi sem hefur áhuga á fólki og býr yfir hæfni til að vinna að mörgum fjölbreyttum verkefnum á sama tíma. Mannauðsstjóri er hluti af stjórnendateymi Þjóðminjasafnsins og vinnur að því að framfylgja stefnu og ná markmiðum stofnunarinnar. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Ábyrgð á þróun og framkvæmd mannauðsstefnu. • Ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna. • Umsjón með starfsþróunar-, vinnuverndar- og fræðslumálum. • Mótun ferla og innleiðing umbótaverkefna. • Skipulagning og utanumhald ráðningarferla. • Umsjón með launasetningu og launavinnslu. • Árangursmælingar. • Þátttaka í áætlunargerð og rekstri sem snýr að mannauðsmálum. • Túlkun kjarasamninga og samskipti við stéttarfélög. • Önnur tengd verkefni. Hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála er kostur. • Þekking og marktæk reynsla á sviði mannauðsmála. • Reynsla af umbótaverkefnum og ferlavinnu. • Framúrskarandi hæfni í samskiptum, jákvætt viðmót og sveigjanleiki. • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri. • Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna í teymi með öðrum. • Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og mæltu máli. • Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar næstkomandi. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarna­ dóttir (audur@vinnvinn.is) og Hildur Jóna Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is). Mannauðsstjóri Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustu- stofnun og höfuðsafn á sviði menningarminja og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar á grundvelli safna laga nr. 141/2011, lögum um Þjóðminja safn Íslands nr. 140/2011 og lögum um menningar minjar nr. 80/2012.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.