Fréttablaðið - 12.02.2022, Page 37

Fréttablaðið - 12.02.2022, Page 37
UMHVERFIS- OG SKIPULAGSSVIÐ Borgartún 12–14 S. 411 11 11 • usk@reykjavik.is Viltu vera með í að HUGSA VEL UM borgina okkar? Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs vill auka lífsgæði í Reykjavík með framúrskarandi þjónustu og metnaði fyrir enn betri borg. Áhersla er á að gera vinnuumhverfi starfsfólks aðlaðandi, öruggt og skilvirkt. Gildi sviðsins eru virðing fyrir umhverfinu, fagmennska í hverju verki og þjónusta við umhverfið. Skrifstofustjóri Verkefnastofu Helstu verkefni og ábyrgð: Fagleg forysta Verkefnastofu, skrifstofu sem vinnur með verkefni þvert á aðrar skrifstofur sviðsins með það að markmiði að efla og bæta verkefnastýringu, minnka sóun og auka gæði. Að starfa í nánu samstarfi við verkefnaráð að þeim verkefnum sem stofunni er ætlað að sinna. Leggja tillögur að verkefnum fyrir umhverfis- og skipulagsráð. Bera ábyrgð á að verkefni séu unnin í samræmi við hugmyndafræði verkefnastjórnunar, og að verkefnum stofunnar sé fylgt eftir frá upphafi til enda þvert á verkþætti eða ábyrgðarsvið sem hingað til hafa dreifst á mismunandi fagskrifstofur. Skrifstofustjóri starfar í nánu samstarfi við sviðsstjóra og borgaryfirvöld eftir því sem við á og ber ábyrgð á miðlun upplýsinga um verkefni í samvinnu við stjórnendur innan sviðs og utan. Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Framhaldsmenntun á sviði verkefnastjórnunar • Reynsla af áætlanagerð og markmiðadrifinni verkefnastjórnun • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og faglegur metnaður • Mjög góðir hæfileikar til samskipta og samvinnu • Gott vald á íslensku í ræðu og riti • Færni til framsetningar og greiningar á flóknum gögnum Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Um er að ræða 100% starf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi kjarafélags. Sótt er um störfin á www.vinnvinn.is. Umsjón með störfunum hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2022 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða öfluga og metnaðarfulla einstaklinga til að leiða tvær nýjar skrifstofur á sviðinu. Um er að ræða tvö lykilstörf í stjórnendateymi sviðsins. Við leitum að verkefnadrifnum leiðtoga í starf skrifstofustjóra Verkefnastofu og kraftmiklum snillingi í starf skrifstofustjóra Þjónustu og samskipta. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi störf í faglegu starfsumhverfi þar sem áhersla er á teymisvinnu og góða þjónustu. Við leitum að einstaklingum með ríka forystu- og samskiptahæfileika, frumkvæði til að þróa nýjar lausnir og vilja til að leiða breytingar. Næsti yfirmaður skrifstofustjóra er sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs. Skrifstofustjóri Þjónustu og samskipta Helstu verkefni og ábyrgð: Innleiðing á þjónustustefnu Reykjavíkur og stafrænni umbreytingu í samvinnu við stjórnendur sviðsins. Markmiðasetning í þjónustu og samskiptum í samvinnu við aðrar skrifstofur og deildir. Markviss greiningarvinna og úrbætur í upplýsinga- og samskiptamálum fyrir sviðið. Yfirumsjón með skipulagningu og gerð þjónustukannana og mælinga og kynning á þeim. Að leita leiða við framþróun þjónustu umhverfis- og skipulagssviðs. Skipulagning og eftirfylgni úrbótaverkefna sem snúa að þjónustu og samskiptum. Ábyrgð á fræðslu og þjálfun sem lýtur að þjónustu sviðsins, inn á við og út á við. Ábyrgð á framkvæmd og eftirfylgni samskipta- og samráðsáætlunar í samvinnu við stjórnendur, miðlæga upplýsingadeild ráðhússins, önnur svið og fyrirtæki borgarinnar. Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Framhaldsmenntun á sviði þjónustustjórnunar mikill kostur • Mjög gott vald á íslensku og ensku og framúrskarandi færni til að tjá sig í ræðu og riti • Mjög góð þekking, reynsla og færni í notkun samfélagsmiðla • Reynsla og færni í þverfaglegri teymisvinnu • Haldbær reynsla af ráðgjöf, stefnumörkun og vörumerkjaþróun (branding) • Skapandi, jákvæð og lausnamiðuð hugsun með áherslu á þekkingarmiðaða þjónustustjórnun

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.