Fréttablaðið - 12.02.2022, Page 43

Fréttablaðið - 12.02.2022, Page 43
Tími tækifæra Allar nánari upplýsingar um störfin og ítarlegri útlistun á hæfniskröfum er að finna á Starfatorgi. Umsóknir ásamt kynningarbréfi og ferilskrá á íslensku sendist á netfangið mvf@mvf.is. Skýrt skal tekið fram um hvaða starf er sótt. Ráðuneyti menningar og viðskipta fer með málefni ríkisaðstoðar. Það veitir öðrum stjórnvöldum ráðgjöf og er í forsvari í tengslum við ríkisaðstoðarmál sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur til skoðunar. Leitað er að sérfræðingi sem hafa mun umsjón með málaflokknum ríkisaðstoð, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum innan skrifstofu viðskipta og fjölmiðla í samráði við skrifstofustjóra. Helstu verkefni og ábyrgð: • Umsjón með málaflokki ríkisaðstoðar. • Fyrirsvar gagnvart ESA vegna ríkisaðstoðarmála. • Samstarf við önnur ráðuneyti og opinbera aðila. • Þátttaka í stefnumótun. • Löggjöf á sviði ríkisaðstoðar, þ.m.t. innleiðing EES gerða. • Alþjóðlegt samstarf á sviði ríkisaðstoðar. Ráðuneyti menningar og viðskipta fer með málefni fjölmiðla. Nær sá málaflokkur m.a. til fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu, einkarekinna fjölmiðla, starfsskilyrða fjölmiðla og miðla- og upplýsingalæsis. Leitað er að sérfræðingi sem hafa mun umsjón með málaflokknum fjölmiðlar, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum innan skrifstofu viðskipta og fjölmiðla í samráði við skrifstofustjóra. Helstu verkefni og ábyrgð: • Umsjón og fyrirsvar á málefnasviði fjölmiðla. • Þátttaka í stefnumótun. • Löggjöf á sviði fjölmiðla, þ.m.t. innleiðing EES gerða. • Almenn stjórnsýsla á sviði fjölmiðlunar. • Alþjóðlegt samstarf á sviði fjölmiðlunar. Sérfræðingur á sviði ríkisaðstoðar Skrifstofustjóri á skrifstofu verðmætasköpunar Sérfræðingur á sviði fjölmiðla Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar. Nýtt menningar- og viðskiptaráðuneyti tók til starfa 1. febrúar sl. Hlutverk þess er að skapa menningarstarfi, viðskiptalífi og ferðaþjónustu umhverfi sem stuðlar að velsæld og verðmætasköpun fyrir samfélagið allt. Helstu málaflokkar sem ráðuneytið fer með eru menningarmál, ferðaþjónusta, viðskiptamál, neytenda- og samkeppnismál, fjölmiðlar, skapandi greinar og ríkisaðstoð. Í nýju ráðuneyti er fólk með fjölbreyttan bakgrunn sem starfar samhent að því að skapa framúrskarandi vinnustað og öflugt ráðuneyti sem veitir afbragðsþjónustu. Okkur vantar fleira fólk og leitum að drífandi og jákvæðum einstaklingum með mikla samskiptafærni, sem hafa metnað til þess að sinna verkefnum ráðuneytisins af heilindum og elju. Embætti skrifstofustjóra á skrifstofu verðmætasköpunar er laust til umsóknar, en menningar- og viðskiptaráðherra skipar í það til fimm ára. Skrifstofa verðmætasköpunar vinnur þvert á málaflokka ráðuneytisins með verðmætasköpun, samkeppnishæfni og sjálfbærni að leiðarljósi. Skrifstofan er leiðandi í greiningu og miðlun, þ.m.t. hagrænum rannsóknum á þeim málaflokkum er heyra undir ráðuneytið. Kemur skrifstofan þannig að stefnumótun á fjölbreyttum málefnasviðum ráðuneytisins og tengir saman menningu, viðskipti, fjölmiðla og ferðaþjónustu. Skrifstofustjóri stýrir starfsemi skrifstofunnar og ber ábyrgð á því að hún sinni stjórnsýslulegum skyldum sínum, sýni frumkvæði í stefnumótun og fylgi eftir stefnumarkandi ákvörðunum ráðherra. Við leitum að skrifstofu- stjóra sem býr yfir víðtækri reynslu af hagfræðilegri greiningarvinnu sem mun nýtast við stefnumótun og úrlausn mála hjá ráðuneytinu. Skrifstofustjóri á skrifstofu verðmætasköpunar þarf að búa yfir góðum leiðtogahæfileikum og ríkri hæfni í samskiptum og samvinnu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.