Fréttablaðið - 12.02.2022, Side 47

Fréttablaðið - 12.02.2022, Side 47
Framkvæmdastjóri/-stýra Rannsókna og nýsköpunar hjá OR samstæðunni Við leitum að auðmjúkum og drífandi leiðtoga sem hefur ástríðu fyrir umhverfisvænni orkunýtingu og nýsköpun. Á Rannsókna- og nýsköpunarsviði eru gerðar langtímaáætlanir fyrir starfsemi OR samstæðunnar. Sviðið ber ábyrgð á vöktun og stýringu auðlindanýtingar hjá Veitum og Orku náttúrunnar, rannsóknum á nýjum jarðhita- og neysluvatnsauðlindum, alþjóðlegum nýsköpunarverkefnum og rannsóknarsamstarfi. Sviðið á mikinn þátt í vegferð okkar að sporlausri vinnslu og tekur virkan þátt í verkefnum Carbfix. Ef þú hefur brennandi áhuga á framsýnni orkunýtingu og þig langar að tryggja sjálfbæra og sporlausa nýtingu auðlinda Íslands, þá er þetta tækifæri fyrir þig. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2022. Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um. Sótt er um starfið á starf.or.is þar sem nánari upplýsingar er að finna. Nánari upplýsingar um starfið veitir einnig Hildigunnur H. Thorsteinsson: hildigunnur.h.thorsteinsson@or.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.