Fréttablaðið - 12.02.2022, Side 70

Fréttablaðið - 12.02.2022, Side 70
Eitt sinn kíktum við á konu um miðja nótt sem var að fara af stað í fæðingu og hún sagði: Klukkan að verða fjögur, jæja, nú fara börnin að vakna. Þarna úti hlotnaðist mér sá heiður að vera tvisv- ar viðstödd þegar tíunda barn fæddist og þetta er alltaf eins. Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir hefur unnið við heimafæðingar í 16 ár og er nýkomin frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum þar sem hún aðstoðaði við að taka á móti börnum Amish-kvenna. Það er nóg að gera hjá mér,“ segir Kristbjörg en aðspurð segir hún sífellt fleiri velja heimafæðingar, en hlutfallið fyrir síðasta ár var 3,3 prósent og hefur ekki verið meira í 50 ár. Kristbjörg segir Covid eiga stóran þátt í því. Hún er ein níu ljósmæðra sem taka að sér heimafæðingar á höfuðborgar- svæðinu. „Aðstandendur barnshafandi kvenna eru tilbúnari til að sam- þykkja heimafæðingar eftir Covid. Ég var til að mynda með tvítuga móður í byrjun Covid sem vildi hafa bæði barnsföður og móður sína með sér í fæðingunni og valdi því heimafæðingu. Þetta var í byrjun apríl 2020 þegar makinn mátti bara koma tveimur tímum fyrir fæðingu svo hún hefði aldrei fengið að hafa hann með sér allan tímann. En hún fæddi í dásamlegri heimafæðingu með þau bæði sér við hlið.“ Langaði í meiri ljósmæðralist Árið 2010 sótti Kristbjörg ráðstefnu hjá grasrótarljósmæðrahreyfing- unni Midwifery Today og kynntist þar ljósmóðurinni Carol Gautschi. „Ári síðar heimsótti ég hana á vesturströnd Bandaríkjanna og fékk að fylgja henni í tvær vikur og meðal annars í tvær fæðingar. Ég er með rosalega góða klíníska mennt- un frá Háskóla Íslands en langaði í meiri ljósmæðralist. Árið 2012 fór ég til Pennsylvaníu á ráðstefnu að hitta Carol og kynntist þá Diane, ljósmóður sem vinnur með Amish- fólki. Ég sat fyrirlestur hjá henni þar sem hún var mikið að tala um óhefðbundnar meðferðir og vinnu sína með Amish-konum, ég fékk þar innblástur og var ákveðin í að fá ein- hvern tíma að vinna með henni.“ Í janúar var Kristbjörg laus og langaði að gera eitthvað nýtt. „Ég hafði samband við Carol Gautschi til að reyna að komast að hjá Diane sem hefur þjálfað 220 ljósmæður og tekið á móti tíu þúsund börnum. Lærði æðruleysi hjá Amish-fólkinu Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Kristbjörg lærði margt á dvöl sinni með Amish-fólkinu í Pennsylvaníu og var vel tekið á móti henni. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Hestvagninn bíður fyrir utan klíníkina á meðan á mæðraskoðun stendur. Fyrstu sex árin var hún ljósmóðir í Ohio í enn íhaldssamara Amish- samfélagi en er búin að vera á þessum slóðum í Pennsylvaníu í 35 ár og 85 til 90 prósent skjólstæðinga hennar eru Amish-konur.“ Vilja ekki að eldri börnin viti Kristbjörg fór utan í síðasta mánuði og dvaldi í Lancaster County sem er oft kallað „Heart of the Amish“. Þar starfaði hún í þrjár vikur með fyrr- nefndri Diane og aðstoðaði við 16 fæðingar, flestar hjá Amish-konum, bæði í heimahúsum og á klíník. „Amish-konurnar vilja oftast ekki að eldri börn þeirra viti að þær séu að fara að fæða barn, né að barn sé á leiðinni, svo stundum koma þær á klíníkina til að fæða. Þegar við fórum að ræða við þær þá vita elstu dæturnar þetta auðvitað. Ég var viðstödd tvær fæðingar þar sem konurnar voru að eiga sitt tíunda barn, í öðru tilfellinu var elsta barn konunnar 15 ára og í hinu 18 ára. Þær eru hörkuduglegar þessar konur.“ Konurnar sóttu mæðravernd á klín ík Diane en fæddu f lestar heima. „Heimaþjónustan er mikið minni en hér heima og yfirleitt bara ein vitjun á þriðja degi en það er búið að undirbúa konurnar vel fyrir þá heimsókn. Þegar um er að ræða fyrsta barn fá þær litla bók um fæðinguna og fyrstu vikurnar þar á eftir, og eru því mjög vel upp- lýstar.“ Amman flytur inn eftir fæðingu „Önnur amman kemur yfirleitt þegar við ljósmæðurnar erum að fara og er með móður og barni fyrstu sólarhringana, mamm- an er kölluð „mamm“, en amman „mammi“. Það er svo vel hugsað um konurnar eftir fæðingu að þegar við komum í vitjun á þriðja degi eru mæðurnar yfirleitt ekki einu sinni búnar að skipta á barninu sínu sjálfar. Það eru því sérstök fyrirmæli til þeirra fyrir fyrstu vitjun að vera búnar að fá upplýsingar frá ömm- unni eða þeim sem eru til aðstoðar um hvað barnið er búið að pissa og kúka oft.“ Aðspurð segir Kristbjörg feðurna vera hjálplega og virka í fæðingunni. „Þeir taka börnin ef þörf er á eftir fæðinguna en mér fannst skrítið að ég þurfti að klæða börnin, það gerðu þeir ekki.“ Rafmagnsleysið algert Kristbjörg segir að sér hafi verið vel tekið innan Amish-samfélagsins þar sem henni leið vel. Þegar hún er beðin að lýsa heimilunum sem hún kom inn á nefnir hún fyrst raf- magnsleysið sem er algert í sam- félagi Old Order Amish. „Á f lestum heimilum er stór viðarofn sem kyndir húsin en á meðan ég var þarna var allt niður í 10 stiga frost. Það var mismikil kynding í húsunum og oft kalt inni á baðherbergjunum. Það kom fyrir að maður sá kerti en allir eru með vasaljós í vasanum. Það var gott að geta notað ljósið frá símanum þegar maður labbaði út í bíl um miðjar nætur enda ekkert ljós. Heimili eru stundum nokkur um einn síma, sem eru þá í sérstökum skúr eða „phone shanty“ eða að heimili sé með sinn skúr. Einstaka eru með síma inni á heimilinu. Þau eru með ísskápa og frystikistur sem ganga fyrir gasi og gamaldags opnar þvottavélar sem ég er ekki viss um fyrir hverju ganga.“ Allir vakna klukkan fjögur Aðspurð segist hún aldrei hafa geng- ið eins mikið í kjól og þessar þrjár vikur en segir það í raun hafa verið einu leiðbeiningarnar sem hún fékk áður en hún fór inn á svæðið, að það væri betra ef hún væri í pilsi eða kjól. „Ég hef sjálf alltaf reynt að vera fordómalaus og kona í fæðingu er kona í fæðingu,“ segir Kristbjörg en munurinn liggur í ýmsu öðru. „Unga fólkið er bara í námi út áttunda bekk og fer þá að vinna og hjálpa til innan og utan heimilis. Stór hluti er með einhvers konar búskap, ræktar maís, tóbak og f leira. Klukkan fjögur á nóttunni, þegar okkur finnst vera mið nótt, er fólkið að vakna. Eitt sinn kíktum 30 Helgin 12. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.