Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2022, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 12.02.2022, Qupperneq 72
Það skemmir ekkert bækurnar að það sé gleði og hamingja í kringum þær. Unnar Geir Það hljóp á snærið hjá íbúum í Úlfarsárdal fyrir jól, þegar nýtt bókasafn og sundlaug voru opnuð í hverfinu um miðjan desember. Nú hefur nýtt upptökuhljóðver verið tekið í gagnið á bókasafninu og er það aðgengilegt öllum handhöfum bókasafnsskír- teinis Borgarbókasafnsins, án endurgjalds. Nýtt bókasafn í nýju hverfi í Úlfarsárdal býður upp á f jöl- breytta þjónustu og lengri opnunartíma en gerist og gengur. Þar sem safnið er í sama húsnæði og sundlaugin er opnunartíminn frá hálf sjö á morgnana til tíu á kvöldin. „Þetta er nýbreytni og við bjóðum upp á sjálfsafgreiðsluvélar. Þetta er fyrsta skrefið í sjálfsþjónustusöfnum hjá Borgarbókasafninu, sem er fram- tíðarsinfónía sem okkur langar að spila í framtíðinni,“ segir Unnar Geir Unnarsson, sem starfar sem deildarstjóri yfir bókasafninu. Aðspurður hvort enginn sé þá eftir til að sussa á háværa bóka- safnsgesti, þegar vélbúnaður hefur tekið við, svarar Unnar Geir að það sé mikill misskilningur að ekki megi hafa gaman á bókasafninu. „Við erum ekkert að sussa á fólk, það skemmir ekkert bækurnar að það sé gleði og hamingja í kringum þær!“ Eitt bestta stúdíó sem borgin á Unnar Geir segir að á bókasafninu sé sérhannað upptökustúdíó. Upp- tökurýmið sé herbergi inni í her- bergi, þannig sé hljóðupptaka óháð annarri umgengni í húsinu. „Þetta rými er hannað frá grunni sem stúdíó og þar er nægt rými fyrir meðalstóra hljómsveit,“ segir hann. „Ég get sagt að þetta er eitt fullkomnasta stúdíó sem Reykja- víkurborg er með á sínum vegum.“ Opnað var fyrir bókanir í stúdíó- inu á mánudag og segir Unnar Geir að viðtökurnar hafi verið mjög góðar, sér í lagi miðað við að kynn- ing á aðstöðunni sé varla hafin. „Strax eru að detta inn pantanir, meira en við héldum. Þetta er fólk á öllum aldri. Fólk sem hefur verið heima að gera eitthvað en ekki haft rými eða græjur til að fara eitthvað lengra með sína sköpun.“ Miðaldra karlmenn í fókus „Svo er svona einn hópur sem við erum svolítið skotin í og það eru miðaldra karlmenn,“ segir Unnar Geir. „Það er nefnilega markhópur sem bókasafnið hefur ekki alveg náð í. Meirihlutinn af gestunum okkar eru konur á öllum aldri og unglingar, en svo missum við karl- ana eftir fjórtán til fimmtán ára.“ Hann segir karlana síðan koma inn seinna, þegar þeir hafa stofnað fjöl- skyldu, en þeir séu ekki endilega að koma sem virkir þátttakendur. Spurður um ástæðuna segir Unnar Geir: „Við höfum svo- lítið verið að rýna okkar starf. Við þurfum að skoða viðburðahald og safnkostinn í minnsta lagi með kynjagleraugunum og hinsegin gleraugunum.“ Niðurstöður hafi bent til þess að þessi hópur sé út undan og Unnar Geir segir að bókasöfnin hafi því reynt að leggja áherslu á að fá karlana líka inn. Hann segir að eitt af því sem bókasöfnin bjóði upp á, og fólk sé að fatta núna, sé að bókasöfnin séu þriðja rýmið. Sé fyrsta rýmið heim- ilið og annað rýmið vinnan. „Það vantar félagslega staðinn, bókasöfn- in eru það og sundlaugin kannski líka. Það er svo mikil snilld í þessu húsi hér að það er búið að sameina sundlaugina og bókasafnið. Bæði við sjálf erum að fatta þetta hlutverk okkar og gestirnir okkar.“ Bókasafnið alltaf hlutlaus staður Bókasafnið er þá ekki bara bókasafn lengur heldur líka menningarhús. Er það stefnan hjá öllum söfnunum að bókasafnið sé meira en bókasafn? Nú er alvöru hljóð á bókasafninu Haraldur Ernir Haraldsson, umsjónarmaður hljóðversins, og Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri yfir bókasafninu í Úlfarsárdal. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hljóðverið er í tveimur herbergjum og þar má meðal annars finna 24 rása mixer. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Að sögn umsjónarmanns hljóðversins er húsið byggt með starfsemina í huga og því hefur önnur umgengni í húsinu ekki áhrif á vinnu fólks í hljóðverinu. Hljóðverið er búið hljóð­ færum og fullkomnum tæknibúnaði en að auki er fólki velkomið að koma með sín eigin hljóðfæri. Nína Richter ninarichter @frettabladid.is „Það byrjaði svolítið þegar Menn- ingarmiðstöðin í Gerðubergi og Borgarbókasafnið voru sameinuð. Þá byrjaði þessi hugsun,“ segir Unnar Geir. „Af því að bókasöfnin voru með alls konar viðburðahald og dagskrá í gangi, en voru kannski ekki að blása í lúðra og láta vita af því.“ Hann segir að gestir sem þegar hafi mætt á bókasafnið hafi þá helst verið þeir sem sóttu viðburðina. En með breyttum áherslum hafi hverju og einu bókasafni tekist að finna sína sérstöðu. „Þetta fer svolítið eftir því hvaða fólk býr í hverfinu, hvað þú býður upp á og hvað er vinsælt og hvað það er sem fólk vill sækja.“ Unnar Geir segir sérstöðuna skap- ast með samtalinu. „Í Gerðubergi er meira fyrir unglinga og í Spönginni eru f leiri prjónaklúbbar. Þetta fer svolítið eftir því hverjir sækja safn- ið.“ Hann segir tilfinninguna mjög gefandi. „Þó að við séum borgin og fólk hafi alls konar hugmyndir um borgina, þá er bókasafnið alltaf hlutlaus staður. Þetta er bara bóka- safnið þitt.“ Fullbúið tölvuleikjaver í boði Unnar Geir segir safnið einnig vera með tölvuleikjaver, sem er nýbreytni á söfnum borgarinnar. „Þá geturðu komið inn og ef þú átt aðgang að tölvuleikjaveitum geturðu komið og spilað tölvuleiki. Eða þá að við kaupum aðgang og þú getur þá spilað tvo eða þrjá leiki, sem við síðan skiptum út reglulega,“ útskýrir hann. Hann segir að tölvu- leikjaverið sé starfrækt í samstarfi við félagsmiðstöðina Fellið sem er staðsett í húsinu. „Þau voru nýbúin að fá styrk til að kaupa tölvuleikja- tölvur, alveg niður í stólana – allt fyrir tölvuleikina. Þetta eru sex tölvur sem eru sérhannaðar fyrir það.“ Að auki sé safnið líka með tölvukost sem felur í sér hefðbundn- ari heimilistölvur. „Ef á heimilum er ekki til tölva eða ekki til peningur til að kaupa áskrift að þessum tölvu- leikjaveitum, þá getur fólk komið hingað.“ Fólk á öllum aldri velkomið Haraldur Ernir Haraldsson er umsjónarmaður hljóðupptöku- versins. Hann segir að til að byrja með sé þjónustan opin tvo daga í viku, mánudaga og þriðjudaga, frá klukkan þrjú til sjö. „Við ætlum að byrja á að sjá hvernig eftirspurnin er og hugsan- lega bæta laugardegi inn í þetta, svo að fólk sem er fast í vinnu eigi séns á að koma.“ Haraldur Ernir segir að hægt sé að panta tíma í hljóðverinu á vef bókasafnsins, tvo eða fjóra tíma í senn. „Þú getur mætt hingað með hljóðfærið, en annars eru einhver hljóðfæri á staðnum. Svo er ég hérna innan seilingar ef það vantar ein- hverja aðstoð,“ segir hann. „Ég get verið með fólkinu allan tímann, ef það vantar hjálp. Ég get hleypt þeim inn og komið þessu í gang.“ Aðspurður um aldurstakmark í þjónustuna segir hann svo ekki vera, en æskilegt sé að ungir krakkar séu í fylgd með fullorðnum. „Allir geta mætt. Það er nóg að vera með bókasafnskort.“ Að sögn Haraldar Ernis má taka upp fleira en tónlist. „Það er hægt að taka upp hlaðvarp, YouTube-vídeó eða bara hvað sem er. Svo lengi sem það passar inn um dyrnar, þá er Búnaðurinn í hljóðverinu n Mac Mini M1 með 16GB ram. Logic Pro X, Fabfilter FX Bundle, Izotope Elem­ ents og Arturia Analog Lab. n Apogee Ensemble hljóð­ kort. n Yamaha HS7 hátalarar og Yamaha HS 8S bassabox. n Beyerdynamic DT1990 PRO heyrnartól. n Behringer PolyD hljóm­ gervill og Arturia KeyLab 88 MIDI hljómborð. n Fender Stratocaster og Fender P Bass. n Ampeg Rocket 110 bassa­ magnari. n Axe FX FM3 gítarmagnara „eftirherma“ sem spilar öll rafmagnsgítarhljóð sögunnar. n Úrval af hljóðnemum. Þar á meðal Røde NT2, Senn­ heiser MD 421, Slate ML 1 og Slate ML 2. hægt að taka það upp,“ segir hann. „Einnig er hægt að taka bara ekkert upp, og taka í staðinn smá tónlistar- djamm. Til dæmis gömul hljómsveit sem vill taka æfingu en á ekki leng- ur hljóðfæri, eða hefur ekki aðstöðu. Eða ung bönd með léleg hljóðfæri eða aðstöðu. Eða ef þú vilt hlusta á lag sem þú varst að vinna heima, í góðum græjum.“ n 32 Helgin 12. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.