Fréttablaðið - 12.02.2022, Page 80

Fréttablaðið - 12.02.2022, Page 80
Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Pondus Eftir Frode Øverli Veðurspá Laugardagur 0 °C -11 °C -3 °C -6 °C -4 °C -8 °C -5 °C -5 °C -4 °C -2 °C -8 °C 4 13 4 5 8 10 8 8 16 7 4 Sunnudagur Mánudagur Kirkjubæjarklaustur Reykjavík Ísafjörður Akureyri Egilsstaðir Í dag verður allhvöss norðaustan átt á landinu suðaustanverðu og á Vest- fjörðum, annars hægari. Skýjað á austurhluta landsins og úrkomulítið, annars yfirleitt bjart veður. Frost 0-15 stig, mildast við suðurströndina en kaldast inn til landsins á Norðausturlandi. KORT/SIGGI STORMUR Sigurður Þ. Ragnarsson vedur @frettabladid.is Sennilega er Suðurlandsbrotabeltið frægasta jarðskjálftabelti á Íslandi. Flest munum við eftir Suðurlands- skjálftanum 17. júní 2000, sem var 6,5 stig og olli töluverðu tjóni þó engin íbúðarhús hryndu. Minna þekkt er svipað brotabelti á Norður- landi, Tjörnesbrotabeltið. Hefur það valdið miklu tjóni í gegnum söguna. Einn þekktasti jarðskjálftinn í nær- tíma er Dalvíkurskjálftinn, laugar- daginn 2 júní 1934 kl. 12.42 sem var upp á 6,2 á Richterkvarða. Upptökin voru 1 km austur af Dalvík, nokkurn veginn milli Dalvíkurkaupstaðar og Hríseyjar. Kemur fram í heimildum að fólk hafi fundið fyrir honum í eina og hálfa mínútu. Fólk þusti út úr húsum sínum þegar skjálftinn reið yfir, en það reyndist ekki öllum auðvelt því hús skekktust og hurðir festust í dyrakörmum. Sum hús hrundu algjörlega. Allt lauslegt hentist til, rúður brotnuðu, veggir sprungu, klofnuðu og hrundu og miklar jarð- sprungur mynduðust. Fram kemur í heimildum að 12 hús hafi eyðilagst algjörlega, 21 hús verið mjög mikið skemmd og um 247 manns hafi orðið heimilislausir eftir skjálftann. Af þeim 12 húsum sem skemmdust alveg voru 6 torfbæir og 6 steinhús, en ekkert timburhús. n Jarðskjálftinn á Dalvík 1934 DEKRAÐU VIÐ ÁSTINA Glas af Codorníu Cava Lamb & hveitikökur • Nauta carpaccio Bleikja & lummur • Humar tempura • Nautalund Eton Mess skyr ostakaka • Þrista-súkkulaðiterta 14. febrúar > 7.990 Borðapantanir á fjallkona.is 7 rétta Valentínusarseðill Jæja…hvað heldur þú? Verður þetta annað City ár? City? Erum við að tala um fótbolta? Afsakið! Ég hef engan áhuga á fótbolta! Alls engan! Minn áhugi liggur í hestum! Njóttu lífsins! Sömu- leiðis! Palli! Gaur! Komdu! Foreldrar Beggu fóru út úr bænum og hún er með tryllt partí! Það eru allir hérna! Hektor! Sirrý! Klara! Móa! Stína! Dísa og Sara eru á leiðinni með skrítnu stelpurnar sem eru með okkur í frönsku og þær taka með… Vitlaust númer. Sestu. Kyrr. Það stefnir í kósýkvöld hjá þér, kallinn minn. Solla manaði mig svona eigin- lega til þess! Ég næ í kúbeinið. Hvað er þetta? Koppaþjálfun fyrir Lóu Það er bara fyrir smá- börn svo ekki einu sinni detta þér það til hugar. Pikk Pikk Pikk FRÉTTABLAÐIÐVEÐUR MYNDASÖGUR 12. febrúar 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.