Fréttablaðið - 26.03.2022, Page 2

Fréttablaðið - 26.03.2022, Page 2
Aðalheiður Ámunda- dóttir og Björk Eiðs- dóttir hlutu tilnefn- ingar. Nýjar kröfur Loftslagsverkfallsins Loftslagsverkfallið stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær. Nýjar kröfur hreyfingarinnar fela í sér uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, aukið vægi ungs fólks í ákvarðanatökum og að stjórnvöld verji minnst fjórum prósentum af vergri landsframleiðslu í loftslagsaðgerðir. „Þetta er barátta sem heldur áfram og við megum engan tíma missa,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var viðstaddur mótmælin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Aðalfundur BÍ 2022 Fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.00 í Síðumúla 23 Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2022 verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl n.k. að Síðumúla 23, 3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Skýrslur frá starfsnefndum Kosningar* Lagabreytingar Önnur mál BÍ-félagar eru hvattir til að mæta *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum fékk mest allra ferðamanna- staða í tæplega þriggja milljarða úthlutun fjármuna til uppbyggingar innviða og náttúruverndar.  benediktboas@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA „Það er heilmikil skrif borðs- og pappavinna eftir áður en við fáum að sjá bílastæði og göngustíga birtast,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður og framkvæmdastjóri Þingvalla- nefndar, en í úthlutun fjármuna til uppbyggingar innviða og náttúru- verndar á ferðamannastöðum fékk Þjóðgarðurinn mest allra. Lagning bílastæða og gerð gönguleiðar norðan Öxarárfoss og Stekkjargjár, að undangenginni frumathugun; uppfærsla á skiltum og merkingum í Þinghelgi, fær 171 milljón á næsta ári. Uppfærsla á skiltum og merking- um; deiliskipulag fyrir strandlengju og áframhaldandi uppbygging mal- arstígs fær 34 milljónir og merking- ar á meginaðkomum í þjóðgarðinn á þremur stöðum fær 16,2 milljónir. Viðgerð á föllnum brúarsporði við Öxará fær fjórar milljónir. „Það er mikilvægt að hlúa vel að náttúru og minjastöðum okkar, sem svo margir njóta að heimsækja. Áætlunin gefur fyrirsjáanleika og fjármagn til lengri tíma, en einn- ig svigrúm til að bregðast hratt og örugglega við óvæntu álagi vegna ferðamanna, eins og við höfum gert,“ segir Guðlaugur Þór Þórðar- son, umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra, þegar hann tilkynnti um úthlutunina. Gert er ráð fyrir um 2,8 milljarða króna framlagi til næstu þriggja ára til uppbyggingarinnar víðs vegar um land. Alls er nú 151 verkefni á áætlun næstu þriggja ára á rúmlega 90 ferðamannastöðum, þar af 65 ný verkefni sem bætast við að þessu sinni. Þar má nefna uppbyggingu á Geysissvæðinu, byggingu útsýnis- palls og göngustíga í Ásbyrgi, yfir- byggingu minja þjóðveldisbæjarins á Stöng í Þjórsárdal, skála með góðri heilsárs salernisaðstöðu í Vagla- skógi, vandaða göngustíga við Búr- fellsgjá, áframhaldandi umbætur á aðgengi ofan við Gullfoss með steyptum stígum og frekari skref til bættrar aðstöðu við Jökulsárlón. Einar segir að hann sé ánægður með verkefnaáætlunina og segir það vera verkfæri sem virkar vel. „Við stöndum frammi fyrir þeirri spurningu hvað mikið við getum byggt af innviðum á hverjum stað og hvað við getum tekið á móti mörgum ferðamönnum á hverjum stað. Við erum langt frá þeirri stöðu núna en það er skylda okkar sem erum að reka þessa staði að skanna inn í framtíðina hvort sem það eru þrjú, fimm eða tíu ár,“ segir Einar glaður í bragði. „Hér er snjó að taka upp og syndir vetrarins að koma í ljós. Sandurinn sem við notuðum til að hálkuverja er þó að tætast um allt. Það er nán- ast Reynisfjara við Hakið,“ segir hann og skellir upp úr. ■ Mikil pappírsvinna eftir áður en göngustígarnir sjást Þjóðgarðurinn á Þingvöllum fékk mest úr úthlutun ríkisins til uppbyggingar innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það er mikilvægt að hlúa vel að náttúru og minjastöðum okkar. Einar Á.E. Sæ- mundsen, þjóð- garðsvörður og framkvæmda- stjóri Þingvalla- nefndar FKA-konur í mannvirkjaiðnaði saman komnar á sýningunni Verk og vit. ser@frettabladid.is SAMFÉLAG Konum í iðngreinum á Íslandi er að fjölga að mun eins og vel sést á sýningunni Verk og vit sem nú stendur yfir í Laugardalshöll. „Þeim er að fjölga, já, en ekki nógu hratt að mínu viti,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, en hún segir breyt- inguna þó augljósa frá því fyrir tíu árum eða svo. „Og það gleðilega er að þessar stúlkur eru að koma til iðnnáms beint úr grunnskóla.“ „Konum fjölgar helst í rafiðn- greinunum, en einnig í húsasmíði og pípulögn – og núna eru til dæmis fjórar stúlkur að læra vélstjórn sem var óþekkt fyrir nokkrum árum,“ segir Hildur. „Það eru gríðarleg tækifæri fyrir konur í þessum greinum,“ segir Hildur jafnframt og skorar á stúlkur og ungar konur að huga að þessum atvinnumöguleika, en iðnaðar- menn eru afar eftirsóttir til starfa.■ Konum fer fjölgandi í iðngreinum arnartomas@frettabladid.is FJÖLMIÐLAR Tveir blaðamenn Fréttablaðsins hlutu í gær tilnefn- ingar til Blaðamannaverðlauna fyrir árið 2021. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum og eru þrjár til- nefningar í hverjum flokki. Björk Eiðsdóttir hlaut tilnefningu í flokknum Viðtal ársins fyrir viðtal sitt við Sigríði Gísladóttur sem lýsir barnæsku sinni hjá móður með geðsjúkdóm. Aðalheiður Ámunda- dóttir hlaut tilnefningu í f lokknum Rannsóknarblaðamennska ársins fyrir fréttaskýringar um dóma- framkvæmd Landsréttar í nauðg- unarmálum. Meðal annarra tilnefndra eru Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum, fyrir fréttaskýringar um skæruliðadeild Samherja. Sunna Karen Sigurþórs- dóttir, hjá Stöð 2, fyrir umfjöllun um tilefnislausar lífslokameðferðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, og Aðalsteinn Kjartansson, Stundinni, fyrir umfjöllun um eignir og eigna- tengsl í íslenskum sjávarútvegi. ■ Fréttablaðið fékk tvær tilnefningar 2 Fréttir 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.